Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Blaðsíða 36
34 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
Myntl 3. Skrokkur af t-mjöls-
kálfi (til vinstri) og saman-
burðarkálfi (til hægri).
Fig. 3. Carcass of calf fed on
milk substitute (left) and con-
trol calf (right).
kálfarnir 82—94 daga, að meðaltali 90.4
daga, þyngdust að meðaltali, meðan á til-
raun stóð um 750 gr á dag, eða frá 569 gr
til 920 gr á dag.
Mjólk fengu kálfarnir á tilraunaskeiðinu
frá 3.5 kg til 17.0 kg, að meðaltali 10.75
kg og t-mjöl frá 93 kg til 129 kg, að meðal-
tali 114.1 kg, eða alls 160—216, að meðal-
tali 192 fóðureiningar.
Til nryndunar á 1 kg af þyngdarauka
þurftu kálfarnir frá 1.48 til 1.90 kg af t-
mjöli, að meðaltali 1.68 kg. Mjólkin, sem
kálfarnir fengu frá fæðingu, er reiknuð frá
10.5 kg til 37 kg, eða að meðaltali 22.2 kg
á kálf.
Fóðureyðslan á 1 kg kjöts við slátrun
verður þá að meðaltali 3.49 fe. eða frá
3.05-3.94 fe.
Samanburðarkálfarnir komu báðir í til-
raun sjö daga gamlir, vógu þá 29.5 kg að
meðaltali. Öðrum var slátrað 90 daga, hin-
um 100 daga gömlum. Lífþungi við slátr-
un var 67.5 kg að meðaltali og kjötþungi
31.05 kg, eða 46%. Þeir voru að meðaltali