Studia Islandica - 01.06.1941, Blaðsíða 67
65
lega keltnesk, um ástir Tristrams og Isandar eða ísodd-
ar), Elis saga ok RósamuncLu (um Elis, er var flæmdur
brott af föður sínum, lenti í bardögum við heiðingja, var
tekinn fastur og vann að lokum ástir konungsdótturinnar
Eósamundu), íventssaga Artúskappa, Möttidssaga (um
möttulinn, er gat aðeins farið saklausri og óspilltri stúlku
vel og var því sönnunargagn um sakleysi), Erexsaga, Par-
cevalssaga, Beverssaga (í Fornsögum Suðurlanda, upp-
runalega frönsk þýðing úr enska kvæðinu Bevis frá Han-
stone, er lenti í mörgum ævintýrum og eignaðist egypzka
konungsdóttur), Flóventssaga (Flóvent er ummyndun úr
Chlodovenc, er lenti í margs konar ævintýrum og eignaðist
að lokum Marsibilíu, dóttur óvinar síns, er var heiðinn).Þá
eru Flóres saga ok Blankiflúr (ástarsaga um tvö börn, er
fæddust sama dag, ólust upp saman og unnust hugástum,
en Blankiflúr er send til Babýlóníu, þar eð faðir Flóresar
áleit hana ekki jafngöfga syni sínum, en Flóres leitar hana
uppi, lendir í ævintýrum og nær henni og verður konung-
ur), Partalópasaga (ástarsaga um Marmóríu, keisaradótt-
ur í Miklagarði, og Partalópa, franskan konungsson),
Amíkus saga ok Amilíus (um tvo vini, er hjálpuðu hvor
öðrum í öllum hættum og þrengingum) o. fl. Loks er
Karlamagnússaga og kappa hans, ítarleg saga í 10 þátt-
um um Karl mikla keisara og kappa hans (t. d. Roland í
4. þætti; 8. þáttur er um Runsivalorustuna, þýðing á einu
af frægustu fornkvæðum Frakka „chansons de Roland“;
10. þáttur er um kraftaverk og jartegnir.1)
Það var eðlilegt, þegar rímnatímabilið hófst í íslenzk-
um bókmenntum, að margar rímur væri kveðnar um efni
fornaldarsagna og riddarasagna. Meðal rímna, sem ortar
eru út af riddarasögum, eru Skikkjurímur eftir Möttuls-
sögu. Möttulssaga er, eins og á var drepið, ein þeirra ridd-
1) í riti Fr. Fischers: Die Lehrvwörter, bls. 152 o. áfr., eru talin
upp þau erlend tökuorð, er koma fyrir í þessum sögum.
5