Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Blaðsíða 79

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1969, Blaðsíða 79
TILRAUNIR MEÐ MJOLKURKÝR 77 IV. KAFLI Beitartilraunir sumarið 1961 RANNSÓKNAREFNI OG AÐFERÐIR Tilraunaverkefni og skipting kúnna í flokka Sumarið 1961 voru gerðar tvær beitartil- raunir í Laugardælum. Forskeið tilraunar nr. I hófst 11. maí. í þeirri tilraun voru 24 kýr, og liafði þeim verið skipt í fjóra jafna flokka, A, B, C, D, daginn áður eftir sörnu reglum og árin áður, sjá bls. 39. Á forskeiðinu bjuggu allir flokkar við sömu meðferð. Kýrnar voru inni til 25. maí, en þann dag var þeim fyrst beitt. Var þeim beitt á úthaga, hinn sama og beitt var á í tilrauninni sumarið áður og lýst er á bls. 59. Þegar beit hófst, var úthaginn illa sprottinn, og var kúnum gefin taða með beitinni, eins og þær vildu éta, og kjarnfóður eftir nyt, eftir sömu reglum og á innstöðunni, eins og tafla 20 sýnir. Hinn 6. júní var síðast gefið hey með beitinni, og daginn eftir hófst tilraunameð- ferðin. Var þá kúnum í A-flokki ekkert gefið með beitinni úr því, kúnum í B- flokki gefið Stewartssalt, kúnum í C-flokki G-salt og kúnum í D-flokki G-salt og kjarn- fóður með beitinni. Var kjarnfóður gefið eftir nyt eftir söntu reglum og í tilraun nr. 1 sumarið 1960, sjá töflu 12. Kjarn- fóðrið, sem gefið var, var hið sama bæði á forskeiði og tilraunaskeiði. Var það kúa- fóðurblanda SÍS, og fór 1.00 kg í 1 F.E., og í hverri F.E. voru 187 grömm af meltan- legri hreineggjahvítu. Saltgjöf var hagað þannig, að á mjöltum var sett fyrir hverja kú fata með þeirri steinefnablöndu, sem kýrin átti að fá, og var ákveðin fata fyrir hverja kú. Gat kýrin étið úr fötunni eftir vild, meðan á mjölt- um stóð. Voru saltföturnar vegnar með 2— 4 daga millibili og þannig fundið, hve mikið magn af salti hver kýr át á hverjum tíma tilraunaskeiðsins. í tilraun nr. 2 voru 18 kýr, sem skipt var í þrjá jafna ílokka, A, B og C, í byrjun tilraunar, 3. september. Kýrnar í flokkunum A og B gengu sam- an á túni (Framtúni) austan heimreiðar að Laugardælum, sjá mynd 1, og var kúnum í B-flokki gefið kjarnfóður með beitinni eftir nythæð eftir sömu reglum og í tilraun nr. 1, sjá töflu 12, en kúnum í A-flokki ekkert gefið með beitinni. Kjarnfóðrið í tilraun nr. 2 var afgangur af kúafóðurblöndunni, sem notuð var í til- raun nr. 1. Túnið var hólfað sundur með rafmagns- girðingu, og var fyrsta hólfið, sem kýrnar fengu, ætlað þeirn til dagsins, og var girð- ingin síðan færð undan kúnum daglega inn á óbitna hluta túnsins. Alls l'engu kýrnar til umráða 5.67 ha túns til beitar. Kýrnar í C-flokki gengu á 2.4 ha tún- spildu vestan heimreiðar að Laugardælum (Moshólstúni) og höfðu frjálsan aðgang að fóðurkáli á akri. Var fyrst hólfuð af spilda af akrinum, sem talin var nægja kúnum í viku, og var girðingin síðan færð undan kúnum eftir þörfum og miðað við, að nýja spildan nægði þeim næstu viku. Túnið, sem C-flokks kýrnar gengu á, var hólfað í tvennt í byrjun tilraunar, og gengu þær á öðrum helmingnum fyrri helming tilrauna- skeiðsins, en síðari hluta skeiðsins á allri spildunni. Báðar túnspildurnar, sem beitt var á, voru úr gamalræktuðu túni, og voru ríkj- andi grastegundir háliðagras, vallarsveif-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.