Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 17
Fræðaþing landbúnaðarins 2006
Landbúnaðarbyggðir í þekkingarþjóðfélagi: Hvert skal stefna?
Karl Benediktsson
dósent, jarð- og landfrœðiskor Háskóla íslands
Þessi árin er mikið rætt um að þekking sé orðin undirstaða þróunar efnahagslífs og
samfélags. Með þetta að leiðarljósi hafa íslensk byggðarlög gert margvíslegar tilraunir til
að tengja sig við þekkingarhagkerfið, gjaman með stofnun fræða- og þekkingarsetra sem
ætlað er að vera aflstöðvar svæðisbundinnar nýsköpunar. Of snemmt er að kveða upp úr
um árangur slíkra tilrauna. Til þeirra þarf mikið og þolinmótt ijármagn ef vel á að standa
að verki. Tiltölulega lítið fé hefur verið lagt í þær af hálfu stjómvalda, sem virðast föst í
kerskálahugsunarhætti liðinnar aldar þegar kemur að atvinnuþróun. Fjárhagslega burðug
einkafyrirtæki hafa ekki þá þolinmæði sem til þarf. Einkafjármagnið leitar þessi árin
fremur til útlanda, þar sem ná má fram skjótum ofurgróða í spilavíti hnattvædds
heimshagkerfis. Það er kallað „útrás“.
Eftir standa íbúar landsbyggðarinnar, sem reyna upp á eigin spýtur að mestu leyti að fóta
sig við nýjar aðstæður. Dreifbýlisbyggðir, sem byggja á landbúnaði, þurfa að glíma við
enn óvissari framtíð en önnur byggðarlög. Hefðbundinn landbúnaður stendur frammi
fyrir aukinni samkeppni og minnkandi opinbemm styrkjum. Og stofnanir
þekkingarhagkerfisins em meira eða minna bundnar þéttbýlisstöðum. Eiga
landbúnaðarbyggðimar sér einhverja möguleika til nýsköpunar í þekkingarþjóðfélaginu?
Þeirri spumingu má tvímælalaust svara játandi. Hins vegar geta tengsl
landbúnaðarbyggðanna viö hinn nýja þekkingarbúskap tekið á sig afar mismunandi form.
í erindinu verða heimsóttar tvær ímyndaðar sveitir og hugað að stöðu þeirra. í hinni fyrri
ræður tæknihyggja og hagkvæmnisjónarmið ríkjum. í hinni síðari reyna íbúar að gera sér
mat úr sérstöðu sinni og skapa sér nafn fyrir tilteknar staðbundnar afurðir. í báðum byggir
þróun landbúnaðarins ótvírætt á „þekkingu", en með ólíkum hætti.
Grundvöllur hinnar tæknilegu framtíðarsýnar er „kapphlaupið á botninn“, þar sem leitast
er við að lágmarka framleiðslukostnað og auka hagkvæmni með öllum meðulum sem
vísindi og tækni bjóða upp á. Sjálfvirkni er aukin og líftækni og erfðavísindi gegna
lykilhlutverki. Sú þekking sem byggt er á er að litlu leyti komin úr samfélaginu sjálfu,
heldur að mestu utan frá, enda eru viðmiðanimar teknar frá hnattrænum markaði.
Síðara sjónarmiðið krefst annars konar vinnubragða. Þar er tekið mið af einu helsta
einkenni nútíma vestræns neyslusamfélags, semsé að markaðir eru orðnir mun
sundurgreindari en áður var. Skapast hafa möguleikar til að framleiða hágæðavömr, sem
ekki þurfa endilega að vera verðlagðar með hliðsjón af botni markaðarins, en eru skýrt
aðgreindar frá öðram vöram á markaði, gjaman með tilvísun til menningarlegs og
landfræðilegs upprana.
íslenskur landbúnaður stendur frammi fyrir þessum valkostum og hefur á stundum verið
tekist hraustlega á um þá. Nýleg áföll í landbúnaði erlendis hafa gert ljósar þær hættur
sem felast í fyrri leiðinni - leið einsleitni og stærðarhagkvæmni. Færð era rök að því í
erindinu að siðari leiðin - leið Qölbreytni og svæðisbundinnar sérstöðu - sé mun vænlegri
kostur jafnt fyrir umhverfi og samfélag, auk þess sem hún virkjar mun betur þá miklu
þekkingu sem íbúar landbúnaðarbyggðanna búa þegar yfír. Til að fara þessa leið þarf að
skilgreina auðlindir byggðanna á opnari hátt en hingað til hefur verið raunin og þætta
saman staðbundna og hnattræna þekkingu, þögla og skjalfesta, til að nýta þær að fullu.
15