Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Page 86
84 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
Mynd 17. Meðaldagsnyt kúa og meðalþungi þeirra á fæti eftir tilraunaflokkum sumarið 1961.
Fig. 17. Average daily milk yield and live-weight of cows by experimental groups in summer
1961.
út, hvort áhrif meðferðar á flokksmeðaltöl
fyrir nyt eru raunhæf, og hefur það því
ekki verið gert.
Þá sýnir tafla 25 og mynd 17 einnig vigt-
ardaga kúnna í hverjum flokki í tilraunum
nr. 1 og 2 ásamt meðalmismun milli flokka
í tilraun nr. 2.
Á töflu 25 og mynd 17 sést, að í tilraun
nr. 1 hafa kýrnar létzt í öllum flokkunum
á fyrri hluta tilraunaskeiðsins, en þyngzt
síðan aftur á síðari hluta þess.
í tilraun nr. 2 reyndust kýrnar í C-flokki
í hæstri nyt, næsthæstar í A-flokki og lægst-
ar í B-flokki.
Munurinn á A- og B-flokki var 0.66 kg,
A-flokki i vil. Sá munur er fjarri því að
vera raunhæfur. C-flokkur er ekki í raun-
hæft hærri nyt en A-flokkur, en þegar C-
flokkur er borinn sarnan við meðaltal af
A- og B-flokki, er munurinn, 1.06 kg, mjög
nálægt því að vera raunhæfur, kálílokkn-
um (C-íl.) í vil. Mynd 17 sýnir enn fremur,
að bilið milli C-flokks annars vegar og A-
og B-flokks hins vegar fer vaxandi, þegar
líður á tilraunaskeiðið. Er því ástæða til
að draga þá ályktun, að í þessari tilraun
hafi kýrnar á fóðurkálinu hækkað raunhæft
í nyt við fóðurkálsbeitina.
Þegar þyngdarbreytingar kúnna í tilraun
nr. 2 eru athugaðar í töflu 25 og mynd 17,
sést, að kýrnar í C-flokki léttast um 16 kg
að meðaltali fyrstu dagana á kálinu, en í
A-flokki léttast þær aðeins um 2 kg og
þyngjast um 6 kg í B-flokki.
Frá 14. september til loka tilraunarinn-
ar þyngjast kýrnar í C-flokki hins vegar
um 22 kg að meðaltali, en um 15 kg í A-
flokki og 14 kg í B-ílokki. Bendir þetta
til, að létting C-flokkskúnna í byrjun til-
raunarinnar stafi fyrst og fremst af því, að
þær hafi misst kvið fyrst á kálinu, enda
voru þær mjóslegnar allan tímann. Fróð-
legt hefði verið að fylgjast með þunga C-
flokks kúnna, eftir að tilrauninni lauk, en
þá hefðu þær átt að þyngjast verulega við
það að fara af kálinu á heygjöf, ef létting-
in í byrjun tilraunarinnar stafaði af því,
að þær misstu kvið.