Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Síða 57
Fræðaþing landbúnaðarins 2006
Tjarnir í vistkerfum vatnasviða
Jón S. Ólafsson
Veiðimálastofmm
isol@veidimal.is
Inngangur
Samfélög lífvera í votlendi má greina eftir því hvort um er að ræða lífverusamfélög í
straum- eða stöðuvötnum. Ennfremur er hægt að aðgreina þessi samfélög með tilliti
til uppruna vatnsins og gerðar vatnasviðs (Brönmark og Hansson 1998, Giller og
Malmquist 1998). Votlendi og þar með taldar tjamir, skipa veigamikinn sess í
vistkerfum vatna, t.d. með því að hafa áhrif á viðstöðu og hringrás vatns, uppsöfnun
og losun næringarefna, ásamt því að auka verulega líffræðilega fjölbreytni einstakra
svæða. Þar með geta votlendi og tjamir verið uppspretta orku og næringarefna sem
aðliggjandi vistkerfi njóta góðs af (Mitsch og Gosselink 2000). Þannig má líta á
votlendi og þar með taldar tjamir og smávötn á heiðum landsins sem uppsprettu orku
og næringarefna fyrir margar helstu laxveiðiár landsins (Gísli Már Gíslason og Hákon
Aðalsteinsson 1998).
Skil milli stöðuvatna og tjama em mjög óljós en segja má að til tjama teljist
lítil vötn þar sem vindknúnir straumar ná ekki að róta upp botnseti (Bjömmark og
Hansson 1998) en oft er eingöngu miðað við flatarmál í þessu samhengi (Hákon
Aðalsteinsson 1990). Tjömum má gróflega skipta í tvo flokka: Stöðugar tjamir (e.
permanent ponds) þar sem eitthvað vatn er til staðar allt árið og tímabundnar tjarnir
(e. temporaiy ponds) þar sem tjamarbotninn þomar upp tímabundið (Wetzel 2001,
Williams 1987). Innan beggja þessara flokka tjama má oft fínna fjölbreyttan
vatnagróður og gróskumikil samfélög hryggleysingja. Hér á landi er áætlað að um
7000 smávötn og tjamir (0,01-0,1 km2) séu að finna. Þessi tala gefúr ekki aðeins til
kynna mikinn fjölda tjarna og smávatna, því samanlögð þekja þeirra er einnig mikil
eða áætluð 100 km2 (Hákon Aðalsteinsson 1990).
Þekking á vistkerfum straumvatna og stöðuvatna á Islandi hefur aukist mikið á
síðustu ámm, einkum um útbreiðslu og magn lífvera ásamt efha- og eðlisþáttum sem
móta þessi vistkerfi (Gísli Már Gíslason og Hákon Aðalsteinsson 1998, Gísli Már
Gíslason o.fl. 1998, Hilmar Malmquist 1998). Tjamir mynda sérstök vistkerfi,
útbreidd um landið, oft em þær dreifðar í mörgum smáum einingum, einskonar
mósaík. Hér á landi hafa tjamavistkerfi lítið verið rannsökuð á kerfisbundinn máta
eða út frá vistfræðilegum forsendum. Tiltækar upplýsingar um lífríki tjama em í
flestum tilfellum byggðar á rannsóknum í tengslum við mat á umhverfisáhrifum
virkjana (Hákon Aðalsteinsson 1978, 1980, 1985, Gísli Már Gíslason 1977, 1999,
Hilmar Malmquist o.fl. 2001) eða á svæðisbundnum athugunum (Poulsen 1924,
Halbach og Flechtner 1975, Philipson 1971, 1972a,b). Tjamimar hafa ekki verið
teknar með í þeim yfirlitsrannsóknum sem fram hafa farið á stöðuvötnum á Islandi
(Hilmar Malmquist, munnl. uppl.). Nánast engar rannsóknir hafa verið gerðar á eðlis-
og efnafræðilegum eiginleikum tjama og tengslum umhverfisþátta í mótun þeirra
lífvemsamfélaga sem þar má finna, einkum smádýra. Gróðurfar í votlendi og þar á
meðal í tjömum hefúr nokkuð verið rannsakað (t.d. Steindór Steindórsson 1964) og
ítarlegar gróðurfarsrannsóknir hafa farið fram í Þjórsárverum (Þóra Ellen
Þórhallsdóttir 1997). Upplýsingar um líffræði smádýra og uppbyggingu
55