Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2020, Qupperneq 121

Náttúrufræðingurinn - 2020, Qupperneq 121
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 121 6. mynd. Vegna fjölgunar erlendra ferða- manna og vaxandi gegnumstreymisumferðar eftir að Lyngdalsheiðarvegur var opnaður hef- ur umferð um þjóðgarðinn fimmfaldast. Pétur taldi að nýi vegurinn mynd kalla á ónauðsyn- lega og óæskilega gegnumstreymisumferð og þar með meiri loftmengun sem bærist í vatnið. Það hefði frekari ofauðgun í för með sér sem spillti lífríki þess, eins og mörg dæmi eru um. Ljósm. Einar Á. E. Sæmundsen. c Þýð. höf. Textinn í bréfi Vegagerðarinnar: „However, during the environmental impact assessment the Environment and Food Agency of Iceland, which is a statutory consultee for such assessments, raised no objections concerning nitrogen pollution.“ Péturs á niðurstöðum héraðsdóms var að einn dómara átti ættir að rekja til Laugarvatns. Pétur taldi að sá dómari hefði sýnt sér óvirðingu þegar hann afþakkaði boð um að fá leiðsögn um það landsvæði sem til umfjöllunar var. Pétur vildi ekki gefast upp og lagði sjálfur til það fé sem þurfti til að taka málið fyrir í Hæstarétti. Dómur var kveðinn upp í málinu 1. október 2009.18 Niðurstaða héraðsdóms var staðfest og úrskurðað að hvor aðili um sig skyldi bera sinn kostnað af málinu. HEIMSMINJASKRÁ UNESCO Þingvellir voru samþykktir á heims- minjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, árið 2004 sem menningarminjar. Á þeim tíma var það stefna íslenskra stjórn- valda að svæðið kæmist einnig á skrá UNESCO sem náttúruminjar. Það kom skýrt fram af hálfu UNESCO að ekki kæmi til greina að skrá svæðið sem náttúruminjar á heimsvísu nema verndun næði til vatnsins alls. Í bréfi frá ICOMOS (International Council on Monuments and Sites) til Sigríðar Snævarr sendiherra Íslands í París 1. apríl 2004 segir meðal annars að nefndin hafi móttekið bréf sem staðfesti að íslensk stjórnvöld hafi samþykkt að stækka verndarsvæðið („extend the Buffer Zone“) til að það nái til vatns- ins alls. Í sama bréfi segir að áform- aður vegur megi ekki leiða til meiri umferðar, halda beri ökuhraða innan við 50 km á klukkustund og banna beri flutning á hættulegum efnum. Sú stefna íslenskra stjórnvalda að Þingvellir kæmust einnig á skrá UNESCO sem náttúruminjar var megin- ástæðan fyrir því að Alþingi setti lög um verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess í maí 2005.4 Verndarsvæðið náði til vatnsins alls og vatnasviðs þess og er því margfalt stærra en sjálfur þjóð- garðurinn (7. mynd). Vegur 365 er aug- ljóslega í andstöðu við inntak og anda laganna. Þar segir meðal annars í 3 gr.: „Innan verndarsvæðisins er óheimilt að gera nokkuð það sem getur spillt vatni eða mengað það, bæði yfirborðsvatn og grunnvatn.“ Vegagerðin gerði sér greinilega ljóst að það var á brattann að sækja gagnvart UNESCO. Í nóvember 2007 skrifaði Vegagerðin því Heimsminjaskrifstofu UNESCO (e. The World Heritage Centre). Bréfið undirritar vegamála- stjóri og er yfirskriftin: „Status of Þingvellir on the UNESCO World Her- itage list: The road Gjábakkavegur [Staða Þingvalla á heimsminjaskrá UNESCO: Gjábakkavegur].“ Þar segir meðal annars: „Við mat á umhverfis- áhrifum gerði Umhverfisstofnun, sem er lögbundinn umsagnaraðili, engar athugasemdir vegna niturmengunar.“c Þessi fullyrðing Vegagerðarinnar er ekki sannleikanum samkvæm. Í bréfi Umhverfisstofnunar til Vegagerðar- innar frá 10. október 2006 segir um þetta: „Umhverfisstofnun tekur undir það með kæranda [Pétri M. Jónassyni] að rannsóknir á vistkerfi Þingvallavatns sýni ótvírætt hvernig niturmengun virkar og ljóst að aukning í magni köfn- unarefnis (niturs) getur raskað jafn- vægi í lífríki Þingvallavatns. Það er mat Umhverfisstofnunar að náttúran eigi að njóta vafans í þessum efnum og að við lagningu Gjábakkavegar eigi að velja þann valkost sem er í mestri fjarlægð frá þekktum hrygningarsvæðum.“ Þegar Vegagerðin var beðin að leið- rétta villandi erindi til UNESCO var svarið að Vegagerðin hefði ekki vitað betur (bréf til Umhverfisstofnunar 21. desember 2007). Vegagerðin neit- aði einnig að senda leiðréttingu til UNESCO. Sá sem þetta ritar sá sig því knúinn til að skrifa UNESCO og upplýsa að Vegagerðin hefði veitt stofnuninni villandi upplýsingar. Vegagerðin fékk fleiri erindi þar sem reynt var að sýna fram á þá hættu sem gæti fylgt nýjum vegi á þessum stað. Á bls. 123 er texti úr bréfi til Vegagerðarinnar frá 22. febrúar 2007. Það sendu Ragnheiður H. Þórarins- Helstu rök sem komu fram í kæru- ferlum gegn framkvæmdinni: Helstu fagstofnanir segja í umsögnum að framkvæmdin hafi afar neikvæð áhrif á landslag, náttúru svæðisins og lífríki vatsins. Allt eru þetta verðmæti sem eru einstök á heimsvísu. Bent er á að gegnumstreymisumferð aukist (sjá 5. og 6. mynd) og Heimsminjanefnd Ís- lands mælir gegn framkvæmdum af þeim sökum. Hætta á að verðmætum grunnvatnsstraumi verði spillt. Fram- kvæmdin er ekki í samræmi við lög um verndun Þingvallavatns og vatna- sviðs þess.3 Aðrir og betri valkostir eru fyrir hendi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.