Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Blaðsíða 11
RÆKTUN OG RANNSOKNIR Á GRASFRÆI 9
TAFLA III - TABLE III
Niðurstöður rannsókna á harðvingulsíræi
Seed tests of Festuca durisculum
I. flokkur I. quality II. flokkur II. quality
Ár Year Tala sýna T otal samples Gróhraði Germina- tion rate % Grómagn Total ger- mination % Þyngd 1000 fræja Weight per 1000 seed S Mesta grómagn Max. ger- mination oi /o Tala sýna Total samples Mesta grómagn Max. ger- mination oi /o
1922 .... 3 17,0
1924 .... 3 31,0
1925 .... 2 28,5 32,8 0,738 35,5
1926 .... 1 26,3
1932 .... 1 37,0 41,0 1,052 41,0
AIls Total 3 1 1 7
Meðaltal Average 32,8 36,9 0,895 38,3 24,8
jörð fyrsta árið 150 kg kali, 200 kg þríios-
fat og 200 kg Kjarni, en árin eftir eða fræ-
árin sama steinefnamagn, en ef til vill
þriðjungi meira af N-áburði, eítir því
hvernig frælandið lítur út.
Raðaræktun á vallarsveifgrasi er erfið
vegna þess, hvað rótarkerfið er skriðult og
gjarnt á að vaxa saman og í breiðum. Þó
er sú aðferð notuð sums staðar í Danmörku
að rækta vallarsveifgrasið í röðum, eins og
þeirra tegunda, sem ekki hafa skriðular ræt-
ur (vallarfoxgras, hávingul o. f 1.), en mikla
vinnu þarf til að halda röðum hreinum.
Talið er þó, að raðaræktun gefi meira og
betra fræ en ræktað í breiðum án þess að
beita raðhreinsun.
íslenzkt fræ af innlendum uppruna gefur
talsvert stærra fræ en erlent vallarsveifgras.
Fræið er þrístrent með þelhár við grunn-
inn, um 3 mm langt.
Efalaust er hægt að rækta vallarsveifgras-
fræ á söndum Rangárvalla og víðar, ef beitt
er fullri tækni og þekkingu við þá fram-
kvæmd.
Niðurstöðurnar í töflu V ná yfir allt það
fræ, sem tekið hefur verið til grómagns-
athugunar frá því, að byrjað var að rækta
það árið 1923. Eins og fyrr er að vikið,
þó að það komi ekki fram í töflunni, verð-
ur fræ frá sandjarðvegi ávallt með mestu
grómagni.
Af þeim 162 sýnum, sem til rannsókna
hafa verið tekin, er aðeins um 53%, sem
gróa sæmilega, en hinn hlutinn, 47%, hefur
gróið það illa, að ekki er hæft til útsæðis, ef
miðað er við það magn af góðu fræi, er
þarf í hverja flatareiningu. Orsakirnar fyrir
þessari fremur lélegu útkornu stafa af því,
að mest af fræinu hefur þroskazt á frjóum
moldarjarðvegi, því að alltaf varð fræið
með meira grómagni, er þroskaðist á sand-
jörð. Er því ljóst, að verði um frærækt af
vallarsveifgrasi að ræða í framtíðinni, verð-
ur að rækta fræið á sendnum jarðvegi.