Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2020, Page 9

Náttúrufræðingurinn - 2020, Page 9
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 9 FLÓÐ Mikil flóð geta komið í Öxará eins og títt er í öllum dragám landsins (3.–4. mynd). Þau geta orðið af völdum mik- illa rigninga eða mikilla snjóleysinga en mestu flóðin verða að líkindum þegar þetta tvennt fer saman, stórrigning og asahláka að vetri. Engar mælingar eru til um flóð í Öxará en ár á borð við hana geta auðveldlega tífaldað meðal- rennsli sitt í flóðum. Flóð í Öxará geta líka stafað af klakastíflum samfara leys- ingum. Þá kemur fyrir að áin eða kvísl úr henni fari úr farvegi sínum og falli niður í Almannagjá norðan við Öxarár- foss. Í janúar 2012 urðu slík flóð í ánni. Þessa lýsingu má lesa í á vefsíðu þjóð- garðsins um þann atburð: „Í hlýindum og leysingum helgar- innar varð til nýr Öxarárfoss. Klaka- stífla myndaðist rétt neðan við brúna á Öxará á þjóðvegi 36 sem gerði það að verkum að leysingavatn leitaði norður með veginum og féll svo niður í Stekkjargjá. Töluvert vatn rennur um þennan tímabundna farveg og fellur tignarlega um 10 metra niður í afgjá tæpa 300 metra norðan við Öxarár- foss. Vatnið rennur inn í Stekkjargjá og fellur niður með göngustíg sunnan við Furulundinn og breiðir úr sér yfir Efrivelli.Vellirnir voru umflotnir vatni í gær og erfitt fyrir ferðamenn að fara um. Vatn hefur sjatnað nokkuð en þó er mikið vatn á Efrivöllum fyrir neðan Furulundinn. Um tíma steyptist leys- ingavatnið niður á vellina norðan megin við Furulundinn sem er frekar óvenjulegt. Meðan klaki er í jörðu og klakastíflan heldur við má búast við að vatnið leiti í þennan farveg.“7 Flóðið sem hér er lýst var ekki einstakur atburður því hinir sléttlendu Efrivellir eru allir myndaðir í slíkum flóðum. ÞURRÐIR Fyrirbæri sem tengjast Öxará eru svokallaðar þurrðir. Þá þverr áin veru- lega eða hverfur jafnvel alveg. Þetta stafar jafnan af þurrkum. Þá er það lík- lega einungis neðsti hluti árinnar sem þornar, þ.e. kaflinn frá hrauninu neðan Brúsastaða og niður fyrir Drekkingarhyl. Í ferðabók Eggerts og Bjarna er minnst á þurrðir í Öxará: „Sannanlegt er að hún hefur þorrið nokkrum sinnum. ... Annar okkar hefur séð hana hverfa árið 1740. Þornaði áin þá um þingtímann, svo hægt var að ganga þurrum fótum yfir hana milli kirkjuráðsins (e. Consistor- ium) og lögréttu. Einkennilegast var þó, að hún óx ekki smám saman, á sama hátt og hún minnkaði, heldur braust hún skyndilega fram einn morgun, á meðan þurrkarnir héldust. Allir, sem á Þingvöllum voru staddir, urðu undrandi og vissu ekki, hvaðan á sig stóð veðrið, þegar allt í einu heyrð- ist gnýr mikill, um leið og áin steyptist í hinum þrönga farvegi sínum fram af klettunum ofan í Almannagjá. En ótt- inn hvarf af mönnum, þegar þeir sáu, að þetta var einungis Öxarárfoss, sem kominn var í sinn fyrri farveg, sem áin hefur síðan haldið.“8 Margir annálar segja einnig frá þessum atburði á svipaðan hátt. Djáknaannáll 1740: „Öxará þornaði um þingtímann í 8 daga svo þurrt mátti ganga milli Þingvalla og þings- ins; einn morgun brauzt hún fram allt í einu en ei smám saman.“9 Sauðlauksdalsannáll 1740: „Þerra- sumar hið mesta og heynýting bezta, grasvöxtur sæmilegur. Öxará þurr um alþing, kom þó fram seint og gaf hljóð áður, er hún hljóp fram úr gljúfrum.“10 Ölfusvatnsannáll 1740: „Svo miklir þerrar, að öngvir mundu þvílíka. Þá varð Öxará og margar aðrar smáar rennslur aldeilis þurrar, hverjar menn vissu ei nokkurn tíma þornað hafa, og víða drap sig fénaður í pyttum til að ná vatni.“11 Af annálunum að dæma virðist sem áin hafi komið fram áður en þurrkunum linnti. Eðlilegasta skýringin á því er sú að rignt hafi til fjalla án þess að menn veittu því eftirtekt, hugsanlega að næt- urlagi, enda var það að morgni sem áin tók að fossa niður í gjána. Ekki eru neinar heimildir um að áin hafi horfið gersamlega í seinni tíð, eftir 1740. Oft hefur þó minnkað það mikið í henni að auðvelt hefur verið að stikla yfir hana þurrum fótum. Í apríl 2013 þvarr áin nánast og í frétt á vefsetri Þjóðgarðsins „Öxarárfoss ekki svipur hjá sjón“ birtust myndir af fossinum eins og hann var þá, vart nema um metri á breidd og til sam- anburðar mynd af honum í vatnavöxtum þar sem breidd hans er 25–30 m.12 ÖXARÁRFOSS Enginn hefur lýst Öxarárfossi og umgjörð hans betur en Björn Th. Björnsson listfræðingur: „Þótt Öxarárfoss sé ekki mikill í mælingum (13–15 m hár), er hann sérkennilega fagur, og ber margt til þess. Hann fellur af jafnri brún og hæfilega breiðri til að ljá honum einkar þokkafull hlutföll. Stórgrýti er undir, en ekki hylur, og veldur það miklum úða. En þannig hagar hér við sól, að síðari hluta dags stendur hún skáhallt eftir gjánni og ljómar upp fosslöðrið, svo fágætt er að sjá. Umgerðin sem gjáhamrarnir mynda er ekki sísti feg- urðaraukinn, hvort heldur fossinn er í léttum sumarham eða í klakaböndum að vetri.“13 1. tafla. Rennslismælingar í Öxará 22. mars 2017. – Discharge measurements in Öxará March 22, 2017. Staður Locality X Y °C µS/cm l/s Aths. Comments Við Brúsastaði Near Brúsastaðir Farm 396267 421128 0,8 52,7 1410 Mælt milli kl. 11 og 12 Time 11–12 Ofan við Öxarárfoss Upstream of Öxarárfoss 397243 420039 2,3 53,2 1190 Mælt um kl. 14 Time around 14 Við brúna á Völlunum The bridge at Þingvellir 397115 418972 3,1 60,6 1300 Mælt milli kl. 16 og 17 Time 16–17
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.