Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Side 65
Fræðaþing landbúnaðarins 2006
Vistkerfi og vatnasvið
Jón Guðmundsson og Hlynur Óskarsson
Landbúnaðarháskóla Islands, Keldnaholti
Yfirlit
Markmið þessarar samantektar er að varpa ljósi á margvísleg áhrif ólíkra gróðurlenda,
ástands þeirra og nýtingar á vatnsbúskap og benda á mikilvægi þess að skoða samanlögð
áhrif mismunandi landnýtingar á landslagsheildir. Þó vatn sé hér notað sem samnefnari
landnýtingar, til að varpa Ijósi á áhrif landnýtingar á virkni vistkerfa má vel hugsa sér
aðra þætti sem gengt gætu sama hlutverki, svo sem kolefni í jarðvegi, örveruflóru,
orkubúskap o.íl.
Samantekt þessari er ekki ætlað að vera tæmandi upptalning á þeim þáttum sem hafí áhrif
á vatnsbúskap einstakra vatnasviða, né heldur er gerð tilraun til að magnbinda þau ferli,
sem um er rætt. Við gerð þessarar samantektar hefur höfundum hins vegar orðið það enn
betur ljóst en áður hve tilfmnanlega skortir rannsóknir á þessu sviði hér á landi.
Hér á eftir verður fyrst rætt um vaxandi þörf á heildstæðri náigun gagnvart landnýtingu
síðan er gerð grein fyrir helstu hugtökum er lúta að vatnsfræði jarðvegs. Einkennum
algengra gróðurlenda m.t.t. vatnsbúskapar er lýst og áhrif, sem ólík gróðurlendi hafa á
rennsli, efnasamsetningu og hitastig vatns, sem urn þau fer. Ennfremur er og áhrif ástands
og nýtingar þeirra rædd í samhengi við vatnsbúskap. í lokin eru svo teknar saman þær
ályktanir, sem draga má af þessari umfjöllun.
Inngangur
Landnotkun hér á landi hefur verið að breytast ört á undanfömum árum og áratugum.
Fjölbreytni hennar hefur verið að aukast og einingar að stækka. Þessu til stuðnings má
benda á nokkur augljós atriði. Þar sem áður vom stakir sumarbústaðir hafa víða risið upp
heil hverfi sumarbústaða. Fjölbreytni í búskap hefur verið að aukast í þeim skilningi að
fleiri greinar hafa komið til, kjúklinga og svínarækt, ferðamennska, hrossabúskapur, og
dregió hefur úr í öðrum greinum landbúnaðar svo sem, sauðfjárbúskap, loðdýraræktun.
Einingar í búrekstri hafa verið að stækka. Ymsar framkvæmdir í landslaginu hafa orðið
umfangsmeiri, t.d. vegagerð, framræsla, landgræðsla og skógrækt. Ibúðabyggð hefur
stóraukist á mörgum svæðum á suður- og vesturlandi á meðan byggð fer minnkandi
sumstaðar annars staðar.
Allri landnotkun fylgir ákveðið álag á umhverfið. Ahrif landnotkunar em oft fýrst og
fremst staðbundin, breytingar á gróðurfari, efnahringrás o.þ.h. Önnur áhrif ná langt út
fyrir viðkomandi svæði. Dæmi um það er losun gróðurhúsalofttegunda. Enn aðrir þættir
hafa einkum áhrif innan viðkomandi vatnasviðs, t.d. útskolun næringarefna og
vatnsrennsli. Oft eru áhrif einstakra aðgerða eða landnotkunar á vatnasviði óvemleg, hins
vegar geta samanlögð áhrif þeima á stærra svæði t.d. á ár og vötn verið umtalsverð.
63