Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Side 94

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Side 94
92 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR tvílembinga og einlembinga. Að meðaltali öll árin voru tvílembingshrútar fæddir 0.11 kg og tvílembingsgimbrar fæddar 0.10 kg þyngri í A-flokki en B-flokki. Hins vegar voru einlembingshrútar fæddir að meðal- tali 0.22 kg léttari og einlembingsgimbrar 0.32 kg léttari í A-flokki en B-flokki. Þessi munur milli flokka er lítill og óraunhæfur, en þó virðist tilhneiging til þess, að ein- lembingar séu fæddir léttari í A-flokki en B-flokki, gagnstætt því, er búast hefði mátt við. Hugsanleg skýring á þessu fyrirbrigði er sú, að þungu ærnar (A-fl.), sem gengu með einu fóstri, hafi verið ofaldar og því of feitar til þess, að fóstrið næði hámarks- vaxtarhraða. Tafla 1 E sýnir meðalvaxtarhraða lamb- anna í grömmum á dag frá fæðingu til rún- ings. Einlembingsgimbrar í A-flokki vaxa að meðaltali 27 g rneira á dag en í B-flokki, en þær eru fáar (sjá viðaukatöflur I—III), og er þessi munur óraunhæfur. Á einlemb- ingshrútum og tvílembingum er enginn munur á vaxtarhraða milli flokka á þessu tímabili. Þessar niðurstöður benda til þess, að léttu ærnar séu jafngóðar mjólkurær og þær þungu. Tafla 1 F sýnir vaxtarhraða lambanna frá fæðingu til 1. október. Munur milli flokka er mjög lítill og óraunhæfur, mest- ur á einlembingsgimbrum 17 g á dag, þungu ánum í vil. Þetta sýnir enn fremur, að mismunur þyngdar ánna hefur ekki áhrif á vaxtarhraða lambanna, er líður á sumar- ið, og áhrif mjólkurinnar gætir minna en fyrr á vaxtarskeiðinu. Tafla 1 G sýnir þunga lamba á fæti 1. október, leiðréttan fyrir aldri. Lömbin und- an þungu ánum (A-flokki) eru aðeins þyngri, en þó er munurinn óraunhæfur. Mestur er munurinn á einlembingsgimbr- um 2.1 kg, en minnstur á tvílembingshrút- um 0.3 kg. Tafla 1 H sýnir afurðir ánna í dilkakjöti, þ. e. fallþunga lamba, leiðréttan fyrir aldri. Meðalfall tvílembingshrúta reyndist 0.14 kg þyngra og tvílembingsgimbra 0.17 kg þyngra í A-flokki en B-flokki. Meðalfall einlembingshrúta var liins vegar 0.17 kg þyngra í B-flokki en A-flokki, en einlemb- ingsgimbrar í A-flokki höfðu 1.35 kg Jiyngra fall en í B-flokki. Þessi munur er lítill og ekki raunhæfur, er bendir aftur til, að mjólkurlagni þungu ánnna sé ekki meiri en hinna léttu við þau skilyrði, sem féð á Hesti býr við, en Jrað er góð fóðrun yfir veturinn og fram í gróður og sæmilegt sauð- land bæði í heimalandi og afrétti aðra tíma árs. Tafla 1 I sýnir meðaldilkakjötsfram- leiðslu í hvorum flokki eftir tvílembu, ein- lembu og á, sem skilaði lambi. Þungu ærn- ar (A-flokkur) skiluðu aðeins meira dilka- kjöti til jafnaðar í Jnessi þrjú ár en léttu ærnar (B-flokkur). Nemur þessi munur þungu ánum í vil 0.19 kg eftir tvílembu, 0.59 kg eftir einlembu og 1.39 kg eftir á með lambi. ÁLYKTUNARORÐ Afurðir eftir á með lambi hafa líffræði- lega meira að segja en afurðir eftir fóðr- aða á, þar sem slys og ýmiss konar óhöpp hafa áhrif á það, hvort ær skilar lambi eða ekki. Hinn litli og óraunhæfi munur á afurðamagni milli flokkanna eftir tví- lembu annars vegar og einlembu hins veg- ar sýnir, að áhrif af þunga ánna gætir ekki á vaxtarhraða lambanna að neinum mun. Hins vegar gætir þess í afurðamagni eftir á, sem skilaði lambi, að þungu ærnar voru raunhæft frjósamari en hinar léttu eitt ár- ið af þeim þremur, er tilraunin stóð. Sé mismunur á fóðurkostnaði þungu og léttu ánna metinn til verðs, kr. 5.00 á fóð- ureiningu, og afurðamunurinn eftir á, sem skilaði lambi, er metinn kr. 85.00 hvert kg dilkakjöts með þeint afurðum, sem því fylgir (gæra og slátur), kemur í ljós, að af- urðir þungu ánna fram yfir Jiær léttu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.