Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 91

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 91
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 91 loftslags í meira mæli en annars staðar á landinu og hvergi í öðrum landshlutum er munurinn meiri á meðalhita kaldasta og heitasta mánaðar hvers árs.41 Við þetta bætist að Mývatnssvæðið er eitt hið sólríkasta á landinu. Líkt og Þingvallavatn hefur Elliða- vatn hlýnað svo um munar. Hlýnunin er raunar öllu meiri í Elliðavatni á árs- grunni en í Þingvallavatni. Á tímabil- inu 1989–2010 hlýnaði Elliðavatn að jafnaði um 1,4°C á áratug,13–15 sem er nærri því tífalt meiri hlýnun en í Þing- vallavatni. Þessi mikli munur kemur ekki á óvart þegar hugað er að því hve grunnt Elliðavatn er og rúmmál vatns- ins lítið. Rúmmál Elliðavatns er aðeins um 2 Gl, nær 1/1500 af rúmmáli Þing- vallavatns, og meðaldýpið er aðeins um 1 m, sem er um 1/35 af meðaldýpi Þing- vallavatns. Varmaflutningar milli lofts og vatns í Elliðavatni og færsla varma í vatninu eru því mun skilvirkari og víð- tækari en í Þingvallavatni. Viðstöðu- tími Elliðavatns er margfalt styttri en í Þingvallavatni, 5–10 dagar á móti 330 dögum, en á móti kemur að um 50% af innstreyminu í Elliðavatn er af tiltölu- lega heitum dragavatnstoga mestan partinn úr ári, borið saman við um 10% írennsli af dragatoga í Þingvallavatn. Þá bætist við að Elliðavatn liggur um 25 m lægra yfir sjó en Þingvallavatn. HLÝNUN VATNA Á NORÐLÆGUM SLÓÐUM Hlýnun Þingvallavatns er sambæri- leg við hlýnun annarra stórra og djúpra vatna á norðlægum slóðum og vatna sem eru hátt upp til fjalla sunnar í Evrópu. Hlýnunin í Þingvallavatni, um 0,15°C á áratug, virðist þó ívið minni en flestra þessara vatna, en líta ber til þess að samanburður er oft erfiður vegna stað- bundinna þátta og ólíkra mæliaðferða. Sem dæmi um hlýnun vatna af framan- greindu tagi í útlöndum má nefna stóru vötnin tvö í Svíþjóð, Vänern og Vättern, Bodenvatn og Genfarvatn í Ölpunum og Windermerevatn á Englandi. Stærð þessara vatna spannar allt frá 15 km2 til 5.649 km2, meðaldýpið frá 25 m til 153 m og hæð y.s. 39–400 m. Hlýnun vatnanna á tímabilinu 1970–2010 hefur leikið á bilinu 0,20°C á áratug (Genfarvatn) til 0,63°C á áratug (Vänern).13 Í Genfar- og Windermerevötnum hefur lagskipting bæði eflst og lengst vegna hlýnunar.13,43 HITASKIL OG LAGSKIPTING Mælingarnar með hitasíritunum í vatnsbol Þingvallavatns staðfesta að allskörp hitaskil geta myndast í vatn- inu síðsumars, upp úr miðjum júlí og út ágúst, þegar ákveðin skilyrði eru fyrir hendi, þ.e. hlýtt veður og fremur stillt um tiltekinn tíma. Sumrin 2012 og 2016 voru í hlýrri kantinum, sem og árið 2010,44 og þá mynduðust skörp skil með afgerandi hitamun á afmörkuðum kafla, í millilaginu (e. metalimnion, thermocline) á milli yfirborðs- og undirlagsins á 15–25 m dýpi. Þegar vatnshitinn fellur um og yfir 1,0°C á hvern dýptarmetra á skilunum milli hlýja yfirborðslagsins og kalda undirlagsins, í millilaginu, eins og var í Þingvallavatni í júlí-ágúst 2010, 2012 og 2016, er jafnan talað um skörp eða ein- dregin hitaskil (e. direct stratification45). Slík eindregin hitabundin lagskipting (e. thermal stratification) er vel þekkt í djúpum stöðuvötnum erlendis45 en höf- undum er ekki kunnugt um að hitaskil af þessu tagi hafi verið mæld í öðru íslensku stöðuvatni en Þingvallavatni. Fyrri vatnshitamælingar á dýpt- arsniði