Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 36

Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 36
Náttúrufræðingurinn 36 Vatnavistfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur M. Jónasson Gísli Már Gíslason, Hilmar J. Malmquist og Sigurður S. Snorrason PÉTUR M. JÓNASSON, vatnavistfræðingur og prófessor em- erítus, fæddist í Reykjavík fyrir hartnær hundrað árum og er enn að við rannsóknir og skriftir. Hann kynntist ungur gjöfum og töfrum Þingvallavatns sem smali á Miðfelli við vatnið austanvert. Á löngum og glæstum starfsferli hefur Pétur sem náttúruvísindamaður og brautryðjandi í vatna- vistfræði verið einstaklega iðinn við að fræða bæði almenn- ing og vísindasamfélagið um lífverur og vistkerfi í vötnum á norðurhveli jarðar. Rannsóknir Péturs og samstarfsmanna hans ná til nokkurra landa en eru einna umfangsmestar á Íslandi, á Mývatni og Þingvallavatni. Samhliða vísindastarfi og útgáfu rita hefur Pétur unnið ötullega að verndun vatna- vistkerfa sem hann hefur rannsakað. Það er Pétri öðrum fremur að þakka að bæði Mývatn og Laxá og Þingvalla- vatn eru vernduð með sérlögum sem koma eiga í veg fyrir INNGANGUR Á síðustu áratugum hafa náttúru- vernd og sjálfbær nýting náttúru- auðlinda öðlast æ mikilvægari sess í lífi okkar. Þetta endurspeglast meðal annars í nýjum lögum og margvíslegum breytingum á eldri lögum, svo og í bættri stjórnsýslu hvað þessi mál varðar. Þekk- ing á náttúrunni og skilningur á ferlum náttúrulegra breytinga eru einar af höf- uðforsendum þess að stjórnvöld geti tekið skynsamlegar ákvarðanir um nýt- ingu og vernd náttúruverðmæta. Um miðja síðustu öld óx úr grasi kynslóð náttúruvísindamanna sem gerðu sér ljósa grein fyrir þessu. Jafnframt var þeim ljóst að gera þyrfti stórátak við að kortleggja og rannsaka íslenska náttúru. Einn þessara vísindamanna er Pétur M. Jónasson, sem þetta sérstaka tölublað Náttúrufræðingsins um Þingvallavatn er tileinkað. MÓTUN VÍSINDAMANNS Pétur Mikkel Jónasson fæddist 18. júní 1920 í Reykjavík. Á unga aldri dvaldist hann hjá afa sínum og ömmu í Miðfelli á bökkum Þingvallavatns og þar drakk hann í sig stórbrotna náttúru Þingvallasveitar. Hann tók þátt í írekstri kviðsiginna djúpbleikja, hlustaði á vatnið krauma á lygnum haustkvöldum þegar murtan gekk á grunn til hrygn- ingar og á átti fótum fjör að launa þegar snæugla sótti að honum við Prestastein undir fellinu. Síðar átti það fyrir Pétri að liggja að helga sig rannsóknum á náttúru vatna, ekki síst Mývatns og Þingvallavatns. Að loknu stúdentsprófi við Mennta- skólann í Reykjavík árið 1939 hélt Pétur til náms við Hafnarháskóla og lagði þar stund á líffræði. Það var einkum faðir Péturs sem hvatti hann til skólagöngu og utanfarar þrátt fyrir lítil efni og þröngan kost. Seinni heimsstyrjöldin skall á þegar Pétur var á leið til Kaup- mannahafnar um borð í Brúarfossi og þar ílentist hann og dvaldist öll stríðs- árin við kröpp kjör. Í fyrstu stóð hugur Péturs til náms í fiskifræði og hafði hann sérstakan áhuga á að vinna með ýsu (Melanogrammus æglefinus). Á þessum tímum var stækkun landhelgi Íslands mjög til umræðu og meðal annars borið við nauðsyn þess að grípa til verndaraðgerða vegna ofveiði botnvörpunga, eins og þá hétu, á flatfiski og ýsu.1 Haft er eftir Pétri að þetta hafi haft áhrif á hann. Það ýtti enn frekar undir áhuga Péturs á fiskifræði að á útstíminu með Brúarfossi, sem kom við á Norðfirði til að taka frosinn fisk, sá Pétur til breskra togara á veiðum, nán- ast uppi í harða landi. Þegar hann kom í Hafnarháskóla var C.G. Johannes Pet- ersen prófessor í sjávarlíffræði nýlega að vistkerfin með hinum einstöku náttúruundrum sínum spillist af völdum manna. Pétur hefur einnig unnið einarð- lega að verndun Esrom-vatns, næststærsta stöðuvatns Danmerkur. Auk framlags Péturs á sviði náttúrurann- sókna, og þar að lútandi útgáfu og miðlun, hefur Pétur lagt drjúgt fram til varðveislu menningararfs þjóðarinnar með veglegum bóka- og tímaritagjöfum til landsmanna. Þar er einkum um að ræða náttúrufræðirit, mest frá Evrópu, sem mörg hver eru gömul, fágæt og dýrmæt. Pétur hefur sannað með góðu fordæmi og á árangursríkan hátt hversu miklu einstaklingur getur áorkað til aukins skilnings á nátt- úrunni og mikilvægi skynsamlegrar umgengni við hana, þegar saman fara vísindaleg nákvæmni, rökhyggja, fróð- leiksþorsti og færni til að miðla bæði þekkingu og væntum- þykju um undur náttúrunnar. Náttúrufræðingurinn 90 (1), bls. 36–47, 2020
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.