Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Blaðsíða 5

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Blaðsíða 5
ÍSL. I.ANDBÚN. J. AGR. RES. ICEL. 1969 1,2: 3-23 Ræktun og rannsóknir á íslenzku grasfræi Klemenz Kr. Kristjánsson, fyrrverandi tilraunastjóri á Sámsstöðum Yfirlit. Athugun á fræræktun, svo og gæðum grasfræs, hefur verið gerð allt frá árunum 1920 við Gróðrarstöðina í Reykjavík og síðar við tilraunastöðina á Sámsstöðum. Gerðar hafa verið fræræktunartilraunir með 15 grastegundir og gæðamat framkvæmt á 1005 fræsýnum. Eru niðurstöður af athugunum á gróhraða, grómagni og þunga 1000 fræja gefnar í töflum, og er þar einnig getið tveggja gæðaflokka fræs. Af öllum fræ- sýnum féllu 61% í fyrsta gæðaflokk, en 39% í annan flokk. Á 38 árum voru á Sámsstöð- um alls framleiddar 25-26 smálestir grasfræs. INNGANGUR Við ræktun íslenzkra túna er sáning gras- fræs auðveldasta leiðin til þess að þekja flögin þéttum sverði. Til þeirrar sáningar er hentugast að nota fræ harðgerðra gras- tegunda og þá einkum íslenzkra fóðurgrasa. Víða erlendis er grasfræræktun auðveld og arðsöm. Hér á landi hefur framleiðsla grasfræs verið á dagskrá ræktunarmanna, samkvæmt þeirri skoðun að gott heimaræktað fræ hent- aði bezt íslenzkum túnræktarskilyrðum. Eftir 1920 var farið að huga að því, hvort gerlegt væri að framleiða grasfræ hér á landi. Árin 1921 og 1922 var safnað gras- fræi af túnvingli, vallarsveifgrasi og snar- rótarpunti víðs vegar um land. Fræ þetta var rannsakað á dönsku frærannsóknar- stofnuninni í Kaupmannahöfn (Statsfrö- kontrollen). Fræ þetta spíraði vel og reynd- ist heldur þyngra (þ. e. stærra) en fræ sömu tegundar, ræktað í Danmörku og Noregi. Þetta fræ var einnig vistað til ræktunar á tilraunastöð danskra búnaðarfélaga, Ötofte- gárd, og þar gert úrval, er síðar var sent til Gróðrarstöðvarinnar í Reykjavík. Þetta fræ af fyrrgreindum tegundum var svo bæði ræktað í Gróðrarstöðinni og síðar á Sáms- stöðum, og reyndist ekki taka fram því, sem greinarhöfundur safnaði hér á landi 1923 og 1924 í Reykjavík og víðar. Veturinn 1924 var hafizt handa um rann- sóknir á íslenzkræktuðu grasfræi með til- stuðlan Gísla Guðmundssonar gerlafræð- ings, er studdi greinarhöfund með ókeypis láni á húsnæði og nýjum tækjum, sem voru af sömu gerð og notuð eru á erlendum frærannsóknarstöðvum. Þessar rannsóknir voru gerðar árin 1924, 1925 og 1926 í Reykjavík á vegum Gísla og höfundar, en árið 1927 tók Búnaðarfélag íslands rann- sóknirnar að sér og keypti tækin af Gísla. Um þessar rannsóknir var gerð skýrsla (Klemenz Kr. Kristjánsson 1926). Árangur þessara rannsókna hneig mjög í sömu átt og þeirra rannsókna, sem gerðar voru á ís- lenzku grasfræi 1922 í Kaupmannahöfn. Um frærækt íslenzkra grastegunda var talsvert hugsað og á vegum Búnaðarfélags íslands stofnað til tilrauna á framleiðslu fræs í smáum stíl í gróðrarstöð félagsins í Reykjavík. Síðar — eða 1927 — var sett á stofn tilraunastöð á Sámsstöðum í Fljóts- hlíð, er átti að hafa að aðalverkefni að rannsaka framleiðslu af íslenzku grasfræi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.