Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 55

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 55
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 55 hverjum hæng og hrygnurnar byggja val um hrygningu að einhverju leyti á þessum eiginleikum, þá getur breytileiki í hreiðurgerð stuðlað að valmökun og aðskilnaði afbrigða. Sambærileg áhrif kæmu fram hvort sem val hrygnunnar er meðfætt, þ.e. arfbundið, eða lært, þ.e. að hrygnurnar velja hreiður lík þeim sem þær þekkja eða eru vanar. Byggi valið á lærðri hegðun er aðskilnaður þó mun háðari öðrum breytingum. Það er vert að taka fram að í þessari tilraun höfðu hrygnurnar einungis möguleika á að meta hreiðrin úr fjarlægð. Horn- sílahrygnur taka fjölda ákvarðana við val á hæng til hrygningar, og líklega er einn eiginleiki metinn í einu, svo sem útlit hængsins, biðlunardans, hreiður- gerð o.s.frv.31 Þeir eiginleikar sem gefa til kynna fyrsta val, og þar með þau merki sem endurspegla val hrygnunnar í þessari rannsókn, segja því hugsan- lega ekki alla söguna. Það væri áhuga- vert að rannsaka þætti hreiðurgerðar í makavali, með því að hrygnunum væri gefinn kostur á að hrygna frekar en að byggja mat á vali þeirra á tímanum sem þær verja nálægt hængunum. Slík til- raun krefst hins vegar mun meiri sýna- stærðar og annars konar aðstæður í til- raunabúrum þar sem það er nær ómögu- legt að hafa tvo hænga með hreiður í sama búri vegna þess hve árásargjarnir þeir eru yfir hrygningartímann. Þrátt fyrir takmarkað umfang og þar með skýringarmátt rannsóknarinnar, einkum vegna lítillar sýnastærðar, komu fram áhugaverðar niðurstöður. Staðfestur var breytileiki í hreiðurgerð hænga af ólíkum hrygningarsvæðum í Þingvallavatni, meðal annars á milli hraun- og kransþörungaafbrigða. Það var hægt að skilgreina þrjár gerðir af hreiðrum og hreiður hraunhænga reyndust óvenjuleg að því leyti að þau voru uppreist. Breytileiki í mökunarat- ferli var til staðar og tengdist að einhverju leyti hreiðri og hreiðurgerð. Hængar frá kransþörungasvæðinu vörðu mun meiri tíma en hinir hængarnir til að snyrta hreiðrin og sinna þeim. Þá völdu hrygnur af hraunsvæðum frekar hænga með uppreist hreiður. Það bendir til hlutverks hreiðurs við makaval og jafn- vel valmökun á milli afbrigða. ABSTRACT NEST STRUCTURE AND MATING BEHAVIOUR OF LAKE ÞINGVALLAVATN STICKLEBACK Genetically distinct ecotypes of threespine stickleback have been described within Lake Þingvallavatn, South Iceland. As the genetic divergence is maintained without geographical iso- lation or significant distance, another mechanism of reproductive isolation must be in effect. Previous research has shown that males from different stick- leback ecotypes prefer different nest sites and nest material. Nests are among the traits that female sticklebacks use to evaluate potential mates and nest sites and nest types may therefore both contribute to reproductive isolation of ecotypes. In the current study variation in nest structure and mating behav- ior was examined for male stickleback from different habitats within Lake Þingvallavatn and tested if this variation contributed to female mate preference. The results showed that even under standard laboratory conditions males from different habitats built different nests. Specifically, the males from the lava habitat built unusual up-built nests and concurrently females from the lava habitat preferred males with up-built nests. It can be concluded that nest type to some extent reflects habitat type and that nests may contribute to diver- gence of threespine stickleback within Lake Þingvallavatn. 3. tafla. Niðurstöður líkans sem kannar hvort val hrygna af hraunsvæði annars vegar og grunnum leirbotni hins vegar tengdist stærð hængs, biðlunaraferli hans eða hreiðurgerð. Marktæk gildi eru feitletruð. – Results of the linear model examining female preference for male and nest traits. Significant values are presented in bold type. Hrygnur af hraunsvæði / Females from the lava habitat Hrygnur af gróinni botngerð / Females from the shallow vegetated habitat Metið gildi Estimate SS SE z gildi z value p gildi p value Metið gildi Estimate SS SE z gildi z gildi p gildi p gildi Skurðpunktur / Intercept 11,162 7,193 1,552 0,12 2,916 45,862 0,064 0,949 Meginþáttur 1 / PC 1 -0,057 0,175 -0,33 0,74 3,17 2,975 1,065 0,287 Meginþáttur 2 / PC 2 -0,576 0,197 -2,922 <0,01 -10,084 12,319 -0,819 0,413 Meginþáttur 3 / PC 3 0,284 0,331 0,858 0,39 -3,443 4,175 -0,824 0,41 Meginþáttur 4 / PC 4 0,796 0,434 1,835 0,06 6,877 6,903 0,996 0,319 Stærð hængs / Male size -2,93 1,654 -1,772 0,07 -9,336 11,69 -0,799 0,424 Biðlunaratferli / Courtship intensity 0,387 0,202 1,916 0,05 12,394 6,292 1,97 <0,05
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.