Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 65

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 65
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 65 Ritrýnd grein / Peer reviewed Efnabúskapur Þingvallavatns Eydís Salome Eiríksdóttir og Sigurður Reynir Gíslason RANNSÓKN Á EFNABÚSKAP ÞINGVALLAVATNS hefur staðið yfir frá árinu 2007. Heildarstyrkur leystra efna bendir til þess að megnið af innflæði vatnsins hafi svipaða efnaeiginleika og Silfra. Styrkur næringarefnanna kísils, köfn- unarefnis og fosfórs var lægri í útfallinu en í lindunum sökum upptöku ljóstillífandi lífvera. Köfnunarefni er það næringarefni sem getur verið tak- markandi fyrir ljóstillífun í Þingvallavatni þar sem leystur fosfór er í ríkum mæli í lindarvatninu. Samanburður við gögn frá 1975 bendir til þess að styrkur nítrats hafi aukist í innstreymi Þingvallavatns, en ekki er hægt að merkja þá aukningu í útfalli vatnsins þar sem ljóstillífandi lífverur taka upp allt nítrat á dvalartíma vatnsins í Þingvallavatni. Hins vegar minnkaði styrkur kísils og fosfórs í útfallinu á rannsóknartímabilinu sem hér er greint frá, 2007–2014, sem bendir til aukinnar frumframleiðni í Þingvallavatni. Á sama tíma varð vart aukinnar sólblettavirkni, og er hugsanlegt að beint samband sé á milli vaxtar kísilþörunga og sólblettavirkni. Minni styrkur kísils og fos- fórs í Þingvallavatni bendir sterklega til þess að frumframleiðni í vatninu hafi aukist á rannsóknartímabilinu, vegna ljóstillífunar í dýpri lögum vatnsins þar sem styrkur köfnunarefnis er hærri en í yfirborði þess, vegna aukinnar ákomu köfnunarefnis á vatnasviðinu og/eða vegna aukinnar virkni köfnun- arefnisbindandi blágrænna baktería í vatninu. Aukin ákoma köfnunarefnis í Þingvallavatn veldur aukinni frumframleiðni í vatninu, þar sem nægilegt framboð er af fosfór. Það getur minnkað gegnsæi vatnsins og haft neikvæð áhrif á botngróður sem hefur mikla þýðingu fyrir dýralíf í vatninu. Það er því ljóst að takmarka þarf ákomu köfnunarefnis á vatnasviðið, hvort sem hún er staðbundin eða lengra að komin. INNGANGUR Sigdalurinn á Þingvöllum sker grunnvatnsborðið þannig að vatn safn- ast í Þingvallalægðina og myndar Þing- vallavatn. Þingvallavatn er 84 km2 að flatarmáli. Meðaldýpi er um 34 m, en mesta dýpi allt að 100 m1. Heildarrúm- mál vatnsins er 3 km3 og meðalrennsli úr vatninu er um 100 m3/s. Dvalartími vatnsins í Þingvallavatni er því 1 ár. Meðalrennsli grunnvatns til vatnsins er um 90 m3/s en yfirborðsvatns 5 m3/s. Úrkoma sem fellur á vatnið reiknast vera 4 m3/s.1 Árný Erla Sveinbjörnsdóttir og Sig- fús J. Johnsen2 segja um 90% vatnsins upprunnið í lindum sem falla í norðan- vert vatnið en að rennsli á yfirborði í vatnið sé um 10%. Um helmingur þess kemur úr Öxará1,3 og hinn helm- ingurinn úr Villingavatnsá og Ölfus- vatnsá. Grunnvatnið á rætur að rekja allt til Langjökuls. Það hefur runnið um langan veg neðanjarðar og ber með sér í stöðuvatnið leyst efni úr bergi og jarðvegi.3,4 Grunnvatnið kemur upp í miklum uppsprettum norðan við vatnið og úti í því norðanverðu.2,5 Auk leystra efna sem berast í vatnið með grunnvatnsstraumum eru þar sjávar- ættuð efni sem koma inn á vatnasviðið með úrkomu og önnur efni sem berast með yfirborðsvatni, sum vegna nátt- úrulegra ferla en önnur ekki. Samkvæmt grein Hákonar Aðal- steinssonar og félaga4 kemur um 64% af innstreymi í vatnið úr Silfru og um 20% úr Vellankötlu og öðrum lindum í Vatnsviki. Freysteinn Sigurðsson og Guttormur Sigbjarnason5 telja hins vegar að lindarvatnið skiptist í þrjá meginstrauma, Almannagjárstraum (Silfru) 30 m3/s, Hrafnagjárstraum (Vellankötlu) um 20 m3/s og Miðfells- straum um 25 m3/s. Hann fellur í aust- anvert vatnið sunnan undan Miðfelli. Auk þessara strauma renna um 5–10 m3/s í vatnið um opnar sprungur. Efna- styrkur í Miðfellsstraumi hefur lítið verið kannaður.5 Niðurstöður sýnatöku á því svæði árið 2015 benda til að um sé að ræða lindarvatn með svipaða efna- eiginleika og vatnið úr Silfru (1. mynd).6 Óhvarfgjörn efni ferðast með vatns- massanum að útfalli Þingvallavatns og berast til sjávar. Hvarfgjörn efni og nær- ingarefni tefjast innan stöðuvatnsins sökum efnahvarfa og upptöku lífvera í vatninu. Hér verður gerð grein fyrir mælingum á leystum efnum í lindum Þingvallavatns og útfalli við Steingríms- stöð frá 2007 til 2014 og eru til saman- burðar notuð gögn um leystan kísil úr sambærilegri rannsókn í Sogi við Þrast- arlund frá 1998 til 2014. Markmið rann- sóknarinnar var að safna upplýsingum um styrkbreytingar á leystum efnum innan árs og á milli ára og greina áhrif lífríkis og hugsanleg áhrif á efnastyrk í vatninu af mannavöldum. Náttúrufræðingurinn 90 (1), bls. 65–79, 2020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.