Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 37
viðhald hans (grænar greiðslur), auk þess sem hann í sjálfu sér er farinn að gefa tekjur í
ferðaþjónustu og afurðir hans orðnar að sérvörum sem gefa meira í aðra hönd en afurðir
tæknivæddari Iandbúnaðar.
A Islandi er tæknivæðing landbúnaðarins tiltölulega skammt á veg kominn miðaða við stór
svæði í Evrópu, og hefðbundinn landbúnaður með minni fjölskyldubú enn algengur. Þar sem
slíkur landbúnaður er liðin tíð kemur í ljós að víða er mikil eftirsjá af honum og að slíkur
landbúnaður er ekki einungis matvælaframleiðsla heldur einnig annað og mun meira. Við að
tæknivæða búskapinn eru skepnur færðar inn og beit almennt hætt. Við það verða miklar
breytingar á gróðurfari sem af sumum eru taldar ánægjulegar til að byrja með af flestum
óásættanlegar þegar til lengri tíma er litið (Olsson o.fl. 2000). Við hvarf hins hefðbundna
landbúnaðar verður mönnum þá oft fyrst ljóst menningarlegt gildi hans og mikilvægi fyrir
sjálfmynd þjóðar. Við Islendingar búum enn svo vel að eiga hefðbundinn landbúnað víða til
sveita, en ekki er sjálfgefíð að svo verði í framtíðinni. Blikur eru á lofti og ljóst að víða þarf
sérstakt tiltak honum til viðhalds. “Enginn veit hvað átt hefúr fyrr en misst hefur”. Full ástæða
er til að rannsaka mikilvægi hefðbundins landbúnaðar fyrir viðhald sjálfmyndar þjóðarinnar,
rætur hennar og sögu og tengsl hennar við landið og viðhald byggðar, og á hvem hátt
hefðbundinn landbúnaður og náttúmnýting sem byggir á auðlindum láðs og lagar verði
sérstaklega viðhaldið í framtíðinni.
Hefðbundin íslensk hlunnindi
-Vatnanýting
Islensk ferskvatnsvistkerfi em afar fjölbreytileg að gerð og eðli. Því veldur ljölbreytileg
jarðmyndun landsins. Jarðmyndanir em mjög ólíkar að gerð, frá allgömlu blágrýtisbergi upp
í ung hraun. Eiginleikar vatna em mjög mismunandi eftir gerð og eðli berggrunnsins sem
einnig hefur afgerandi áhrif á landslag. A blágrýtissvæðum landsins em dragár ríkjandi þar
sem ár falla frá bröttu ljalllendi til sjávar, en einnig svokölluð heiðavotlendisvötn sem renna
um flatar jökulmórenur um ótal tjamir og vötn í grónu votlendi. A yngri hluta landsins em
bæði dragár á móbergssvæðum svo og lindár. Þessi jarðfræðilega umgjörð skapar, auk ólíkra
veðurskilyrða, mjög fjölbreytilegt umhverfí í fersku vatni.
Hér á landi eru afar fáar tegundir lífvera. Því veldur lega landsins fjarri öðrum löndum og sá
jarðsögulega stutti tími sem liðinn er frá síðustu ísöld. Við höfum því einstaka
þróunarfræðilega umgjörð þar sem fáar tegundir lífvera aðlagast í afar fjölbreyttu umhverfl.
Því er lífríki landsins mjög sérstakt og í sumum tilfellum algerlega einstakt. Má í því
sambandi nefna vatnakerfl sumra lindáa sem vart eiga sinn líka í veröldinni.
Islenskir ferskvatnsflskar hafa þróast hér í talsverðri einangmn frá síðustu ísöld. í 10
árþúsundir hafa stofnar þessara tegunda aðlagast í sínu umhverfi. Rannsóknir hafa sýnt að
stofnar laxfiska (lax, urriði, bleikja) hafa myndast og þróast í hverju vatnakerfi. í stærri
vatnakerfúm geta verið margir slíkir stofnar. Þessi stofnar em ólíkir að arfgerð öðmm slíkum
stofnum og skyldleiki þeirra dvínar með vaxandi fjarlægð. Okkar fáu tegundir nýta búsvæði
sem ella væm nýtt af öðram tegundum og mynda enn fleiri stofna en þar sem margar tegundir
em. Þama er að finna miklar erfðalindir sem gætu m.a. nýst í eldi síðar meir. Það er skylda
okkar að kortleggja þennan líffræðilega fjölbreytileika betur og á markvissari hátt en við
höfúm enn gert. Alþjóðlegur samningur sem Island er aðili að kveður beinlínis á um það.
Nýting ferskvatnsfisk skapar mikil verðmæti og atvinnu víða um land. Góð umgjörð hefúr
verið þróuð í kringum veiðinýtingu, sem gefur mikinn arð. Þar er laxinn mikilvægastur.
Miðað við veltu í kringum stangveiði sem er yflr 10 milljarðar á ári er þessi nýting með
stærstu búgreinum landsins. Miklir möguleikar eru á að ná fram meiri nýtingu silungsvatna
35