Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Page 44

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Page 44
42 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR Mynd 2. Beitartilhögun sumarið 1958. Reitirnir sýna þau hólf, sem beitt var á hvern dag. Fig. 2. Arrangement of grazing in summar 1958. The rectangles indicate which grazing units were grazed by each group each day. — áb.dr. = fertilizer application. sl. = area cut for hay. dælum sumarið 1957 (Kristinn Jónsson og Stefán Aðalsteinsson, 1961), en hólfin voru alls 24 og hvert þeirra 0.4 ha að stærð. Áburðarmagn á beitilandið var 200 kg N, 150 kg P2Og og 80 kg KaO á ha, en áburðartegundirnar voru Kjarni (33.5% N), þrífosfat (45% PoOg) og klórsúrt kalí (50% K20). Hafa þessar áburðartegundir alltaf verið notaðar á tilraunabeitilandið frá og með sumrinu 1954 til og með sumr- inu 1961, að öðru leyti en því, að sumarið 1954 var notaður kalk-ammonsaltpétur (20.5% N), en árið eftir var farið að nota Kjarna, og hefur hann verið notaður svo til einvörðungu síðan. Steinefnaáburðinum var öllum dreift 17. maí, en köfnunarefnisáburðinum var þrí- skipt. Þriðjungi hans var dreift 17. maí, helmingnum dagana 5.—10. júlí og sjötta hlutanum 5.—10. ágúst. Beit hófst á tilraunalandinu 10. júní, urn leið og tilraun nr. 1 hófst, sjá mynd 2. Var kúnum aðeins beitt á helming beitilands- ins til 7. júlí. Hinn helmingur beitilands- ins hafði verið alfriðaður frarn að þeim tíma og sleginn dagana 30. júní og 2. júlí. Þegar beit hófst á friðaða landinu 7. júlí, var komin þar sæmileg há. Gengu tilrauna- kýrnar á hánni til loka tilraunar nr. 1 og kýrnar í tilraun nr. 2 allt tilraunaskeiðið. Sá hluti beitilandsins, sem beittur var fyrir 7. júlí, var síðan friðaður frá beit og sleg- inn 31. júlí. Tilraunakúm var ekki beitt á það land úr því, sjá mynd 2, en öðrum kúm og geklneytum var beitt á þetta land í september, eftir því sem spretta leyfði. Kýrnar gengu yfirleitt í tvo daga sam- fleytt á hverju hólfi nema dagana 4., 5. og 6. júní, en þá voru þær þrjá daga samfleytt á sömu hólfurn. Fyrstu sex dagana, sem kýrnar gengu á hánni, var þeim aðeins beitt í einn dag í einu á hvert hólf, en úr því voru þær tvo daga samfleytt á hverju hólfi, unz tilraun nr. 2 lauk.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.