Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Síða 30
Leiðir í vernd og endurreisn landkosta
Mikilvægt er að hafa í huga að gróðurvemd og uppgræðsla er samoíhar leiðir að þeim
markmiðum að bæta landkosti á Islandi. Stjóm á beitarálagi verður áfram, líkt og í öðmm
löndum, meginleið til að hafa áhrif á gróðurframvindu og ástand lands. Þar sem land er illa farið
er hins vegar nauðsynlegt að aðstoða náttúmna við að græða sárin með margvíslegum
landbótaaðgerðum. Meðal meginleiða em m.a:
Landbótastarf bænda og almennings
A undanfömum ámm hafa bændur, aðrir landeigendur og áhugasamtök tekið við stómm hluta
landbótastarfsins með stuðningi og ráðgjöf Landgræðslu ríkisins. Meðal slíkra verkefnaflokka
Landgræðslunnar em samstarfsverkefnið “Bændur græða landið” með um 600 þátttakendum,
“Landbótasjóður” sem styður margvísleg landbótaverkefni og “Fyrirhleðslusjóður” sem styður
verkefni við stöðvun landbrots af völdum fallvatna. Öll þessi stuðningsverkefni em ijárvana
miðað við þörf og áhuga á gróðurvemd og landbótum. Þau hafa margvíslegt gildi fyrir framtíð
landbúnaðarins, jafnt sem þjóðarinnar.
Landbœtur sem atvinnuvegur innan landbúnaður
Núverandi landbótaverkefni byggja yfirleitt á kostnaðarþátttöku viðkomandi þátttakenda, en
hagur þeirra hefúr byggst á árangri landbótanna. Æskilegt væri að bæta við fleiri
verkefnaflokkum þar sem bændur myndu fá bein laun fyrir að bæta og vemda land á gmnni
þjóðfélagslegra hagsmuna. Slík verkefni eru m.a. í örri þróun víða í Evrópu, og vaxandi hluti af
stuðningskerfi Evrópubandalagsins við landbúnað aðildarþjóðanna mun fara í slíkan farveg í stað
framleiðslutengdra greiðslna. Með því móti gæti landbóta- og landvörslustarf leitt til mikilvægrar
atvinnusköpunar í sveitum landsins. Meðal þátta sem æskilegt væri að greiða fyrir í slíkum
verkefnaflokki væm stöðvun jarðvegsrofs, landbætur vegna forvama m.t.t. ofanflóða og
afleiðinga gjóskufalls, bætt vatnsmiðlun og stöðvun skafrennings, uppbygging og viðhald
útivistarsvæða, beitilands og skilgreindra búsvæða fyrir dýralíf, kolefnisbinding og fræðsla um
land og landbætur.
Umhverfistenging landbúnaðarframlaga
Erlendis, s.s. í Evrópu og Bandaríkjunum, er gerð stöðugt vaxandi krafa til þess að framlög til
landbúnaðar séu skilyrt því að viðkomandi búgrein sé stunduð í sátt við umhverfíð. Fyrsta skref í
slíkri umhverfistengingu var tekið í núgildandi samningi sauðíjárbænda og ríkisvaldsins, þar sem
hluti beingreiðslna verður háður vottun m.a. vegna ástands lands frá og með framleiðslu þessa
árs. Samfélagið, sem greiðir fyrir stuðninginn við landbúnaðinn, á rétt á því að öll framlög til
hans sé skilyrt m.a. með hliðsjón af ástandi og meðferð lands.
Abyrgð á búfénaði
Óhjákvæmilegt er að auka ábyrgð búijáreigenda á fénaði sínum, ekki síst til að tryggja að það
gangi ekki í annarra manna lönd án heimildar. Slík vörsluskylda er óvenju veik hér miðað það
sem tíðkast hjá öðram efnuðum þjóðum. .
Skipulagsgerð
Æskilegt væri að skilgreina allt illa farið land sem möguleg landgræðslusvæði í greinargerðum
skipulagsgerða. Síðan væri tekið fram eftir því sem við á hvaða aðferðir til landbóta sé óæskilegt
að nota, og hvaða svæði sé óheimilt að græða upp, svo sem með tilliti til ásýndar lands og
28
J