Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 36
Fræðaþing landbúnaðarins 2006
Náttúrunýting
- nýting náttúrulegra gæða landsins -
Anna Guðrún Þórhallsdóttir og Sigurður Guðjónsson
Landbúnaðarháskóla Islands og Veiðimálastofnun
Yfirlit
Náttúrunýting hefur breyst mikið á síðustu árum. Áður stunduðu menn sjálfsþurftarbúskap og
nýttu sér hlunnindi. Síðan óx búskapur og hinn hefðbundni fjölskyldubúskapur eins og við
þekkjum varð til. Þróun síðustu ára er á þann veg að talsvert magn matvæla er framleitt í
stærri búum, sem lengst hefur náð í alifugla- og svínarækt. Þá hafa mjólkurbýli stækkað og
þeim fækkað. Eftir standa minni bú þar sem framleitt er minna magn af sérafurðum. Halda
þarf að einhverju leyti í fomar hefðir og gera má meiri verðmæti úr þjóðlegum sveitasiðum.
Þá mun menningar- og sögutengd ferðaþjónusta aukast og dafna. Önnur náttúranýting á eftir
að vaxa. Mikil og að mestu ónotuð auðlegð liggur í nýtingu á eiginleikum flóra og fánu þessa
lands, til ræktunar á matvöra (fiskeldi, matjurtarækt) og til framleiðslu á lyljum, snyrtivöram
og fleira. Sjálfbær veiðinýting bæði á físki, fugli og dýram á mikla möguleika til að vaxa enn
frekar. Þá er ekki síst miklir möguleikar í að fá hingað fólk og leiða það um landið til að njóta
náttúrannar og fegurðar hennar og sérstöðu. Þetta byggir ekki síst á þekkingu á menningu,
sögu á náttúrfari landsins.
Inngangur
Nýting náttúralega gæða landsins - náttúranýting - hefur frá upphafi verið ríkur þáttur í
landbúnaði íslendinga. Hrafna- Flóki kom að landi með svo mikla náttúrauðlegð að hann “
gáði eigi fýrir veiðum að fá heyjanna..” og missti bústofn sinn um veturinn (Landnáma).
Náttúraaðlindir landsins vora miklar og þær fleyttu þjóðinni yfir erfíðustu hjallana þegar illa
áraði og landbúnaðurinn brást. Á köldu öldunum var náttúranýtingin mun meiri og á
tímabilum mikilvægari fyrir afkomu þjóðarinnar en hinar hefðbundnu landbúnaðarafurðir,
mjólkin og kjötið. Á ákveðnum svæðum á landinu var náttúranýtingin alltaf mikilvægari en
landbúnaðurinn, s.s. á Breiðafirði, og var afkoman þar síst óöruggari en þar sem fandbúnaður
stóð fastari fótum. Með aukinni ræktun fór vægi náttúranýtingarinnar minnkandi og á 20. öld
var hún að mestu bundin við beitamytjar búfjárins. Á síðustu áram hefiir hins vegar áhugi
vaknað á náttúranýtingu á nýjan leik. Kemur þar til breyttur lífstíll, áhugi á menningu og
sögu lands og þjóðar og ekki síst þörf margra bænda að verða sér út um fleiri stoðir en hinn
hefðbundna landbúnað fyrir áframhaldandi búsetu á jörðum sínum. Þróunin á Islandi er
ekkert einsdæmi. Víða í Evrópu era bændur í hefðbundnum landbúnaði og aðrir
landeigendur famir að nytja land sitt á víðtækari hátt en lengi þekktist. Erlendis er þróunin
víða sú að bændur era að skiptast í tvo hópa - annarsvegar bændur sem þróa hinn hefðbundna
landbúnað í átt til meiri tæknivæðingar sér og sínum til framfærslu, og hinsvegar þeir sem í
stað aukinnar tæknivæðingar viðhalda meira hinum hefðbundna búskap (hefðbundinn:
rótgróinn af vana. Islenzk Orðabók), og leita aukinnar tekjuöflunar með stoðgreinum sem,
oftar en ekki, byggja á landsins gæðum. I fjölmörgum löndum Evrópu er farið á líta á
hefðbundinn landbúnað sem menningarverðmæti í sjálfu sér og beinlínis farið að greiða fyrir
34