Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 71
Ahrif á efnastreymi/efnasamsetningu: Efnaflutningur með vatni nær til uppleystra efna
bæði lífrænna efnasambanda og ólífrænna efna. Einnig flytur vatn með sér ýmsar
óuppleystar agnir, bæði lífrænar og ólífrænar. Lífrænu agnimar em t.d. hálfniðurbrotnar
plöntuleifar, en þær ólífrænu t.d. leir, silt og jafnvel sandur. Vatn og þá sér í lagi það sem
rennur af yfirborði getur borið með sér stærri plöntuhluta, sinu, lauf o.þ.h. Gróðurlendi
era mjög breytileg m.t.t. þess hve mikið og á hvaða formi lífræn efni berast frá þeim.
Könnun sem gerð var á útskolun lífrænna efna úr framræstri og óframræstri mýri á
Vesturlandi (Hlynur Óskarsson og Skarphéðinn Halldórsson 2006) bendir til að miklar
sveiflur geti verið á styrk bæði lífræns efnis með svifaur og uppleystu lífrænu kolefni.
Breytingar á rennsli virtust einnig hafa ólík áhrif á þessa þætti. í finnskri úttekt á áhrifum
mismunandi samsetningar vatnasviðs á styrk N, P og lífræns C í vötnum kom fram að
styrkur N réðst mest af umfangi ræktaðs lands og umfangi vatna. Umfang votlendis á
vatnasviði sumra svæða réði mestu um heildarmagn lífræns kolefnis í vötnum. A öðram
svæðum var stærð vatna á vatnasviði áhrifamesta breytan. (Rantakari et al 2004). Styrkur
lífrænna efna í regnvatni í finnskum skógi jókst á leið þess um krónuþekjuna og eins á
leið þess í gegnum sóplagið á skógarbotninum. Hins vegar dró úr styrk uppleystra
lifrænna efna eftir því sem það fór lengra niður í jarðveginn (Starr og Ukonmaanaho
2004). Efnaveðrun hér á landi virðist aukast eftir því sem frumframleiðsla og heildar
kolefnis upptaka gróðurs á vatnasviði eykst (Gíslason et al 2005). Framleiðsla gróður-
lenda á dauðu lífrænu efni, sópi, (litter) er mismikil. Þessi lífrænu efni geta borist í ár og
vötn og hafa mikla þýðingu þar. Mismunandi gróðurlendi hafa þannig margvísleg áhrif á
samsetningu þess vatns sem um þau fer. Ahrif sem ýmist skila sér til vatnsfalla og eða
þeirra vistkerfa sem vatnið rennur til.
Astand vistkerfa
Astand vistkerfa er oft nátengt nýtingu þeirra og öfugt. Þrátt fyrir að nýting og ástand séu
nátengdir og víxlverkandi þættir verður hér reynt að greina á milli þeirra hvað varðar
áhrif á vatn. Astandi vistkerfa má lýsa með margbreytilegum hætti og misnákvæmum.
Hægt er að lýsa og flokka vistkerfi m.t.t. framleiðslu, tegundafjölbreytni, næringarstöðu,
ógnana sem að þeim steðja o.fl. þátta. Vistkerfum hefur einnig verið lýst með flóknum
líkönum þar sem reynt er að ná inn sem flestum breytum og samspili þeirra og jafnvel að
magnbinda þau tengsl með einhverjum hætti. Þessi leið var mikið notuð í fjölþjóðlegu
líffræðilegu verkefnum sjötta, sjöunda og áttunda áratugarins. (Tenhuen and Kabat (ed)
1999, Haefner 1996). Ekki verður hér ráðist í neinar slíkar flóknar lýsingar eða greiningar
á vistkerfum eða ástandi þeirra heldur verða aðeins tíndir til nokkrir þættir í þeim tilgangi
að reyna að varpa ljósi á hvemig mismunandi ástand vistkerfa m.t.t. gróðurfars og
jarðvegs getur verkað á rennsli og innihald vatns sem um þau fer eða kemur frá þeim.
Gróðurfar: Gróðurfari má lýsa á margvíslegan hátt. Hér verður hins vegar aðeins stuðst
við einfaldan kvarða (ríkt, rýrt eða snautt) fyrir ástand gróðurlenda eftir magni gróðurs
eða frjósemi og við reynum að meta hvemig aðrir þættir sem hafa áhrif á vatnsbúskap
breytast..
Þegar gróðurlendi breytist úr ríku yfir í rýrt eða snautt minnkar útgufun frá gróðri einnig
uppgufun af yfirborði hans. Hærra hlutfall úrkomu berst því til jarðvegs og vatnsupptaka
gróðurs minnkar. A móti getur uppgufun af jarðvegi aukist. Miðað við óbreytta úrkomu
hefiir minni heildaruppgufun í för með sér aukið gegnumstreymi vatns um jarðveginn og
69