Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Blaðsíða 34
32 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
vitað, er of margt, sem skilur fóðrun kálf-
anna og meðferð til þess, að unnt sé að
segja nokkuð um, hvað lielzt valdi mismuni
flokkanna.
Á töflu III eru þó nr. 6 og 9 teknir með
til samanburðar og gerðir upp á sama hátt
og kálfarnir í aðalflokknum. Leynir sér
ekki, hve þrif kálfanna hafa verið léfeg,
einkum er á leið, þrátt fyrir það að þeir
liefðu átt að sleppa að mestu við áfallið i
byrjun júní. Kjötþungi þessara kálfa er að-
eins 55% af kjötþunga t-mjölskálfanna, og
kjötprósenta er líka miklu lægri eða aðeins
46% á móti 56.6%.
Tafla IV sýnir vaxtarhraða kálfanna á
10 daga aldursskeiðum. Á aldrinum 10—20
dagar jryngjast t-mjölskálfarnir að meðal-
tali um 710 gr á dag. Frá 20—50 dögum
er vaxtarhraðinn mestur, 900—980 gr á
dag, en minnkar á 50—70 daga aklri niður
í 780—790 gr á dag. Á 70—80 daga aldri
er vaxtarhraðinn 690 gr á dag, og þegar
kálfarnir eru orðnir meira en 80 daga
gamlir, er vaxtarhraðinn aðeins 540 gr á
dag. Að meðaltali er vaxtarhraði t-mjöls-
kálfanna frá fyrstu vigtun til slátrunar 745
gr á dag, en ef vaxtarhraðinn er reiknað-
ur frá 10 daga aldri, en þá fyrst eru til
vigtartölur yfir alla kálfa, er hann að
meðaltali 770 gr á dag.
Vaxtarhraði kálfanna var nokkuð mis-
jafn, eins og sjá má af töflu IV. Kálfur
nr. 1 skaraði jiar frarn úr, þótt hann væri
undan fyrstakálfskvígu, og náði hann vaxt-
arhraðanum 905 gr á dag frá 10 daga aldri.
Næstir honum eru nr. 7, 10 og 2 með 820—
875 gr á dag. Kálfar nr. 3, 4, 5, 12 ná
vaxtarhraða 700—800 gr á dag. Kálfur nr.
11 þyngist um 670 gr á dag og kálfur nr.
8 585 gr á dag.
Samanburðarkálfarnir nr. 6 og 9 þyngj-
ast frá 10 daga aldri um 490 gr og 393 gr
á dag, eða mun hægar en t-mjöls-kálfarnir.
Á línuritinu sést meðalþungi t-mjöls-
kálfanna (heila línan) og samanburðarkálf-
anna (brotna línan) á ýmsum aldri. Saman-
burðarkálfarnir eru um 2 kg léttari í upp-
hafi, en um 30 kg léttari við 90 daga aldur.
Á töflu IV sést enn fremur meðalþynging
og fóðurnýting t-fóðurs-kálfanna, frá 5
daga til 30 daga aldurs, og frá 30 daga
aldri til slátrunar.
Fyrsta mánuðinn fengu kálfarnir að
meðaltali 22.2 kg af mjólk, 19.1 kg af t-
mjöli eða 37.3 fe., þyngdust að meðaltali
uni 700 gr á dag og notuðu 2.11 fe. fyrir
hvert kg þyngdarauka.
Frá 30 daga aldri til slátrunar fengu kálf-
arnir að meðaltali 94.6 kg af t-mjöli, eða
156 fe. Kálfarnir jtyngdust að meðaltali
um 753 gr á dag og þurftu 3.15 fe. á 1 kg
þyngdarauka.
Frá fæðingu til slátrunar fengu kálfarnir
að meðaltali 197.5 fe., þyngdust að meðal-
tali um 740 gr á dag frá fimm daga aldri
og þurftu 2.80 fe. á 1 kg þyngdarauka.
Eins og sjá rná af töflu IV, er fóðurnýting
ntjög misjöfn hjá kálfunum. Greinilegt er,
að því rneiri sem vaxtarhraðinn er, þeim
mun betri er fóðurnýtingin.
Kálfar nr. 1, 7 og 10 þyngdust að meðal-
tali um 853 gr á dag og höfðu líka lang-
bezta fétðurnýtingu.
Þess vegna væri mjög mikilvægt að geta
valið kálfa til eldis með hliðsjón til jress-
ara eiginleika, því að vera má, að arfgengi
komi hér eitthvað til greina.
ÁLYKTUNARORÐ
Helztu niðurstöður tilraunanna eru sýnd-
ar í töflu II og III. Kálfarnir voru teknir
í tilraunina 3—12 daga gamlir og vógu þá
25—35 kg, eða að meðaltali 31.8 kg. Við
slátrun voru þeir orðnir 85—106 daga gaml-
ir, eða 96.4 daga að meðaltali, með lifandi
þunga 77—121 kg, að meðaltali 99.6 kg.
Kjötþunginn var frá 42—71 kg, að meðal-
tali 56.4 kg, og eru þá liirar og hjörtu
meðtalin. Kjötprósentan var því 54.2—
59.1%, að meðaltali 56.6%. í tilraun voru