Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 33
Hin sex evrópsku viðmið um sjálfbæra skógrækt5 6
I heiminum öllum er í gangi svæðisbundið samstarf milli þjóðríkja um verndun og
sjálfbæra nýtingu skóga. I Evrópu eru ráðherrafundir á 5 ára fresti um vemdun skóga
(MCPFE - Ministerial Conferences for the Protection of Forests in Europé) og hafa
Islendingar tekið þátt í þeim frá upphafí og undirritað yfírlýsingar þeirra. Þar á meðal
era 6 viðmið um sjálfbæra skógrækt. Þessi viðmið, aðlöguð að íslenskum veruleika,
geta orðið grunnur að framtíðarstefnu í skógrækt á íslandi. Þau eru:
1. Að bvggja upp skógarauðlind og gæta sérstaklega að framlagi hennar til
kolefnisbúskapar heimsins.
Það er m.a. gert með því að Landshlutabundnu skógræktarverkefnin veita framlög til
landeigenda, einkum bænda, til skógræktar þar sem skógræktarskilyrði eru vænleg.
Slík skógrækt þarf að vera vandlega skipulögð og miða við bestu þekkingu á ýmsurn
sviðum. Með því verða mestar líkur á að upp vaxi skógar þar sem viðarvöxtur og
viðargæði eru slík að skógurinn verði að lokum arðbær (efnahagslega sjálfbær) ásamt
því að vera vistfræðilega sjálfbær og í sátt við viðhorf almennings (félagslega
sjálfbær). Mest um vert er þó að leggja áherslu á stórfellda aukningu á útbreiðslu
skóga, ekki aðeins með gróðursetningu heldur einnig með því að breyta landnýtingu á
tilteknum svæðum svo náttúrleg útbreiðsla geti átt sér stað.
2. Tryggja þarf og bæta gæði skóga til fjölbreyttra nota með það að markmiði að
framleiðni þeirra á viði, öðrum afurðum og annarri þjónustu sé sem mest.
Þetta verður best gert með úrvali, kynbótum og frærækt hérlendis. Einnig þarf að
leggja áherslu ræktun og meðferð skóga sem hámarkar gæði þeirra og ekki síst að
rækta skóga á frjósömu landi þar sem skilyrði eru ákjósanleg.
3. Tryggja þarf og bæta heilbrigði skóga.
A Islandi felur það m.a. í sér að þegar skóglendi er nýtt til beitar sé beit stjórnað
þannig að skógurinn geti endumýjað sig á eðlilegan hátt. Þetta þýðir að engin beit
skuli vera í skóglendi að vetrarlagi og að sumarbeit verði hófleg. Framfylgja þarf
reglum um eftirlit með innflutningi lifandi plantna og plöntuhluta, en með þeim er
líklegast að skaðvaldar komist til landsins.
4. Vernda þarf og auka líffræðilega fjölbreytni í skógarvistkerfum.
Auka þarf rannsóknir á líffræðilegri íjölbreytni í íslenskum skógum, bæði
birkiskóglendum og ræktuðum skógum, því þekking er grundvöllur þess að hægt sé
að taka skynsamlegar ákvarðanir og forðast óheppilegar afleiðingar skógræktar.
5. Auka þarf verndarhlutverk skóga.
Með vemdarhlutverki skóga er einkum átt við jarðvegsvemd, vatnsvemd, vatnsmiðlun
og skjólmyndun. Hér aftur er stórfelld aukning á flatarmáli skóglendis, einkum á
örfoka landi, leiðin. Landgræðsluskógaverkefnið, sem rekið er af Skógræktarfélagi
Islands með aðkomu Skógræktar ríkisins, Landgræðslu ríkisins og
landbúnaðarráðuneytisins, er dæmi um þetta markmið í verki. Hekluskógar er annað
dæmi.
6. Efla þarf önnur félagsleg markmið skógræktar.
Stuðla þarf að góðu aðgengi fólks að skóglendum og halda áfram að rækta skóga sem
nýtast til útivistar. Ræktaðir skógar verði bæði aðlaðandi til útivistar og til prýði í
landslaginu og við ræktun þeirra verði forðast að rýra önnur náttúrufarsleg og söguleg
gæði landsins.
31