Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 132

Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 132
Náttúrufræðingurinn 132 Margt bendir til að bleikjuafbrigðin í Þingvallavatni séu á síðari stigum aðskilnaðar samkvæmt ofangreindu líkani (sjá einnig hjá Hendry, 2009122). Vistfræðilegur aðskilnaður þeirra er afgerandi og margþættur, og virðist nokkuð stöðugur milli árstíða og ára,8,35 og þau eru mjög ólík hvað varðar útlit og lífssögu.2–4,25 Bleikjuafbrigðin eru líka að talsverðu leyti æxlunarlega aðskilin. Það sést á samanburði erfðabreytileika milli þeirra45,46 o.v. og á staðsetningu hrygningarsvæða, árlegum hrygningar- tíma og mökunaratferli. Bleikjan hefur eins og aðrir laxfiskar útvortis frjóvgun og kemur hrognunum fyrir í malar- eða grjótbotni.124 Þannig hrygnir kuðunga- bleikjan í júlí og ágúst og velur til þess svæði þar sem kalt lindarvatn streymir upp. Þekktasti staðurinn er Ólafs- dráttur við norðausturströnd vatns- ins.34,125 Hrygningartími dvergbleikj- unnar spannar margra mánaða tímabil, allt frá ágúst og fram í desember, en hrygningartími murtunnar er nokkuð afmarkaður, hefst oftast um miðjan september og stendur í um fjórar vikur. Bæði þessi afbrigði hrygna við ströndina víða um vatnið. Sílableikja hrygnir að hausti víða um vatnið, en minna er vitað um ákveðna staði.3,4,34 Þessi mismunur í tíma og staðsetningu hrygningar getur vel skýrst af vistfræðilegum aðskilnaði afbrigðanna. Þannig má annars vegar hugsa sér að kuðungableikju, og að hluta dvergbleikju, sé kleift að þroska kyn- kerfi snemma á árinu vegna þess að þá er fullvaxinn vatnabobbi, sem er aðalfæða þeirra, aðgengilegastur.126 Hins vegar má benda á að seiðin njóta þess, að minnsta kosti í Ólafsdrætti, að fyrir seiði sem koma úr hrygningu í júlí-ágúst og þurfa að leita sér fæðu um veturinn er fæðu- framboð hlutfallslega mikið á þessum árstíma á lindasvæðum vatnsins.34 Aftur á móti er framboð langhalaflóar – sem er aðalfæða murtunnar – langmest síðla sumars og fram á haust,127 sem gerir henni kleift að þroska kynkerfi sem verða tilbúin síðla í september. Fóstrin þroskast síðan í botngrjótinu allan vet- urinn en klekjast og fara að leita sér fæðu þegar vorar og framboð hennar í umhverfi þeirra eykst.34 Við getum nefnt þennan aðskilnað í stað og tíma hrygningar vistfræðilegar hindranir (e. pre-zygotic reproductive barriers) á æxlun afbrigðanna sín á milli. Önnur æxlunarhindrun er makaval á hrygningarslóð, sem oftar en ekki tengist svipgerðarmun, oftast stærðarmun og/ eða litskrúði. Þetta er vel þekkt upp- spretta æxlunarlegs aðskilnaðar, ekki síst hjá siklíðum120,128 og hornsílum.129,130 Athuganir á kynatferli kuðungableikj- unnar í Ólafsdrætti gefa ástæðu til að ætla að atferli skipti máli fyrir aðskilnað bleikjuafbrigðanna, þar sem kuðunga- bleikjuhrygnur ráku áhugasama dverg- bleikjuhænga burt af hörku.125 Sú æxl- unarhindrun sem líklega skiptir mestu máli við myndun nýrra tegunda er þegar blendingar geta af sér einstaklinga sem hafa einkenni sem gera þeim erfitt að lifa og tímgast í því umhverfi sem þeir fæðast inn í (e. post-zygotic reproduct- ive barriers).118 Þetta er fyrirbæri sem getur komið til sögunnar á síðari stigum aðskilnaðar, samanber ofangreint líkan, (sjá 3. mynd).119 Æxlunartilraunir með bleikjuafbrigðin í Þingvallavatni benda til að þó að fóstur og seiði blendinga milli afbrigða séu lífvænleg, og þrosk- ist að því er virðist á sambærilegan hátt og hreinræktaðir afkvæmahópar, er svipfar þeirra nokkuð frábrugðið.88 Þannig er lögun höfuðbeina blendinga oft eins konar millistig þess sem er hjá hreinræktuðum afkvæmum afbrigð- anna, en í sumum tilfellum er um mun meiri þroskafrávik að ræða.89,131 Þetta getur minnkað hæfni blendinganna og ýtt undir rjúfandi val. Viðamiklar rannsóknir standa nú yfir á öllum ofanræddum æxlunarhindrunum hjá bleikjuafbrigðunum í Þingvallavatni.132 3. mynd. Tilurð auðlindafjölbrigðni innan stofns. Líkanið lýsir atburðarás aðskilnaðar afbrigða sem aðlagast ólíkum auðlindum, í formi búsvæða og fæðu, og vísar til samspils vist- og þrosk- unarfræðilegra þátta. Línuritin til hægri gefa til kynna hvernig dreifing svipfars sem tengist nýt- ingu mismunandi auðlinda gæti breyst eftir því sem ferlinu vindur fram. Hjá bleikjunni í Þing- vallavatni gæti svipfarið til dæmis verið hlutfallsleg lengd neðri kjálka og lögun trýnis. Þetta ferli getur leitt til styrkingar á æxlunarlegum aðskilnaði vegna ytri æxlunarhindrana og/eða galla í þroskun hjá afkvæmum blendinga. Ferlið getur verið kvikt (dýnamískt) og viðkvæmt fyrir ýms- um breytingum í vistkerfi, bæði breytingum á öðrum stofnum sem og umhverfisbreytingum, svo sem hitastigi. Grænu örvarnar sýna val fyrir svipgerðum og þær rauðu val gegn svipgerð- um. – Evolution of resource polymorphism in a population. The model shows the steps in the divergence of morphs adapting to different resources in the form of habitats and diet emp- hasizing the interaction of ecological and developmental factors. The diagrams to the right illustrate how the distribution of a phenotypic characters related to resource use could change through the process. In the case of the charr morphs in Thingvallavatn these characters could for instance be the shape of the snout and the proportional length of the lower jaw. Reproduct- ive isolation can stem from ecological and behavioural prezygotic barriers; and in later stages postzygotic isolation mechanisms may evolve, thus strengthening the selection against hybrids and enhanching reproductive isolation amongst morphs. Such a system of divergence can be highly dynamic and sensitive to ecological perturbations, both changes to other populations and environmental changes, such as increased temperature. The green arrows denote select- ion for and the red arrows selection against particular phenotypes. Stofn mótanlegra einstaklinga haslar sér völl á ónumdu svæði sem býður upp á nokkrar mismunandi vistir/búsvæði Eðlismunur vista, mikil samkeppni innan stofnsins samhliða lítilli samkeppni við aðrar tegundir leiðir af sér aukinn breytileika svipfars og rjúfandi val Afbrigði myndast innan stofnsins, mismunur vista getur þýtt æxlunartálma milli afbrigða, mótanleiki einstaklinga minnkar samhliða styrkingu rjúfandi vals og minnkandi genaflæðis milli afbrigða Æxlunarleg einangrun afbrigða styrkist, svipgerðarmunur eykst, myndun aðskilinna stofna og möguleikar á tegundamyndun aukast Svipfar Tí ðn i Tí ðn i Tí ðn i
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.