Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2020, Page 83

Náttúrufræðingurinn - 2020, Page 83
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 83 Vatnshiti/Lake T (°C) — Stöð / Station NK2 4 m 8 m 16 m 24 m 32 m 40 m 2 4 6 8 10 12 14 Va tn sh iti /L ak e T (° C ) — S tö ð / S ta tio n LV 2 2 4 6 8 10 12 14 var ákveðið skjóta inn í þennan mánuð útreiknuðum gildum sem byggðust á meðaltali allra mælinga í janúar og mars 1963. Útreiknaða meðaltalið fyrir febr- úar var 1,8°C (n = 248) og var alls bætt við 112 slíkum gildum fyrir þann mánuð (28 dagar, 4 mælingar á dag). Meðal- vatnshiti í janúar 1963 var 1,6°C (n = 124) og 2,2°C í mars það ár (n= 124). Í samanburði ársmeðalvatnshita, sem nær sem fyrr segir til 47 ára, liggja til grundvallar alls 304.678 mælingar og 17.153 dagsmeðaltöl. Til að ganga úr skugga um notagildi vatnshitamælinga Landsvirkjunar við Efra-Sog sem metil á vatnshita úti í Þingvallavatni voru mælingar í aðvatni (aðrennslisvatni) á stöð LV2 bornar saman við mælingar sem gerðar voru samtímis á vegum Náttúrufræðistofu Kópavogs í vatnsbol Þingvallavatns. Vatnshitamælingar Náttúrufræðistofu Kópavogs úti í vatnsbolnum hófust árið 2007 og fara þær fram á fastri mælistöð úti fyrir miðju vatninu (stöð NK2, 1. mynd). Fram til maí 2010 var mælt með handvirkum fjölþáttamæli í vettvangs- ferðum en frá og með júní 2010 hafa mælingar verið gerðar með síritandi mælum á 4–10 mismunandi dýpum.16,25,26 Síritarnir hafa skráð hitann í vatns- bolnum á einnar klukkustundar fresti, frá 4 m og niður á 40 m dýpi, en botndýpi á stöðinni er um 43 m. Í umfjölluninni hér er horft til áranna 2011–2016 og valið tímabilið frá 1. júní til 30. október. Mæl- ingar sýna að vatnshitinn í vatnsbolnum er meira eða minna eins frá yfirborði og niður á botn frá því í byrjun nóvember og fram undir júníbyrjun.16,26–29 Við samanburð mælinganna voru notuð gögn úr síritunum þar sem þau eru mun ýtarlegri en úr fjölþáttamæl- inum. Þá er tíðni síritamælinganna álíka og á stöð LV2 í aðvatninu, skráning á klukkustundar fresti. Við samanburðinn var beitt línulegum aðhvarfsgreiningum á dagsmeðaltöl vatnshita í aðvatninu og úr síritum á stöð NK2 af 4 m, 8 m, 16 m, 24 m, 32 m og 40 m dýpi. Alls tóku síritagögnin til 596 sólarhringsmeðal- tala fyrir hvert dýpi á tímabilunum 5.6.– 24.10. 2012, 6.6.–14.10. 2013, 9.5.–24.10. 2014 og 23.5.–25.10. 2015. Síritarnir eru af gerðinni TidbiT-v- 2-Temp (Part # UTBI-001) frá Onset Computer Corporation og mæla þeir með 0,2°C nákvæmni.16,26 ÍSADAGAR Á ÞINGVALLAVATNS Gögn um ísalagnir, ísabrot og ísadaga á Þingvallavatni taka til áranna 1974–2017 og eru sótt í þrjár heimildir eftir mismunandi tímabilum.30–33 Með ísadögum er átt við fjölda daga sem allt Þingvallavatn hefur verið ísi lagt, með landfastan ís á miðju vatni þvert yfir að sunnan og norðan Sandeyjar, en vakir við kaldavermsl ásamt opnu suðvestan Nesjaeyjar.32 LOFTHITI OG VINDSTYRKUR Gögn um lofthita voru fengin frá Veðurstofu Íslands og taka til tímabils- ins 1962–2016. Ekki eru til samfelld gögn frá einni og sömu veðurstöðinni á vatnasviði Þingvallavatns fyrir allt tímabilið sem vatnshitagögnin ná til og voru því notaðar mælingar frá þremur veðurstöðvum sem ná yfir mismunandi tímabil (1. mynd), Þingvöllum (stöð nr. 945, 1962–1982), Heiðarbæ (stöð nr. 949, 1984–1991) og Leirum (stöð nr. 1596, 1995–2016). Ársmeðaltöl lofthita voru reiknuð út frá mánaðarmeðaltölum við- komandi árs og aðeins notuð gögn frá þeim árum þegar mælt var alla mánuði ársins. Árin 1982–1983, 1986, 1991, 1996 og 2013 voru ekki fyrir hendi mælingar alla 12 mánuðina. Við þetta má bæta að engin gögn um lofthita voru tiltæk frá veðurstöðvunum þremur fyrir árin 1992–1995. Gögn með mánaðarmeðal- tölum frá veðurstöðvum nr. 1, 945 og 949 voru sótt á heimasíðu Veðurstof- unnar34 en gögn frá Leirum voru sér- unnin hjá Veðurstofunni.35 Til að athuga nánar tengsl vindstyrks og vatnshita í vatnsbol Þingvallavatns, sér í lagi hvað varðar þróun lóðréttra hitaskila, var stuðst við vindmælingar frá veðurstöðinni á Leirum og notast við sólarhringsmeðaltöl í vindstyrk (m/s), mesta vindhraða (hæsta 10 mín. gildi á síðustu klst., m/s) og mestu hviðu (hæsta 3–5 sek.-gildi á síðustu klst.).36 Tengsl vinds og vatnshita voru könnuð á 2. mynd. Samtímamælingar á vatnshita í aðvatni á stöð LV2 og á sex mismunandi dýpum á stöð NK2 í vatnsbol Þingvallavatns. – Re- lationship between simultaneous temperature recordings at station LV2 and six different depths at pelagic station NK2 in Lake Þingvalla- vatn. Based on 596 daily means (1 record every hour) during early June and late October 2012–2015.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.