Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Side 26
ÍSL. LANDBÚN.
J. AGR. RES. ICEL.
1969 1,2: 24-37
Eldi kálfa á mjöli úr undanrennu, tólg o. fl.
Ólafur Jónsson1 og Reynir Bjarnason2
Yfirlit. Á tilraunabúi Búnaðarsambands Suðurlands var árið 1966 gerð tilraun með
eldi kálfa á mjöli úr undanrennu og tólg (t-mjöli). Helztu niðurstöður voru bessar:
1. Tilraunin sýndi, að t-mjölið er afbragðsfóður til eldis sláturkálfa, sem aldir eru til
100 daga aldurs á því einu saman eftir broddmjólkurskeið.
2. Kálfarnir, sem fengu t-mjöl eingöngu, þyngdust að meðaltali um 750 gr á dag,
meðan á tilraun stóð, en samanburðarkálfar, sem fengu venjulegt fóður, þyngdust um
430 gr á dag.
Kjötprósenta t-mjöis-kálfanna var og mun hærri en samanburðarkálfanna. Kjöt-
þungi hinna fyrrnefndu var 56.4 kg, en hinna síðarnefndu 31.1 kg.
3. Nýting t-mjölsins til vaxtar var mjög góð, þurfti um 1.70 kg af t-mjöli eða 2.86 fe.
til eins kg þyngdarauka.
4. Utlit kjötsins af t-mjöls-kálfunum var mun betra en af samanburðarkálfunum.
INNGANGUR
Á tilraunabúi Búnaðarsambands Suður-
lands í Laugardælum var á tímabilinu frá
II. apríl til 15. júlí 1966 gerð tilraun með
kálfaeldi, er telja má í nokkrum tengslum
við tilraunir þær, sem gerðar höfðu verið
undanfarin ár á búfjárræktarstöðinni í
Lundi og greint hefur verið frá hér í
ritinu. Síðasta tilraunin í Lundi fjallar
um það, hve langt megi ganga í sparnaði
á mjólkurfitu við eldi ungkálfa, en hér
er fjallað um það, hvort fita af öðrum upp-
runa geti komið í stað mjólkurfitunnar við
eldi ungkálfa (Ólafur Jónsson 1969).
Búfjárræktarnefnd tilraunaráðs landbún-
aðarins ákvað tilhögun tilraunarinnar, og
hafði Pétur Gunnarsson forstjóri yfirum-
sjón með henni, en Reynir Bjarnason ann-
aðist daglegan rekstur hennar.
Fóðrið, sem til hægðarauka verður kall-
að t-mjöl, var framleitt á Rannsóknastofn-
un iðnaðarins (Aðalsteinn Jónsson og
1) Ráðunautur, Akureyri.
2) Kennari við Menntaskólann í Reykjavík.
Sverrir Vilhjálmsson 1968), og var til-
gangur tilraunarinnar að rannsaka áhrif
fóðursins á vöxt, heilsufar og kjöt kálfa,
sem aldir væru á því eingöngu til um 100
daga aldurs.
Keyptir voru tólf nautkálfar fyrir til-
raunina. Tiu þeirra voru aldir á t-mjöli
einvörðungu, en tveir aldir í stíum með
kvígum í afkvæmarannsókn og fengu sama
fóður og þær, þ. e. nýmjólk, undanrennu-
rnjöl, hev og kjarnfóður.
Frá 23. maí til 5. júní annaðist Þorleif-
ur Finnsson, þáverandi fjósameistari í
Laugardælum, fóðrun kálfanna, en frá
þeim tíma Gunnar Kristjansen, er þá tók
við störfum fjósameistara.
LÝSING TILRAUNAR
Kálfarnir
Sjö af kálfunum voru fengnir á Laugar-
dælabúinu, en fimm kálfar annars staðar.
Kálfarnir voru orðnir sex daga gamlir að