Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Qupperneq 60
tegundir/hópar dýra á svæðinu. Líkt og í öðrum tjömum, vora krabbadýrin mest
áberandi, einkum augndílar (Cyclops spp.), ranaflóin (Bosmina coregoni) og
hnoðaflóin (Polyphemus pediculus).
Þúfuver í Þjórsárverum
Rannsóknasvæðið afmarkaðist af Þjórsá í vestri og af söndum í austri og suðri. í
gegnum rannsóknasvæðið rennur síðan Þúfúverskvísl. Urmull tjama er á svæðinu,
sem er algróið og einkennist af freðmýrarústum, mýrum og tjömum. Sýni vora tekin
úr 20 tjömum þann 28. júlí 2002. Bakkar allra tjamanna vom vel grónir, með
tjamastör (Carex rostrata) , hélumosa (Anthelium nivalis), gulstör (C. lyngbyii),
grasvíði (Salix herbacea) og loðvíði (S. lanata). Tjamimar vom allar fremur gmnnar
eða 0,5-1 m, fjórar tjamanna vom grynnri en 0,5 m og líklegt er að þær þomi upp í
þurrum árum. Nær undantekningalaust vora tjamimar með tæm vatni og lítil sem
engin merki um mýrarauða. Rannsóknasvæðið er í 573-591 m yflr sjávarmáli. Flestar
tjamimar vora fremur litlar, 2-12.500 m2 að flatarmáli (1. tafla). Leiðni tjamavatnsins
var 36-122 pS/cm og sýmstigið 6,5-8,7. Vatnshitinn var á bilinu 7.7-12,2 °C. í heild
fundust 33 tegundir/hópar dýra í tjömunum, þar sem krabbadýrin vom mest áberandi
einkum rauðdílar (Diaptomus spp.), ranaflóin (Bosmina coregoni), kúluflóin
(Chydorus spaericus) og hnoðaflóin (Polyphemus pediculus).
Votlendi í Flóanum (byggt á námsritgerð Gróu Valgerðar Ingimundardóttur 2003)
Sýnatökusvæðið afmarkaðist af austurbakka Ölfusáróss og liggur innan Friðlands
Fuglavemdafélags íslands og Arborgar. Af loftmynd töldust 424 tjamir innan
rannsóknasvæðisins, af þeim vom 33 tjamir valdar af handahófi til sýnatöku sem fór
fram 11. og 12 júní 2002, en þegar til kom reyndust 3 tjamanna hafa þomað upp
(Gróa Valgerður Ingimundardóttir 2003, Gróa Valgerður Ingimundardóttir og Jón S.
Ólafsson 2005). Tjamarbakkarnir vom allir vel grónir, mest áberandi vom gulstör (C.
lyngbyii) og vatnsnál (Eleocharis palustris). Flestar tjamimar vom innan við metri á
dýpt og á bilinu 0,25 - 996 m2 (1. tafla). Sýrastig vatnsins var á bilinu 7,3-9,5 og
leiðni þess var á breiðu bili eða allt frá 58 pS/sm upp í það að fara yfír 1999 pS/sm,
sem flokkast þá sem ísaltar tjamir. Þá daga sem sýnatökur fóm fram var óvenju hlýtt
sem endurspeglaðist í vatnshitanum sem var á bilinu 16 til 25 °C. í heild fundust 56
tegundir/hópar dýra í tjömunum, en sé miðað við samskonar úrvinnslu og á hinum
stöðunum sem þýðir að stökkmori, þráðormum og fleiri hópum var sleppt í úrvinnslu
fundust 36 tegundir dýra. Krabbadýrin vom mest áberandi líkt og á hinum svæðunum
einkum augndílar (Cyclops spp.), ranaflóin (Bosmina coregoni), kúluflóin (Chydorus
spaericus) og hnoðaflóin (Polyphemus pediculus). Ein ættkvísl rykmýs, Neozavrelia,
fannst í tjömunum og er það líklega fyrsta skipti sem hún fæst greind með vissu
hérlendis.
58