Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 31
viðhalds náttúrulegra auðna sem hafa skilgreinda sérstöðu. Jafnframt þarf nota skipulegsgerð í
stórauknum mæli til að stýra landnýtingu, svo sem með því að tilgreina hvaða land þurfi
sérstakrar verndar við eða megi ekki beita, t.d. vegna jarðvegsrofs eða stórgripabeitar á viðkvæmt
bratt land.
Rœktun á skógi og kjarri til jarðvegsverndar
Þar sem jarðvegsgerð er viðkvæm fyrir rofi er nauðsynlegt að rækta skóg, kjarr eða annan gróður
sem getur myndað nægjanlegt skjól við yfirborð landsins. Sama gildir um svæði þar sem hætta er
á gjóskufalli. Slíkrar ræktunar, með samblandi af plöntun, sáningu og örvun sjálfsáningar, erþörf
á þúsundum ferkílómetra lands. Því þarf að tengja miklu betur saman markmið og framkvæmdir
á sviði landgræðslu og skógræktar og afla meiri þekkingar á notkun birkis, víðis og lyngs til
j arð vegs vemdar.
Þekking og viðhorf
Miðað við stærð og mikilvægi þeirra verkefna sem bíða á sviði gróður- og jarðvegsvemdar og
landbóta þarf að stórauka rannsóknir, fræðslu og leiðbeiningar á þessu sviði. Með aukinni
þekkingu breytast einnig viðhorf, og markmiðið er að efla siðferðiskennd þjóðarinnar gagnvart
vemdun landkosta og að bændur verði almennt nokkurs konar “ráðsmenn” þess lands sem þeir
hafa til umráða og skili náttúruarfleifðinni í góðu ástandi til næstu kynslóðar.
Landgræðslustarfið í alþjóðlegu samhengi
Nýlokið er viðamikilli úttekt á vistkerfum heimsins og velferð jarðarbúa (Millennium Ecosystem
Assessment, 2005, sjá m.a. www.MAweb.org). Ljóst er að sú mikla eyðing gróðurs og jarðvegs
sem á sér stað víða um heim getur haft margþætt áhrif hér á landi í framtíðinni.
Frjósamt land verður æ mikilvægara
Mannkyni fjölgar stöðugt. Það táknar að á næstu 30-50 árum þurfa jarðarbúar að framleiða meiri
matvæli en samanlagt frá upphafí mannkyns til okkar tíma. Um 99% matvælaframleiðslunnar
byggir á jarðvegsauðlindum heimsins, en þeim er víða ógnað af rányrkju. Talið er að á hverju ári
hverfi gróður og jarðvegur af landi sem samsvarar stærð írlands. Breytingar á
matvælamörkuðum, m.a. vegna samspils mannijölgunar og landhnignunar í heiminum, valda því
að öflugt landgræðslustarf til að bæta landkosti til m.a. ræktunar og búfjárbeitar mun skipta
íslendinga æ meira máli í framtíðinni.
Vaxandi hlutverk í alþjóðlegu jarðvegsverndarstarfi
Á næsta ári verða liðin 100 ár frá því lög voru sett um skógrækt og vamir gegn uppblæstri lands,
sem mörkuðu m.a. upphaf jarðvegsvemdarstarfs hér á landi. Það er að koma æ betur í ljós að hin
mikla þekking og reynsla íslendinga í tengslum við endurreisn landkosta og vamir gegn myndun
eyðimarka á mikið erindi við þjóðir sem fást við hliðstæð vandamál. Þróunaraðstoð á þessu sviði
er á umræðustigi, m.a. í formi fræðslu og þjálfúnar líkt og gert er í Jarðhita- og
Sjávarútvegsskólum Sameinuðu þjóðanna hér á landi. Auk þess að auðvelda hinum fátækari
þjóðum baráttuna gegn eyðimerkurmyndun gæti slíkt starf orðið mikil lyftistöng fyrir fjölþættar
rannsóknir sem miða að því að vemda og bæta okkar eigin landkosti.
29