Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 4
Náttúrufræðingurinn
4
1974 og stóðu fram til 1982–1984 þegar
aðrir tóku við keflinu. Pétur fékk til
liðs við sig öflugan hóp fræðimanna
hér að heiman og utan, einkum frá
hinum Norðurlöndunum, sérfræðinga
á sviði jarðfræði, veðurfræði, vatna-
fræði, efnafræði og líffræði með
áherslur á plöntu- og dýravistfræði
í vatninu. Það sem einkennir rann-
sóknaverkefnið öðru fremur, sem
jafnframt er lýsandi fyrir Pétur sem
fræðimann, er að það tekur til margra
ólíkra þátta og sviða náttúrufræðinnar,
niðurstöðurnar eru tengdar og flétt-
aðar saman og þannig hugað að við-
fangsefninu á heildstæðan, vistfræði-
legan hátt, ekki aðeins í Þingvallavatni
heldur á öllu vatnasviðinu.
Afraksturinn af Þingvallavatnsrann-
sóknunum undir stjórn Péturs hefur
verið birtur í ótal fagtímaritum og
bókum, á ráðstefnum og málþingum,
sem og í fjölmiðlum og á samfélags-
miðlum, jafnt fyrir almenning sem
fræðasamfélagið. Það er og meðal kosta
Péturs að kunna að miðla þekkingu og
fróðleik með miklum ágætum til lærðra
jafnt sem leikra. Rannsóknirnar hafa
leitt fjölmargt nýtt og áhugavert í ljós
– nýjar tegundir lífvera hafa verið upp-
götvaðar, þekking efld á þróunarfræði-
legum þáttum að baki tegundamyndun,
skilningur aukinn á flæði orku og efna
í fæðuvef vistkerfa og nýju ljósi varpað
á samspil jarðfræði-, vatnafræði- og líf-
fræðiþátta, svo eitthvað sé nefnt.
Landsmenn eiga Pétri M. Jónassyni
það að þakka að skilningur á Þing-
vallvatni, undrum þess og furðum er
jafn djúpur og heildstæður og raun
ber vitni. Þingvallavatn er ekki aðeins
stórt, djúpt og fiskisælt stöðuvatn,
heldur órofa hluti af lífheiminum og
menningar- og náttúruarfi alls mann-
kyns. Fylgjum Pétri að máli – stöndum
vörð um gersemina Þingvallavatn og
náttúruna á öllu vatnasviðinu. Þá eykst
lífshamingjan og komandi kynslóðir fá
notið hennar í ríkari mæli en ella.
Hilmar J. Malmquist,
vatnalíffræðingur og forstöðumaður
Náttúruminjasafns Íslands
Þingvellir og Þingvallavatn. Almannagjá til hægri, Flosagjá til vinstri og Hengill í bakgrunni. – View to southwest over Þingvellir and Lake Þing-
vallavatn. Almannagjá fissure to the right, Flosagjá fissure to the left, and central volcano Hengill far south. Ljósm./Photo: Mats Wibe Lund.