Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2020, Qupperneq 104

Náttúrufræðingurinn - 2020, Qupperneq 104
Náttúrufræðingurinn 104 Ritrýnd grein / Peer reviewed Hlutfall laxaseiða á fyrsta ári við Alviðru, þar sem bitmýslirfur voru aðal- fæðan, var nokkuð stöðugt frá 2002 og hefur öll ár fram til 2016 verið yfir 56% (57–100%), en í 9 af 14 árum yfir 80% (6. mynd). Magasýni úr eldri laxaseiðum eru það fá á hverju ári að ekki er raun- hæft að greina breytileika á milli ára í fæðusamsetningunni. REK OG FÆÐA Við samanburð á rúmmálshlutfalli smádýrahópa á reki við Alviðru og í fæðu laxaseiða á sama stað og sama tíma árin 2005–2008 má greinilega sjá að munur var á því sem í boði var í rekinu og því sem síðan fannst í maga seiðanna, hvort heldur það voru 0+ eða 1+ og 2+ seiði (7. mynd). Mestur rúm- málshluti dýra á reki voru lirfur skor- dýra og voru lirfur bitmýs og rykmýs í mestu rúmmáli. Einnig voru púpur rykmýs og tvívængjur (flugur) nokkuð áberandi. Allnokkur breytileiki var þó á milli ára í vægi einstakra dýrahópa. Önnur smádýr á reki voru fyrst og fremst krabbadýr. Hlutur þeirra var oftast innan við 10% af rúmmáli í rekinu en þau fundust ekki í fæðu seiðanna. Sé litið til fjölda var hlutur krabbadýra langmestur af dýrum í reki eða að jafnaði 70,4% (frá 34 til 97%). Vorflugulirfur fundust aðeins í reksýnum árið 2005 og voru þá 0,1% af fjölda dýra í reki. Í fæðu 0+ laxa- seiða voru lirfur bitmýs öll árin yfir 60% af rúmmáli fæðunnar (62–83%). Hjá eldri og stærri seiðum voru bit- mýslirfur einnig í mestu rúmmáli flest árin (34–67%), en vorflugulirfur voru einnig áberandi (12–46%). Þrátt fyrir mikinn fjölda krabbadýra á reki fund- ust þau ekki í fæðu laxaseiðanna. Marktækt hærra hlutfall bit- mýslirfna var í maga laxaseiða en í reksýnunum við Alviðru (Kruskal- -Wallis; P=0,021, n=4). Á það ekki síst við um 0+ seiðin (7. mynd). Að sama skapi var mun lægra hlutfall rykmýslirfna í maga laxaseiðanna en mældist í reksýnunum (Kruskal- Wallis; P<0,001, n=4). Ekki reyndist marktækur munur fyrir rykmýspúpur (Kruskal-Wallis; P=0,131, n=4). Eitt af því eftirtektarverða við þennan samanburð er hve hátt hlutfall vor- flugulirfna var í maga laxaseiða, einkum eldri seiðanna, í samanburði við það sem veiddist af vorflugulirfum í reki við Alviðru (Kruskal-Wallis; P=0,019, n=4). UMRÆÐA Smádýr á botni, einkum skor- dýralirfur, eru þýðingarmikil fæða laxfiskaseiða í Sogi. Þetta líkist niður- stöðum rannsókna á fæðu seiða í öðrum ám á Íslandi.19,22 Lirfur bitmýs höfðu mest vægi hjá laxaseiðum bæði við Sakkarhólma og við Alviðru. Þetta helgast trúlega af því að smádýrasam- félög á botni Sogs einkennast öðru fremur af bitmýslirfum, en jafnframt eru rykmýslirfur áberandi botndýr8 þótt þeirra gætti lítið í fæðunni. Bit- mýslirfur eru síarar sem nýta sér lífrænt rek úr stöðuvötnum.4 Í Bugðu í Kjós, fremur vatnslítilli á (meðalrennsli um 3 m3/s) sem rennur úr Meðalfellsvatni, voru lirfur bitmýs langþýðingarmesta fæða laxaseiða næst útfallinu en lirfur rykmýs voru þýðingarmeiri þegar neðar kom í ána.19 Þetta er og í sam- ræmi við það sem fram kom í fæðu- rannsókn laxfiskaseiða í Úlfarsá16 og í Elliðaánum18,22 sem báðar eiga upptök sín í stöðuvötnum. Lirfur vorflugna voru í allnokkrum mæli í fæðu laxa- seiða í Sogi. Hlutur þeirra jókst með stærð og aldri seiða og voru þær þýð- ingarmesta fæða tveggja ára seiða við Alviðru. Í Elliðaánum hefur verið bent á að auk bitmýs hafi vorflugulirfur og 0% 10% 42 24 62 Lax / Salmon Urriði / Trout Bleikja / Charr Annað / Other items Fullorðin skordýr / Incecta imago Rykmýspúpur / Chironomidae pupae Vorflugulirfur / Trichoptera larvae Rykmýslirfur / Chironomidae tarvae Bitmýslirfur / Simuliidae larvae 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% 100% A B Tí ðn i s em a ða lfæ ða / P ro po rt io n as m aj or fo od it em 0% 10% N: 343 68 9 Lax / Salmon Urriði / Trout Bleikja / Charr 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% 100% Tí ðn i s em a ða lfæ ða / P ro po rt io n as m aj or fo od it em 4. mynd. Hlutfallsleg tíðni (%) laxa-, urriða- og bleikjuseiða í Sogi við Sakkarhólma (A) og Alviðru (B) með viðkomandi fæðugerð sem aðalfæðu (aðalfæða er sú fæðugerð sem er í mestu magni í maga). Sýnum frá Sakkarhólma var safnað í ágúst til september 1997–2016 og frá Alviðru frá ágúst til október 1986–2016. Seiðin við Sakkarhólma voru öll 0+ nema þrjú laxaseiði og eitt bleikjuseiði sem voru 1+. Seiðin við Alviðru voru frá 0+–2+. Neðan hverrar súlu er skráður fjöldi seiða hverrar fisktegundar. – Frequency of occurrence (%) of salmonid juveniles by age in River Sog at Sakkarhólmi (A) and Alviðra with food items as main food (food item that is in greatest volume in stomach). Based on fish sampled at Sakk- arhólmi in August to September 1997–2016 and at Alviðra in 1986–2016. All juveniles from Sakkarhólmi, except three salmon and one charr, were age 0+. Juveniles from Alviðra were 0–2+. Numbers of fish inspected for food analysis are shown below bars.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.