Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 48
Hver fer með réttinn til fuglaveiða?
Veiðar á rjúpu og fleiri fiiglum eru fom og hefðbundin hlunnindi jarða og hafa í
gegnum tíðina verið drjúg tekjulind margra bænda. í ljósi þess að veiðar á rjúpu og
fleiri fuglum njóta vaxandi vinsælda er rétt að taka hér fram hver fer með veiðiréttinn,
en skýr ákvæði em í lögum um rétt landeigenda til fuglaveiða. í lögunum “Tilskipun
um veiði á íslandi” frá 1849 er m.a. eftirfarandi ákvæði í 1. gr.: “Á íslandi skulu
héðan í frá jarðeigendur einir eiga dýraveiði nema öðmvísi sé ákveðið í tilskipun
þessari.” í 8. gr. laga um vemd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum
spendýmm, nr. 64/1994, segir ennfremur. “Landeigendum einum era heimilar
dýraveiðar og ráðstöfunarréttur þeirra á landareign sinni, nema lög mæli öðravísi
fyrir.”
í lögum em jafnframt ákvæði um það á hvaða árstíma fuglaveiðar em heimilar og er
það breytilegt eftir tegundum. Til veiða þarf þó alltaf leyfi landeigenda eins og áður
segir. Þá geta landeigendur ákveðið að banna allar veiðar á sínu landi eða setja
skilyrði um hvernig að þeim skuli staðið ef þeir leyfa veiðar á annað borð.
Skipulag og nýting
Landeigendur og ábúendur þurfa að marka sér stefnu um hvemig nýtingu
staðbundinna auðlinda skal hagað. Virk auðlindastjómun er mikilvæg þegar til lengri
tíma er litið til að tryggja sjálfbæra nýtingu (Caulfíeld, Richard. A., 2004.)
Otakmarkaður aðgangur að takmörkuðum auðlindum hefur ákveðin vandamál í för
með sér og leiðir í mörgum tilfellum til ofnotkunnar og hnignunar (Auðlindaskýrsla
2000). Hugsanlega getur einstaka veiðimaður hagnast á veiðunum en hins vegar líður
auðlindin fyrir og framtíðarnýtingu er stofnað í hættu. Auðlindastjómun beinist í
sífellt meiri mæli að hagrænum stjómtækjum (Auðlindaskýrsla 2000). Þá er átt við
stjómtæki sem takmarka ekki beinlínis nýtingu náttúruauðlinda heldur gerir það
hagkvæmt að haga nýtingunni í samræmi við heildarhag. Þegar eignarréttur
nýtanlegrar auðlindar er vel skilgreindur er tilhneigingin sú að eigandi þess stýrir
aðgengi og nýtingu á auðlindinni því það er hans hagur að taka tillit til næstu ára og
tryggja verðmætasköpun til framtíðar (Ragnar Ámason, 1977). Stjómun og skipulag
fuglaveiða er þannig mikilvægt byggðamál og er það mat höfunda að landeigendur og
ábúendur, vörslumenn landsins, séu best til þess fallnir að hafa umsjón með nýtingu
fuglaveiða á lögbýlum.
Ákjósanlegt er að landeigendur hafi með sér samstarf, skipuleggi stór svæði, geri þau
sýnileg og fái veiðimanninn til þess að virða settar reglur um veiðisvæði, tíma og
aflamark. Þetta á að geta tryggt sjálfbæra nýtingu og góða umgengni. Margir
landeigendur leigja í dag veiðimönnum lönd til skotveiða. Hins vegar er þörf á
heildstæðara og víðtækara skipulagi, til þess að auka megi arð af auðlindinni.
Hagsmunafélög em þannig mikilvæg til þess að skapa umgjörð fyrir starfíð, skapa
samstöðu um hóflega nýtingu, hámarks arð af auðlindinni og góða þjónustu við
veiðimenn.
Hagrænt gildi hlunnindanna
Uttekt á hagrænu gildi sölu skotveiðileyfa í landinu liggur ekki fyrir. Þó virðist ljóst
að hér er um að ræða aukabúgrein sem getur skipt vemlegu máli í tekjugrunni hinna
dreifðu byggða. 1. tafla sýnir útreikninga á tilbúnu dæmi um landeiganda sem leigir út
landsvæði til rjúpna-, gæsa- og andaveiða.
46