Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 35
Öll náttúran ber þess merki að vemdaráhrifa skóga nýtur ekki. Á skóglausu landi er
jarðvegur 0,5-2° kaldari en í skógi8. Fyrir vikið er virkni jarðvegslífvera minni sem
því nemur, frjósemi þar með minni og það skolast minna af næringarefnum í vötn.
Straum- og stöðuvötn eru rýr og bera uppi minni fiskistofna en ella. Þessi áhrif berast
alla leið til hafsins. Fiskimiðin við Island eru rýrari en þau væru ef landið væri skógi
vaxið. Svipaðar sögur væri hægt að segja um ójafna snjósöfnun, vatnsmiðlun
almennt, jarðvegsrof og margt fleira.
Skógrækt bætir land m.t.t. útivistar og með aukinni útivist í skógum má auka
hreyfingu, heilsu og vellíðan almennings í landinu. Unnið er að því að kanna viðhorf
almennings til þess hvað gerir skóg að góðum útivistarskógi. Sú þekking mun nýtast
við hönnun og meðferð skóga og mun m.a. nýtast skógarbændum sem reka
sumarbústaðasvæði eða vilja gera jarðir sínar verðmætari til sumarbústaðabyggðar eða
annarrar útivistar. Hvatt er til skjólskógræktar á vegum sveitarfélaga í grennd við
þéttbýli. Opin svæði í þéttbýli eiga að vera skógi vaxin en ekki grasflatir sem eyða
þarf peningum í að slá.
Lokaorð
Þrátt fyrir aldarlangt starf við skógvemd og skógrækt er skógarþekja landsins aðeins
um 400 km2 eða 0,4% landsins alls1. Þetta ástand er óviðunandi í ljósi þess að skógar
vom áður mun útbreiddari og hefur Island þannig glatað nánast algjörlega
höfuðvistgerð þurrlendis sem áður fóstraði fjölbreytt lífríki sem nú er að mestu horfíð
úr landinu. Höfuðmarkmið okkar á að vera að auka þekju skóga upp í 5.000 km2 eða
5% landsins á næstu 100 ámm og að endurheimta annað eins flatarmál kjarrlendis svo
bamabamaböm okkar geti notið þess ijölbreytilega ágóða sem felst í því að búa í
skógi vöxnu landi. Rúmlega tíföldun á þekju skóga og fímmföldun kjarrlendis mun
að vísu varla duga til þess að Island flokkist sem vel skógi vaxið land, en það mun
hafa sýnileg áhrif á landslagið og þá þurfa Islendingar ekki lengur að skammast sín
fyrir að búa í skóglausu landi.
Heimildir:
1. Landbúnaðar- og matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO). 2005. State of the World’s Forests
2005. http://www.fao.org/documents/show_cdr.asp?url_fíle=/docrep/007/y5574e/y5574e00.htm
2. Einar Gunnarsson 2005. Skógræktarárið 2004. Skógræktarritið 2005, 2. tbl.:96-100
3. Nilsson, S. 1996. Do We have enough forests? IUFRO Occasional Paper No. 5. httn://iuffo-
down.boku.ac.at/iufro/nublications/dowehave.htm
4. Sherry Curl og Hrefna Jóhannesdóttir 2005. Viðhorf íslendinga til skógræktar. Skógræktarritið 2005,
l.tbl.: 19-27
5. Ministerial Conference on the Protection of Forests in Europe,
Liaison Unit Vienna. 2003. Implementation of MCPFE commitments - National and Pan-European
Activities 1998-2003. http://www.mcpfe.org/documents/report/reports/ImpReport.pdf
6. Þröstur Eysteinsson. 1999. Sjálfbær þróun skógræktar og hin sex þverevrópsku viðmið.
Skógræktarritið 1999, 2. tbl.: 73-82
7. Bjami Diðrik Sigurðsson, Amór Snorrason, Bjarki Þór Kjartansson og Brynhildur Bjamadóttir 2005.
Kolefnisbinding með skógrækt. Hvar stöndum við og hverjir em möguleikamir? Rit Fræðaþings
landbúnaðarins 2005: 20-24.
8. Brooke P. Hecht, K.A. Vogt, Þ. Eysteinsson, D.J. Vogt and X. Lee. (2006). Changes in air and soil
temperatures in three Icelandic birch forests with different land use histories. Arctic and Alpine
Research: in press.
33