Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 42
stórum svæðum á landinu sé ekkert að gert. Spyrja má hvort Vatnsnes, Melrakkaslétta,
Langanes og Tröllaskagi séu verðmætari með eða án menningarinnar og sögunnar sem skráð
er í landið með nýtingu kynslóðanna?
-Menningarlandslagið -
Nýting íslenskrar náttúru hefur gjörbreytt allri ásýnd hennar og í stað þéttra náttúrulegra
birkiskóga eru víða auðnir eða lítt gróið land, mosaþembur, mólendi og heiðarlönd vaxin
lágvöxnu lyngi. Þetta er það Island sem við þekkjum og þetta er íslenskt menningarlandslag,
myndað af beit og/eða slætti um aldir. Á Norðurlöndunum og víða í Evrópu var slíkt
beitarlandslag algengt alveg fram á fyrri hluta síðustu aldar, með opnar víðáttur og búfé á
beit. Þróun landbúnaðarins í átt til meiri tæknivæðingar hefur á síðustu 100 árum leitt til þess
að á stórum svæðum er þetta menningarlandslag að hverfa. Við hvarf þess kemur í ljós að
ekki aðeins er mönnum eftirsjá í landslaginu sem nýtingin skapaði og viðhélt, heldur eru
fjölmargar tegundir plantna og dýra háð nýtingunni með sín búsvæði og þessar tegundir
hverfa þegar nýtingunni sleppir. Vegna þessa er hlutverk bóndans víða að breytast mjög
verulega og mikilvægi afurða hans einnig. Hinar hefðbundnu landbúnaðarafurðir,mjólk, kjöt
og kom, em nú ekki lengur það eina sem flokkast sem afurðir landbúnaðar, heldur er
menningarlandlagið sem framleiðsla þessara afurða á hefðbundinn hátt ekki síður mikilvæg
afurð. Hlutverk bóndans er nú einnig að viðhalda menningarlandslaginu (sjá samantekt -
Buttenschön og Nilsen 2004).
Á íslandi hefur átt sér stað mikil jarðvegseyðing á sögulegum tíma sem beint má rekja til
ofnýtingar á náttúm landsins. Virk jarðvegseyðing er aldrei ásættanleg og mikilvægt að gera
allar tiltækar ráðstafanir til að koma í veg fyrir hana. Mosaþemban, mólendið og heiðarlöndin
em hins vegar tegundarík gróðursamfélög sem víða er viðhaldið vegna beitar og geta og mega
alls ekki flokkast sem skemmt land, þó svo að án beitarinnar þar myndi þróast birkiskógur
með tímanum. Víða í Evrópu er það virk náttúruvemd að beita land til að viðhalda
heiðargróðri (Pakeman o.fl. 2003). Á síðustu ámm hefur mönnum orðið ljóst hversu hratt
mörg heiðarlönd geta breyst í kjarrlendi við beitarfriðun hérlendis. Virk náttúmvemd verður
hérlendis því að öllum líkindum einnig fólgin í viðhaldi tiltekinna heiðarlanda með
sauðíjárbeit í framtíðinni. Ræktarlönd geta einnig haft mikið gildi fyrir náttúmvemd.
Erlendis eiga margar plöntu- og dýrategundir allt sitt undir búsvæðum landbúnaðarins en svo
er einnig hérlendis. Búsvæðavemd blesgæsarinnar á Hvanneyri byggir á samspili ræktarlands
og aðliggjandi votlendis. Yfir 30% Grænlandsstofns blesgæsarinnar hefur nú viðkomu á
ræktarlöndum Hvanneyrarbúsins vor og haust og hefúr alþjóðlegur hópur fuglafræðinga metið
það svo að Hvanneyri uppfylli öll þau skilyrði sem þarf til að jörðin fái stöðu Ramsarsvæðis.
Hinn nýi landbúnaður
Fmmaftirðir landbúnaðarins hafa frá upphafi verið uppskera jarðargróða og afurðir búfjárins.
Erlendis hefur þróun landbúnaðarins orðið sú að afleiddar afurðir landbúnaðarins (sekundær)
- svo sem menning landbúnaðarins, menningarlandslagið, líffræðilegur fjölbreytileiki sem
fylgir hefðbundnum landbúnaði og viðhald ákveðinna vistgerða - em ekki síður mikilvægar
en frumafurðimar. Hérlendis virðist þróunin vera sambærileg. Kannanir sýna að sífellt fleiri
vilja viðhalda íslenskum landbúnaði, ekki aðeins vegna fmmafurða hans heldur einnig og
ekki síður vegna afleiddra afurða hans og mikilvægi hans fyrir menningu og byggð í landinu
(Daði Már Kristófersson 2005).
Rannsóknaþörf
Frekari rannsókna er þörf á náttúm Islands og áhrifum mismunandi nýtingar á þróun og
framvindu í íslenskum vistkerfum. Rannsaka þarf mikilvægi landbúnaðarins fyrir menningu
40