Studia Islandica - 01.06.1941, Side 28
26
íslands undir forystu Verdun de la Crenne, er síðar birti
stórt rit um ferðalög sín í Evrópu: Voyage fait par ordre
du roi en 1771 et 1772 en diverses parties de l’Europe etc.
Paris 1778, I—II (kaflarnir um ísland eru í I, 243—270
og II, 245—257).x)
í byrjun 19. aldar virðist tala franskra skipa við ísland
fara vaxandi.
1820 kemur skipið „Noel de la Mariniére“ til íslands og
var það sent út til að rannsaka fiskisvæði í Norðurhöf-
um.1 2)
1833 er sendur hingað til lands franskur foringi Jules
de Blosseville á skipinu „La Lilloise“ og átti hann að líta
eftir frönskum fiskiskipum, gera athuganir, er snerta
segulmagn jarðar o. fl. Kom skip þetta til Norðfjarðar og
Vopnafjarðar, en fór síðan vestur fyrir fsland og týndist
þar í hafi. Vakti þessi atburður mikla athygli og varð til
þess, að árið eftir (1834) var sent franskt skip til íslands
til þess að leita að Blosseville og félögum hans, en þeir
fundust aldrei. 1835 og 1836 var annað skip „La Recher-
che“ sent í sömu erindum.3) Kom „La Recherche“ til
Reykjavíkur 11. maí 1835 undir forystu Tréhouart, en á
skipinu voru einnig tveir franskir vísindamenn, Paul
Gaimard, er falið var að rannsaka dýralíf landsins, heil-
brigðisástand og hagfræðileg atriði, og Eugéne Robert,
er framkvæma átti rannsóknir í jarðfræði, steinafræði og
grasafræði. Fóru þeir víða um (í fyrri ferðinni vestur á
land um Borgarfjörð, komu í Ólafsvík, gengu á Snæfells-
jökul, fóru um Dali, Hrútafjörð og víðar, síðan til Geysis
og Heklu, til Krísuvíkur og víðar.4) Gaimard mælti á
latínu við fylgdarmenn sína, er voru stúdentar (meðal
1) Landfr.s. III, 96.
2) Landfr.s. III, 241.
3) Landfr.s. III, 242 o. áfr.
4) Frá þessu ferðalagi skýrir Robert í ritinu: Voyage en Islande
et au Groénland etc. Mineralogie et géologie par M. Eugéne Robert.
Paris 1840, 94—101.