Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 3

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 3
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 3 Þingvallavatn er eitt stærsta stöðu- vatn Íslands og með þeim allra dýpstu, björtustu og fiskisælustu. En Þing- vallavatn er sannarlega miklu meira en þessar lýsingar segja til um. Þing- vallavatn er heill heimur, sannkallaður undraheimur, þar sem fléttast saman einstök jarðfræði og líffræði sem á hvergi sinn líka. Hér á flekaskilum Mið- -Atlanthafshryggjarins, eina staðnum þar sem ganga má á honum þurrum fótum, skiljast vestrið og austrið að, og nýtt land verður til í krafti eldvirkni á gosbeltinu sem sker landið í tvennt. Hér á Þingvallavatn heima – í ungu, lítt mót- uðu landi, landi tækifæra og nýsköp- unar, á vettvangi nýmyndunar og þró- unar lífs og jarðar. En þessi undraheimur er ekki eyland. Þingvallavatn og vatnasvið þess er órofa hluti af stærri heild, Íslandi og jörðinni allri og fylgir margslungnu samspili efnis og orku, á sífelldu iði og hringrás. Frumefni Þingvallavatns, vetnis- og súrefnisatóm, og samband efnanna, vatnsmólikúlin, hafa frá árdögum jarðar ferðast um loft, láð og lög og munu gera áfram. Sum vetnisatómin sem nú má finna í Silfru gætu hafa átt sér samastað í líkama risaeðlu fyrir um 65 milljón árum. Eftir tíu ár er ekki útilokað súr- efnisatóm í hreisturplötu murtu verði bundin í kjarnsýru kórónaveiru. Og enn stækkar heimurinn sem Þing- vallavatn tilheyrir, nú í menningarsögu- legu tilliti. Á Þingvöllum var stofnað eitt elsta löggjafarþing á Vesturlöndum árið 930. Síðan hafa Þingvellir verið samofnir sögu þjóðarinnar – friðlýstur helgistaður og sameiginlegur menn- ingar- og náttúruarfur alls mannkyns, eins og fært hefur verið til bókar í Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna, fyrst árið 2004 og síðar 2011. Þingvalla- vatn innan þjóðgarðsins fellur hér undir – blámi vatnsins og fegurð, brunnur vatns og lífs. Jónas Hallgrímsson skáld og náttúru- fræðingur kallaði Þingvallavatn bjarta vatnið fiskisæla fyrir nær tveimur öldum. Það gerði hann í kvæðinu Til herra Páls Gaimard sem hann orti Fransmann- inum til heiðurs og þakkaði fyrir fram- lag hans til rannsókna á náttúru Íslands. Með hinu bjarta vatni vísar Jónas vafa- lítið til tærleika Þingvallavatns, eins af megineinkennum vatnsins og lýsandi fyrir gerð þess og uppruna – hreint og tært lindavatn sprottið fram undan gropnum hraunum. Og lýsing Jónasar á gnægð fiskjar er einnig sannleik- anum samkvæm. Mælingar með vís- indalegum aðferðum nútímans hafa sýnt að vatnið getur gefið af sér um 45 kg af fiski af hverjum hektara á ári, alls um 380 tonn. Það er óvenju mikil fram- leiðni fyrir stöðuvatn á svo norðlægum slóðum. Jónas gerir náttúru Þing- vallasvæðisins einnig snilldarleg skil í kvæðinu um Fjallið Skjaldbreið þar sem hann lýsir af næmleik vatnanáttúru og sköpun jarðmyndana á svæðinu. Jónas nam náttúrufræði við Hafnarháskóla og það er ekki fjarri að kalla hann fyrsta íslenska vistfræðinginn, svo heildstætt sem hann skynjar náttúruna. Annar vistfræðingur og nær okkur í tíma er Pétur M. Jónasson pófessor emeritus í vatnalíffræði við Hafna- háskóla. Pétur, sem verður 100 ára í ár, hefur á langri ævi helgað sig rannsóknum á sviði vatnavistfræða og fengist við athuganir á stöðu- og straumvötnum á Íslandi, Danmörku, Noregi og víðar. Þetta hefti Náttúru- fræðingsins er helgað Þingvallavatni og gefið út Pétri til heiðurs fyrir hið stórmerka ævistarf hans og framlag á sviði vatnavistfræða og náttúruverndar, hér heima og erlendis. Sjónum er beint að Þingvallavatni og vatnasviði þess – vatninu sem Pétur kynntist ungur sem smali í Miðfelli og síðar meir sem forystumaður fyrir umfangsmiklum alþjóðlegum rannsóknum á vistfræði alls vatnasviðsins. Rannsóknir á Þingvallavatni og vatnasviðinu hófust að frumkvæði og undir forystu Péturs um og upp úr Vatnið bjarta Þingvallavatn – Undraheimur í mótun Náttúrufræðingurinn 90 (1) bls. 3–4, 2020 MYND Á FORSÍÐU: Fjósagjá opnast suður í Þingvallavatn við Leirur, skammt austan við Þingvallabæinn. Úr gjánni streymir tært og kalt lindavatn, 3–4 °C, árið um kring. Ljósmynd: Mats Wibe Lund.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.