í vatnsbol Þingvallavatns, gerðar seint á síðustu öld, gefa tilefni til að ætla að varmahagurinn hafi breyst með tilliti til hitaskila. Sumrin 1975, 1976, 1979, 1981, 1982 og 1984 var vatnshit- inn mældur á lóðréttu sniði á Miðfells- dýpi sem er ríflega 70 m (1. mynd),17 flest árin í maí-september. Niðurstöður þessara mælinga sýna að hitaskilin voru almennt veikari þá en nú. Hámarks- hiti í yfirborðslaginu á 1 m dýpi öll sex árin mældist 9,6–10,6°C og fór að því er virðist aldrei yfir 10°C fyrir neðan 5 m dýpi. Árin 2007–2016 mældist vatnshit- inn á 1 m dýpi aftur á móti 9,6–13,6°C. Nokkrum sinnum náði vatnið 10–12°C hita allt niður á 20 m dýpi (2010, 2012 og 2016) og í einu tilfelli, 10. ágúst 2012, náði vatnshitinn 12°C á 24 m dýpi.44 Munurinn á vatnshita milli yfirborðs- og undirlags var að sama skapi lítill á fyrra tímabilinu, í mesta lagi 4–5°C miðað við efsta 40 m dýptarkaflann. Hlýju árin 2010, 2012 og 2016 var munurinn á bil- inu 5–7°C. Hitaskil í Þingvallavatni virðast því hafa eflst í seinni tíð frá því sem var fyrir 30–40 árum. Staður hitaskilanna virðist aftur á móti vera svipaður bæði tímabilin, þ.e. á 15–25 m dýpi. Þá virðist tíminn sem hitaskilin vara vera svipaður bæði tímabilin, 5–6 vikur, ef undan er skilið sumarið 2012 þegar þau vöruðu í um átta vikur. Styrking hitaskila í Þing- vallavatni í kjölfar hlýnunar er í takti við breytingar víða í vötnum í Evrópu.43,46 Staður hitaskilanna í vatnsbolnum á 15–25 m dýptarkaflanum er breytilegur og aðallega háður lofthita og vindum. Því stilltara sem veður er, þeim mun dýpra liggja hitaskilin. Til að hræra upp í vatninu og jafna út vatnshitann þarf vindur að blása hvasst og ná um tíma að minnsta kosti 8–10 m/s meðalstyrk yfir sólarhring. Mæliniðurstöður úr fyrri rannsóknum á tengslum vindstyrks og þróun hitaferla í vatnsbol Þingvallavatns eru nokkuð á sömu lund og hér er lýst og benda til þess að vind þurfi að hreyfa með um og yfir 8 m/s til að jafna út hita milli yfir- og undirlags.17 Fari loftslag áfram hlýnandi og Þing- vallavatn hitnar enn frekar má búast við að öllu öðru óbreyttu að hitaskil í vatn- inu og lagskipting á sumrin styrkist. Hér skiptir þó miklu hvernig vindar blása, sérstaklega að sumri til. Það bíður frek- ari rannsókna hvernig sú þróun verður á ólíkum árstíðum og hver áhrifin verða á lagskiptinguna. ÍSINN HVERFUR Vegna hlýnunar leggur Þingvallavatn nú orðið sjaldnar og seinna en áður og ísa leysir fyrr af vatninu. Ábúendur við Þingvallavatn segja að á tímabil- inu 1950–1985 hafi vatnið jafnan lagt í annarri viku janúar, og var þá hægt að hefja netaveiðar undir ís.30 Iðulega stóð ísinn við í þrjá mánuði og eru ísa- brot (ísalausnir) oftast talin hafa verið í annarri viku apríl. Eftir aldamótin síðustu er nær lagi að ísalagnir séu um mánaðamótin janúar-febrúar og ísabrot á tímabilinu frá miðjum febrúar til miðs mars, ef vatnið leggur á annað borð. Fyrir síðustu aldamót er ekki kunnugt um marga íslausa vetur á Þingvallavatni. Þó voru með vissu tveir vetur íslausir á þriðja áratug aldarinnar sem leið, veturnir 1922–1923 og 1928–1929.30,31 Frá aldamótum hefur vatnið aftur á móti verið íslaust fjórum sinnum, veturna 2002–2003, 2005–2006, 2010–2011 og 2011–2012. Það er ekki einasta að Þingvallavatn leggi nú sjaldnar og ísinn liggi skemur á vatninu heldur bendir flest til þess að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.