Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Blaðsíða 40
vivipara), smærureglur (Trifolium repens), holtarætur (Silene acaulis og Armeria maritima)
og mururætur (Potentilla anserind) (Þorvaldur Thoroddsen 1919). Þekktustu villtu
nytjaplöntunar eru þó hvönn (Angelica archangelica) og fjallagrös (Cetraria islandica).
Báðar síðastnefndu tegundimar hafa á síðustu ámm mikið verið rannsakaðar og mikilvirk
lækningaefni fundist í báðum tegundunum (Sigurdsson o.fl. 2005b; Ingolfsdottir o.fl. 1994).
og sérstakir eiginleikar efna í þessum tegundum komið í ljós (Sigurdsson o.fl. 2005a).
Margar aðrar íslenskar plöntutegundir hafa verið rannsakaðar (sjá t.d Ingolfsdottir o.fl. 2000;
Olafsdottir o.fl. 2001; Staerk o.fl. 2004) og samanburðarrannsóknir á íslenskum Alchemilla-
tegundum og Evrópskum benda til þess að munur sér á efnainnihaldi þessara tegunda, trúlega
vegna veðurfars- og/eða annarra umhverfisþátta (Olafsdottir o.fl. 2001). Má leiða líkum að
því að mikill markaður gæti verið fyrir afurðir villtra íslenskra plöntutegunda erlendis, þar
sem ímynd landsins er hreinleiki og laust við mengun. Saga Medica sem sérhæfir sig í
afurðum unnum úr hvönn er brautryðjandi á þessu sviði og hefur fyrirækið ekki einungis
safnað hvannarfræjum um allt land til sinnar framleiðslu heldur einnig haft samvinnu um
ræktunartilraunir á hvönn
Heimavinnsla á tíndum villtum jurtum og sala til heilsubúða hefúr aukist hratt á síðustu árum.
Erlendir fyrirtæki hafa um nokkurra ára skeið keypt íslensk fjallagrös og m.a. notað þau í
snyrtivörur, og sölvatekja annar vart íslenskum markaði. Auk sölva og fjallagrasa eru
fjölmargar tegundir fyrir te og til lækninga til sölu. Ahugi hefur aukist á að hefja ræktun á
villtum tegundum og hafa nokkrir aðilar þegar hafið tilraunaræktun á nokkrum slíkum
tegundum. Full ástæða er til að ætla að auknir tekjumöguleikar liggi í villtum íslenskum
jurtum í framtíðinni.
Ný hlunnindi
-N áttúra/landslag
ísland býr yfir sérstæðari náttúru en flestar aðrar þjóðir. Carl Steinitz, prófessor í
landslagsfræðum við Harvardháskóla taldi sérstöðu íslenskrar náttúru ekki síst liggja í
íjölbreytileika hennar. Þannig sé landslagsheild samsett úr ijöldamörgum einingum eða
gerðum af landslagi og á íslandi sé hægt að upplifa fleiri gerðir landslags á stuttum tíma en
annarsstaðar ss. hraun, græna dali, eyðimerkur, líparítfjöll, blágrýtisfjöll, móbergsstapa og
mýrlendi. Þannig sé Ijölbreytileiki íslenskrar náttúru einstakur og eigi sér ekki hliðstæðu í
heiminum (Steinitz 2001 - munnl. uppl.). Þessi fjölbreytileiki eru mikil verðmæti sem
landeigendur og bændur hafa aðgang að til nýtingar - en þeim ber einnig skylda til að vemda.
Víðáttan í íslensku landslagi er eitt af sérkennum, þess sem jafnframt setur mönnum miklar
skorður varðandi alla nýtingu. Öll mannleg inngrip verða mjög sýnileg og því þarf að gæta
vel að öllum slíkum inngripum, ss. efnistöku, heimavirkjunum og vegslóðum, en ekki síður
inngrip í gróðurfar landsins með ræktun erlendra plöntutegunda sem hafa mikil áhrif á ásýnd
landsins.
Kannanir sýna að langflestir (75-90%) ferðamenn koma til landsins vegna náttúru landsins og
vegur þar landslagið þyngst (sjá könnun Ferðamálaráðs 2004; Rögnvaldur Ólafsson 2001).
Þessir ferðamenn gefa verulegan þjóhagslegan ábata (Asgeir Jónsson 2005), auk þess sem
náttúran og landslagið er vömmerki íslands út á við. Það era því mikil verðmæti sem hver og
einn landeigandi hefur á sínum höndum og mikilvægt að hugsað sé áður en framkvæmt er.
A innan við áratug hefur orðið gjörbreyting á söluverði jarða hérlendis. Asókn í náttúralegt
umhverfi hefur aukist til muna og með aukinni eftirspum hækkar jarðarverðið. Þróunin
hérlendis fylgir þeirri þróun sem þegar hefúr átt sér stað erlendis, þar sem land er víða að
stóram hluta komið í hendur þéttbýlisbúa og/eða útlendinga. Þessir nýju jarðeigendur hafa oft
aðra sýn og tengingu við landið en þeir sem þar era upprannir og upplifa eignarétt sinn með
38