Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Page 24

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Page 24
22 ÍSLENZKAR LANDBUNAÐARRANNSÓKNIR hefur ekki verið með öllu ónýtt, enda hef- ur sáning með tvöföldu sáðmagni revnzt gefa fullgróinn grassvörð á fyrsta ári sán- ingarinnar. Af þeim 1005 sýnum, sent rannsóknirn- ar ná yfir af 15 grastegundum, fellur 61% undir I. flokk fræsins, en 39% undir II. flokk. Þess skal getið, að meginhluti þess fræs, sem selt hefur verið til útsæðis frá Sáms- stöðum, hefur verið með betra grómagn- inu. Franrleiðsla grasfræs frá Sámsstöðum var aldrei í stórum stíl. Fyrstu árin 150—300 kg árlega og svo oft 700—1000 kg hreinsað fræ árlega. En láta mun nærri, að alls hafi verið selt nálægt 25—26 smálestum fræs víðs veg- ar um land á árunum 1928 til 1966, eða í 38 ár. Það skal fram tekið, að rigningar- sumarið 1955 náði grasfræ ekki þeim gæð- um, að seljanlegt væri vorið 1956. Öll hin árin — eða 37 ár — var alltaf framleitt gras- fræ, sem telja mátti samkvæmt grómagns- tilraunum hæft til túngræðslu. Síðasta árið, sem ég var á Sámsstöðum, þ. e. 1966, var ekkert grasfræ ræktað, en franr að þeim tíma var alltaf ræktað tals- vert af grasfræi, einkum af túnvingli, há- liðagrasi, hávingli, ensku rýgresi og vallar- foxgrasi síðustu 10 árin. Þetta fræ var bæði reynt í tilraunum á Sámsstöðum og einnig selt víðs vegar unr land til túnræktar. í ís- lenzka fræið var alltaf látið 10—15% af erlendu vallarfoxgrasi til þess að gera fræ- blönduna fjölbreyttari. Var svo oft, að fræ- ið var selt til bænda, er óskuðu þessarar fræblöndu um fjölda ára, og reyndist fræ- ið yfirleitt vel og þolgott, og sumir töldu það þolbetra en algerlega erlent fræ. Öll tún tilraunastöðvarinnar á Sámsstöð- um voru að mestu ræktuð af íslenzku heimaræktuðu grasfræi, og þrjár grasfræ- blöndunartilraunir sýndu, að heimarækt- aða grasfræið reyndist eins vel og fræblönd- ur algerlega af erlendum grasfrætegund- um. Samanburður innlendra grasfræstofna íslenzkra og erlendra leiddi svipaðan árang- ur í Ijós. íslenzkur túnvingull, bæði feng- inn frá tilraunastöðinni á Sámsstöðum og eins frá Atvinnudeild Fláskólans, bar af erlendum stofnum að harðfengi og upp- skerumagni. Sama má segja um háliðagras, vallarsveifgras og hávingul, að íslenzk- ræktað fræ gaf eins mikið og stundum meira heymagn en erlendir stofnar þessara tegunda. Þessar rannsóknir sanna, að ís- lenzkræktað grasfræ getur þroskazt vel og náð góðu grómagni, ef rétt er búið að rækt- un fræsins og allri annarri meðferð. Óráðið er, hvort hafizt verður handa að reyna fræframleiðslu á sandjarðvegi. Mér finnst aftur á móti hyggilegt, jafnframt frærækt erlendis af íslenzkum fræstofnum, að fá úr því skorið, hvað unnt er að gera hér heima varðandi þá framkvæmd að afla fræs með innlendri frærækt. Ýmsar tilraun- ir með ræktun fræs á Sámsstöðum hafa bent til þess, að fræframleiðsla t. d. af tún- vingli sé framkvæmanleg og skili nothæfu fræi og arðsömum árangri.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.