Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 48

Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 48
Náttúrufræðingurinn 48 Ritrýnd grein / Peer reviewed Hreiðurgerð og hrygningaratferli hornsíla í Þingvallavatni Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir TVEIMUR AFBRIGÐUM HORNSÍLA hefur verið lýst í Þingvallavatni og eru afbrigðin erfðafræðilega aðskilin. Þar sem erfðafræðilegur aðskilnaður finnst á milli afbrigða, eða hópa, án landfræðilegs aðskilnaðar, hlýtur eitthvað annað að koma í veg fyrir að þessir einstaklingar æxlist. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að ólík afbrigði hornsíla kjósa mismunandi staði til að byggja hreiður og velja ólík efni til hreiðurgerðar. Hreiðrið er einn af þeim þáttum sem hornsílahrygnur nota til að velja sér maka, og ólík hreiðurgerð á ólíkum búsvæðum kynni því að hafa stuðlað að aðskilnaði afbrigða í Þingvallavatni. Í þessari rannsókn var kannaður breytileiki í biðlunaratferli og hreiðurgerð hornsílahænga í Þing- vallavatni og athugað hvort sá breytileiki hefði áhrif á val hrygna á hængum. Niðurstöðurnar sýndu að jafnvel við staðlaðar aðstæður í rannsóknarstofu er hreiðurgerð hænga frá ólíkum búsvæðum mismunandi. Hængarnir af hraun- búsvæðum byggðu hreiður sem voru fest upp við vegg og hrygnur af hraun- búsvæðum sýndu meiri áhuga á hængum með slík hreiður. Leiða má líkur að því að ólík hreiðurgerð endurspegli umhverfisaðstæður á hverju búsvæði og sé þáttur í erfðafræðilegum aðskilnaði hornsíla innan vatnsins. INNGANGUR Hornsíli (Gasterosteus aculeatus) eru breytileg í svipfari og geta þrifist við fjöl- breyttar aðstæður. Þau finnast því víða, bæði í sjó, ísöltu vatni og fersku vatni um allt norðurhvel jarðar. Hornsíli eru ein af þeim fjölmörgu tegundum fiska þar sem hængarnir sinna alfarið umönnun hrognanna og síðan seiðanna fyrst eftir klak.1 Í upphafi hrygningartímans helga hængarnir sér svæði, byggja hreiður og reyna að laða að hrygnur (1. og 2. mynd). Mökunaratferlið er tilþrifa- mikið: Hængurinn syndir í gegnum hreiðrið og síðan í tenntu hreyfimynstri (e. zig-zag dance) upp til hrygnunnar. Að því gefnu að hrygnan sýni áhuga, með því að beina höfðinu upp, stingur hængurinn bakgaddi í kvið hrygnunnar og syndir því næst aftur að hreiðrinu. Hrygnan fylgir gjarnan á eftir til að skoða hreiðrið og í einstaka tilfellum hrygnir hún strax. Það er þó algengara að þessi „biðlunardans“ sé endurtekinn nokkrum sinnum áður en hrygning á sér stað, og hrygnan getur hafnað hængnum hvenær sem er í ferlinu. Fleiri en ein hrygna getur hrygnt í sama hreiður og sama hrygna getur hrygnt oftar en einu sinni yfir hrygningartímann, sem stendur í nokkrar vikur. Hreiðurgerð, viðhald hreiðursins, biðlunardans- inn og vörn ungviðis fyrir stöðugum afránstilraunum getur því gengið nærri hængum sem eru ekki í góðu næringar- ástandi í upphafi hrygningartímans. Í stærri vötnum eða í vatnakerfum með fjölbreyttar vistfræðilegar að- stæður finnast oft fleiri en eitt afbrigði hornsíla.2,3 Fyrri rannsóknir á horn- sílum í Þingvallavatni sýna að afbrigði finnast innan vatnsins. Helsti munur- inn á þessum afbrigðum er talinn tengj- ast ólíkum kjörsvæðum hornsílanna, annars vegar hraunbotni við norður- hluta vatnsins og hins vegar kransþör- ungasvæði á 15–25 metra dýpi.4,5 Horn- síli af þessum tveimur búsvæðum eru erfðafræðilega aðskilin,6,7 nýta ólíka fæðu,8 sýna mismunandi fæðuatferli9 og velja oftar maka af sama svæði.10 Hornsíli hrygna hins vegar mun víðar í Þingvallavatni og eru til dæmis stórar hrygningarstöðvar á grunnum grónum botni meðfram austurströnd vatnsins.7 Það er því ekki hægt að flokka horn- síli í vatninu eingöngu sem tvö afbrigði heldur fylgir breytileiki í útliti, atferli og erfðum flóknara mynstri og skýrist að hluta til af landfræðilegri fjarlægð.7 Erfðafræðilegur aðskilnaður mælist á milli þessara hópa hornsíla án þess að þau séu landfræðilega aðskilin og hlýtur því eitthvað annað að koma í veg fyrir erfðablöndun. Valmökun (e. assortative mating) hefur mikið verið rannsökuð í tengslum við afbrigða- og tegunda- myndun án landfræðilegra hindrana og það er sérstaklega algengt að dýr velji sér maka sem líkist þeim sjálfum, svo sem að stærð eða lit.11 Tengsl eiginleika sem eru undir náttúrulegu vali og eigin- leika sem tengjast valmökun eru raunar lykilforsendur margra tölfræðilegra lík- ana um tegundamyndun án landfræði- legs aðskilnaðar.12 Skýrustu dæmin eru þegar val á heppilegu búsvæði og hrygningarsvæði tengist13 eða þegar maki er valinn vegna eiginleika sem eykur lífslíkur í umhverfinu. Þetta gæti til dæmis átt við um eiginleika tengda umönnun hrogna og seiða. Náttúrufræðingurinn 90 (1), bls. 48–56, 2020
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.