Studia Islandica - 01.06.1941, Page 63
61
Þá hefir og komið út alllöng skáldsaga í París 1928, er
gerist í Noregi og á íslandi og nefnist: Au temps des
vikings. Nora la blonde. Vierge du bouclier, eftir Jean
Leune (455 bls.).
IV. FRAKKLAND í ISLENZKUM BÓKMENNTUM.
í fornum íslenzkum skáldskap er stundum minnzt á
Frakkland, Frankaríki, Franz (France) og Frakka,
Franka, Franzeisa, Franzesa, Franzmenn. Frakkland er og
stundum nefnt Valland. Sighvatr skáld Þórðarson (nál.
995—1045), er gerðist stallari Ólafs konungs helga, orti
m. a. Víkingarvísur um fólkorrustur Ólafs konungs, er
hann háði 1014 í Norður-Frakklandi. í vísum þessum
minnist Sighvatr á ýmis ’staðanöfn í Bretagne eins og
Fetlafjörð, Gríslupolla, Gunnvaldsborg, Hól (= Dol),
Leiru (= Loire), Peitu (= Poitou) og Varranda (= Guér-
ande). Hann kveður m. a.:
Malms vann, Mœra hilmir,
munnrjóðr, es kom sunnan,
gang, þars gamlir sung-u
sem störfuðu meðal frönsku fiskiskipanna. Félag þetta gaf að jafn-
aði út ársrit og birti þar m. a. greinir um starfsemina á Islandi
ásamt myndum þaðan. Hefir Pétur Þ. J. Gunnarsson lýst starfsemi
þessari í blaðagrein fyrir allmörgum árum (í Lögréttu). Það var
einnig siður þá að halda nokkurs konar minningarhátíð í Bretagne
á haustin, eftir að fiskiskipin komu af veiðum frá fslandi, og var sú
hátíð kölluð „Fétes des Islandais". Stóð hún yfir í 3 daga og hófst
með skrúðgöngu gegnum Paimpol, Plouezee og Plouar; öll skipin á
höfninni voru fánum skreytt og dansað á torginu allar nætur. Pétur
Þ. J. Gunnarsson var staddur á einni slíkri hátíð í Paimpol 1909 og
var, eins og borgarstjórinn þar komst að orði, sá eini „ekta“ íslend-
ingur, sem þar var staddur. Franskir sjómenn frá Bretagne, sem
stunduðu veiðar við ísland, kölluðu sig „Islandais“ og er hinn ungi
íslendingur, Pétur Þ. J. Gunnarsson, kom til Plouezec og var spurð-
ur, hver hann væri, og hann svaraði, að hann væri íslendingur, var
gerð sú athugasemd, að það væri ekki merkilegt, því að allir íbúar
þessa þorps væru kallaðir fslendingar!