Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Qupperneq 61
1. tafla. Upplýsingar um eðlis og efnaþætti á hverju rannsóknasvæðanna auk þess eru
gefnar upplýsingar um tegundaauðgi og hei Idaríjölda tegunda sem fundust á hverju
svæði. Feitletruðu gildin sýna meðaltöl, en innan sviganna eru sýnd lægstu og hæstu
mæligildi hvers rannsóknasvæðis.
Holtavörðuheiði Þorskafjarðarheiði Votlendi í Berufirði Þúfuver í Þjórsárverum Flóinn við Ölfusárós
Oags sýnatöku 29. júlí 2002 21 .-22. júlí 2002 21. júlí 2002 28. júlí 2002 11.-12. júní 2002
Hæð yfir sjávarmáli (m) 349 (338 - 390) 447(410-491) 38 (35 - 40) 583 (573-591) 15(6-25)
Vatnshiti ('C) 11 (9-14) 11 (9-13) 15(14-16) 10(8-12) 20 (16-25)
Leiðni (pS/cm við 25°C) 59,8 (38 - 70) 43,5(18-71) 230,5 (151 -287) 80,3 (36- 122) 646,5 (58 - >2000)
PH 7,5 (7,2 - 8,0) 7,0 (6,4 - 7,9) 7,2 (6,5 - 8,2) 7,6 (6,5-8,7) 8,3 (7,3-9,5)
Flatarmál (m2) 615(8-6000) 76425 (30 - 504000) 8957 (25 - 52992) 1673 (2- 12500) 167 (0,25-996)
Tegundaauðgi 10,1 (7-14) 11,7 (5-19) 9,6 (2-17) 9,6 (2-17) 11,4 (4-21)
Fjöldi tegunda alls 32 41 28 33 36
Fjöldi tjarna 20 27 6 20 30
Samanburður á dvrasamfélögum milli svæða
Þrátt fyrir að íjöldi tegunda/hópa dýra hafi verið nokkuð áþekkur á svæðunum fimm
(28-41) var töluverður munur á samfélagsgerðum smádýra á milli þessara svæða.
Krabbadýrin voru ríkjandi í flestöllum tjömunum, á hálendi vom það einkum
rauðdílar en augndílar vom algengir bæði á heiðunum og á láglendi. Hinsvegar
fundust bmnnklukkur (Agabus soleri) og grænlandsklukkur (Colymbetes dolabratus)
fyrst og fremst á heiðunum. Skötuormar (Lepidurus arcticus) fundust eingöngu á
heiðunum en tjamatíturnar íyrst og fremst á láglendi.
Tegundasamsetning smádýra í tjömum innan hvers svæðis var líkari innbyrðis en á
milli svæða (1. mynd). Ofarlega til vinstri em tjarnir á Þorskafjarðarheiði (S og SG),
þar fyrir neðan em tjamir í Þúfuveri (V), tjamir á Holtavörðuheiði (H) raðast
neðarlega til hægri og skarast allmikið við tjamir á láglendi í Bemfirði (HR), loks eru
síðan tjarnimar í Flóanum sem era flestar ofarlega til hægri á grafinu (1. mynd). Hægt
er að skýra 13,8% af breytileika á tegundasamsetningu smádýra með fallanda samsíða
lárétta ásnum (1. ás) og að sama skapi skýrði fallandi samsíða lóðrétta ásnum 12% af
breytileikanum.
Með þessari greiningu er ekki ljóst hvaða breytur það em sem orsaka þennan
breytileika, og því var beitt frekari hnitun (Canmmical Correspondence Analyses) þar
sem tekið er tillit til mældra umhverfisþátta og vægi þeirra í að skýra breytileika í
tegundasamsetningu smádýra. I ljós kom að þær breytur sem mældar vom skýrðu
samtals 47% breytileikans. Þar var hæð yfir sjávarmáli sá þáttur sem skýrði hvað
mest eða 25%. Leiðni og flatarmál tjarna skýrðu hvor um sig 8% og sýmstig og hiti 3
% hvor. Niðurstöður rannsókna á tjömum í Flóanum og í Belgjarskógi, norðan
Mývatns, bentu til þess að homsíli hafi marktækt mótandi áhrif á gerðir
smádýrasamfélaga í tjömunum (Gróa Valgerður Ingimundardóttir 2003, Jón S.
Ólafsson óbirt gögn). En í þessari úttekt var ekki tekið tillit til hvort tjamirnar væm
með eða án fiskjar. Það er athyglivert að þrátt fyrir gróðurlítil vatnasvið á
Þorskafjarðarheiði var fjölbreytileiki fánunnar þar hvað mestur, þar munaði miklu um
fjölbreytt samfélög rykmýs. Samtals 18 tegundir rykmýs fundust alls í tjömunum á
Þorskafjarðarheiði í samanburði við 7-12 tegundir á hinum svæðunum. Fjöldi
krabbadýrategunda var svipaður (15-16 teg. vatnaflóa) á öllum svæðunum þrátt fyrir
að innbyrðis hlutföll þeirra væm mismunandi á milli svæða.
59