Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 80

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 80
Náttúrufræðingurinn 80 Ritrýnd grein / Peer reviewed Hlýnun Þingvallavatns og hitaferlar í vatninu FJALLAÐ ER UM MÆLINGAR á vatnshita í útfalli Þingvallavatns og lofthita á vatnasviðinu á 55 ára tímabili, frá 1962 til 2017. Einnig er greint frá vatns- hitamælingum sem hófust árið 2007 og varpa ljósi á lóðrétta hitaferla í vatns- bolnum. Rannsóknirnar staðfesta að Þingvallavatn hefur hlýnað umtalsvert á síðastliðnum 30 árum eða svo, frá lokum kuldaskeiðs sem stóð milli 1965 og 1985–1986, og fellur hlýnun vatnsins vel að hækkandi lofthita á vatnasviðinu. Ársmeðalhiti í vatninu hefur hækkað að jafnaði um 0,15°C á áratug, sem er álíka hlýnun og í öðrum stórum og djúpum vötnum á norðlægum slóðum. Mest er hlýnunin að sumri til (júní-ágúst) með 1,3–1,6°C hækkun á meðal- hita mánaðar á árabilinu 1962–2016. Fast á hæla fylgja haust- og vetrar- mánuðirnir (september-janúar) með hækkun á meðalhita mánaðar á bil- inu 0,7–1,1°C. Vegna hlýnunarinnar leggur Þingvallavatn bæði sjaldnar og seinna en áður og ís brotnar fyrr upp. Hlýnun vatnsins virðist einnig hafa eflt hitaskil og lagskiptingu í vatnsbolnum. Hugað er að afleiðingum hlýnunar- innar fyrir lífríki vatnsins. Sumar hverjar virðast þegar vera mælanlegar, svo sem aukin frumframleiðsla, og sverja þær sig í ætt við breytingar í vistkerfum í vötnum annars staðar á norðurslóð. Nýlega hafa fordæmalausar breytingar átt sér stað í svifþörungaflóru vatnsins með tilliti til tegundasamsetningar og vaxtarferils á ársgrunni, og kunna þær breytingar að stafa af samverkandi áhrifum frá hlýnun og aukinni ákomu næringarefna í vatnið. Hilmar J. Malmquist, Finnur Ingimarsson, Haraldur R. Ingvason, Stefán Már Stefánsson og Þóra Hrafnsdóttir INNGANGUR Loftslag á Íslandi hefur hlýnað umtalsvert á undanförnum tveimur öldum eða svo, um 0,8°C á öld á tímabil- inu 1798–2007. Þetta er í takt við hnatt- ræna hlýnun jarðar.1 Hlýnunin hefur þó verið skrykkjótt. Kulda- og hlýskeið skiptast á og á síðustu 30–40 árum hefur hlýnunin verið nokkru meiri hér á landi en á hnattræna vísu, um 0,47°C á áratug. Ummerki hlýnunarinnar eru víða greinileg í náttúru landsins. Einna skýr- ust eru áhrifin í bráðnun og rýrnun jökla með tilheyrandi auknu afrennsli, að minnsta kosti tímabundið.1,2 Afleiðingar hlýnunar í hafinu virðast einnig vera nokkuð skýrar. Sjór hefur hlýnað og súrnað vegna aukins koltvíildis og líf- ríkið hefur breyst.3,4 Sumar tegundir fiska hafa aukið útbreiðslu sína, nýjar kulvísar tegundir hafa bæst við en kald- sjávartegundir hörfað norður á bóg- inn.5,6 Fækkun í stofnum margra sjófugla hefur einnig verið rakin til hlýnunar og afleiðinga hennar, einkum breytinga í fæðuframboði.1 Afleiðingar hlýnunar á gróður og dýralíf á landi eru einnig til staðar en gagngerar rannsóknir þar að lútandi eru ekki margar. Vísbendingar eru um að vöxtur og framleiðni gróðurs hafi aukist við aukið magn koltvíildis og hækkandi lofthita og sjást þess líklega hvað best merki í birki sem vex nú bæði betur og ofar í landi en það gerði fyrir um hálfri öld.1,7 Rannsóknir í vatnalíffræði sem bein- ast gagngert að langtímamælingum á vatnshita og áhrifum loftslagshlýn- unar á vistkerfi stöðu- og straumvatna á Íslandi eru af skornum skammti. Höfundum er aðeins kunnugt um þrjú stöðuvötn þar sem vatnshiti hefur verið vaktaður reglulega til langs tíma sam- hliða athugunum á vatnalífríkisþáttum – Elliðavatn, Mývatn og Þingvallavatn, þar sem nokkurra áratuga samfelldar gagnamælingar liggja fyrir. Með hlið- sjón af vistfræðilegu og samfélagslegu mikilvægi ferskvatnsauðlindarinnar8–10 skýtur skökku við að ekki skuli vera meiri gróska en raun ber vitni í þess konar rannsóknum í stöðuvötnum. Ýmsar ógnir steðja að ferskvatns- auðlindinni og eru afleiðingar loftslags- hlýnunar meðal alvarlegustu vanda- mála sem við er að glíma.8,9,11 Afleiðingar hlýnunar eru mismunandi í straum- og stöðuvötnum og í jökul- og lindar- vötnum, og staðbundnir þættir, dýpi, hæð yfir sjó, landslag o.fl., ráða oft miklu. Í stöðuvötnum á norðurslóð er almennt reiknað með að hlýnun leiði til aukinnar ákomu næringarefna, sem eykur frumframleiðslu, sér í lagi í svif- vistinni.12,13 Í djúpum vötnum má búast við öflugri hitaskilum og lagskiptingu í vatnsbolnum milli hlýs yfirborðslags (ljóstillífunarlags) og kaldara undirlags. Skörp skil milli vatnslaga stuðla að ein- angrun hvors um sig, og kunna að hafa í för með sér skort á súrefni í undirlaginu og skort á næringarefnum í ljóstillíf- unarlaginu vegna þess að þörungar taka þau upp. Einkum er hætt við þessu Náttúrufræðingurinn 90 (1), bls. 80–99, 2020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.