Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 25
• Neytendur leggja sífellt meiri áherslu á öryggi og hollustu matvæla og eftirlit hins
opinbera með þessum þáttum eykst.
• Sífellt fleira fólk er reiðubúið að kaupa dýrari afurðir sem það telur að séu bæði
hollari, umhverfisvænni og öruggari (m.a. lífræn framleiðsla).
Island:
• Mikið er til af landi sem hentar til ræktunar en hefur ekki verið nýtt til þessa.
Islenskur landbúnaður verður aldrei samkeppnisfær á heimsmarkaði í einhvers konar
magnframleiðslu. Hins vegar getur hann átt framtíð fyrir sér í framleiðslu gæðaafurða til
útflutnings. En við hljótum að miða við að íslenskur landbúnaður haldi áfram að
fullnægja heimamarkaði að mestu leyti. erfitt er að sjá fýrir sér að hægt sé að flytja inn
neyslumjólk og aðra ferskvöru í stómm stíl. Þar að auki er það nánast grundvallarréttur
þjóðarinnar að nota sitt eigið landbúnaðarland sér til framfæris.
Fjölþætt sýn hins íslenska bónda
Gera má ráð fyrir því að landbúnaður verði fjarri því eins einsleitur og hann var
meirihluta 20. aldar. Forsenda fyrir búsetu manna í sveitum verður af mörgum toga. Við
getum séð fýrir okkur nokkrar leiðir sem bændur framtíðarinnar geta valið um.
I. Tceknivœddur sérhœfður búskapur
Dæmi: Mjólkurframleiðsla
Allar leiðir notaðar til þess að fá fram sem mesta framleiðslu með sem minnstum
tilkostnaði: Stórt íjós, margar kýr, hámarksafurðir, sjálfvirkur mjaltabúnaður, sjálfvirk
fóðmn, fóðuröflun á búinu (hey, belgjurtir, kom) unnin af verktökum, heilfóðurblöndun á
búinu.
II. Sérhœfð framleiðsla og bein tenging við neytandann
Dæmi: Sauófjárbú sem selur kjöt beint til neytenda, framleiðir ost, stundar sérhæfða
verkun á kjöti (heimareyking, þurrverkun, innmatur o.fl.).
Litlar einingar til að tryggja rekjanleika, allar upplýsingar uppi á borðinu, vottuð
framleiðsla, beitiland nýtt í hófi.
III. Óhefðbundinn búskapur
Dæmi: Ferðaþjónusta
Nokkrar kýr í fjósi, kindur á fjalli, hestaleiga, íslenskar hænur og geitur, garðyrkja og
afurðir seldar til ferðamanna sem ferðast um sveitir og dvelja jafnvel á bænum. Hlutastarf
utan heimilis.
IV. Varðveisla landgceða
Dæmi: Nýting hlunninda, landgræðsla, landvarsla, varðveisla búsetulandslags.
Fólk situr á jörðinni og fær til þess stuðning svo að landið sé í byggð og falli ekki í tröð.
Megintekjuöflun utan heimilis.
23