Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 39
(skoðunartumar) með beinni leiðsögn og/eða sölu upplýsingabæklinga gefið tekjur í stað
eggja og kjöts áður. Hið sama gildir um nýtingu á sel. Markaður fyrir selskinn hefur oft verið
sveiflukenndur. I dag em 100-200 skinn verkuð í hágæðafatnað og er markaður fyrir fleiri en
selastofninn hefur verið í lagmarki og veiðar takmarkaðar. Ahugi á sel og selanýtingu er hins
vegar aukast og unnið er að stofnun Selaseturs á Blönduósi. Fyrir marga er mikil upplifun að
komast nærri sel og geta fylgst með selalátri. Ferðaþjónustuaðila sem gera út á selaskoðun
em á Vatnsnesi við Hvítserk og við mynni Jökulsár á Fjöllum, en möguleikar á slíkri
náttúmupplifún em víða annars staðar.
Dúntekja hefur rnikla sérstöðu meðal hinna gömlu hlunninda, og hefúr verð á dúni sjaldan
eða aldrei verið hærra en nú. Æðardúnsængur eru í flokki háhæðavara með mjög takmarkað
framboð og er það eðli slíkra vara að verð á þeim sé hátt. Æðardúnsæng (1000 g) selst nú á
um 500.000 kr til Japan. Bændur fá um 75.000 kr/kg af hreinsuðum dúni, sem að jafnaði nást
um 100 g úr hreiðrinu. Um 400 jarðir hafa æðarækt í einhverri mynd og hefur sú tala haldist
nokkuð óbreytt lengi. Það em því margir sem hafa einhverjar og jafnvel töluverðar tekjur af
nýtingu þessarar náttúmauðlindar.
-Skotveiðar
Allt fram á síðustu ár þótti víða sjálfsagt að hver og einn gæti gengið til skotveiða á hvaða
landi sem væri, án þess að sérstök greiðsla kæmi fyrir til landeiganda. Þó eru dæmi um svæði
þar sem veiðileyfí hafa verið seld. Þetta viðhorf er nú að breytast og í gangi er sérstakt
átaksverkefni um nýtingu skotveiðihlunninda á Vesturlandi. Stofnuð hafa verið þrjú
hlunnindafélög, sem hafa það m.a að markmiði að auka tekjur landeigenda af skotveiði,
aðalega rjúpna, gæsa og anda (sjá nánar Sigríður Jóhannesdóttir o.fl. 2006). Bændur á
Austurlandi hafa í mörg ár fengið tekjur af hreindýraveiðum sem hafa farið fram á þeirra landi
(sjá Nytjaland - Lbhl), en það er nýlunda að bændur fái einnig tekjur af fuglaveiði á sínu
landi. Við hreindýraveiðar er veiðimönnum skylt að hafa með sér staðkunnuga
leiðsögumenn. Velta má því fyrir sér hvort ekki ættu einnig, í sumum tilfellum, að vera
leiðsögumenn við fuglaveiðar eins og hreindýraveiðamar. Við hrun rjúpnastofnsins var mikið
rætt um siðferði veiðanna og magn sem hver og einn veiðimaður tæki með sér heim af
veiðunum. I Noregi er unnið að hertum reglum um veiðar og bættu siðferði veiðanna
(Torstein Storás munnl. uppl okt. 2005) og verður án efa einnig krafist meira eftirlits með
fúglaveiðum hérlendis í framtíðinni. Með að taka að sér eftirlit og þjónustu við veiðamar geta
landeigendur og bændur haft mun meiri tekjur af síkum veiðum en þeir hafa í dag (sjá
Punsvik og Storás 2004).
-Reki
Reki voru mikilvæg hlunnindi hér á öldum áður og var rekinn lengi nær eina fáanlega timbrið
hérlendi, notað í húsbyggingar og skraut- og nytjamuni. A síðustu öld var rekaviður nær
eingöngu sagaður niður í girðingastaura. Með miklum innflutningi á ódýmm við var ekki
lengur markaður fyrir rekaviðarstaura, en á sama tíma er markaðurinn fyrir rekavið til
húsbygginga og í skrautmuni að opnast á nýjan leik. Aukinn áhugi á endurbyggingu gamalla
húsa kallar á þörf fyrir rekavið, þar sem krafa er um að nota sama efni við endurbyggingu eins
og í upphafí. Vegna sérstakra gæða rekaviðarins má gera ráð fyrir að hann geti öðlast frekari
sess sem sérstök og takmörkuð náttúmauðlind.
-Grös/gróður
Nýting villtra plantna, s.s til matar eða lækninga stendur á gömlum merg og vora
fjöldamargar tegundir nýttar aðrar en þær sem þekktastar era, ss. kom af komsúra (Bistorta
37