Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 73
miklu um næringarástand jarðvegs og þar með frjósemi viðkomandi svæðis og því óbeint
vatnseiginleika. Dýralíf, bæði stærri og smærri dýra, getur einnig bæði beint og óbeint
haft áhrif á vatnbúskapinn. Ymis jarðvegsdýr leggja mikið af mörkum varðandi niðurbrot
plöntuleifa og við myndun holrýma og flutning efna um jarðveginn, sem allt getur haft
áhrif á vatnseiginleika hans.
Nýting
Landnýting er flokkuð með ýmsum hætti. I skipulagsuppdráttum er algengt að land utan
þéttbýlis sé einfaldlega flokkað sem landbúnaðarland án frekari sundurgreiningar. Þar
með er ekki sagt að við höfum ekki flokkað land m.t.t. nýtingar. íslendingar hafa frá
fomu fari t.d. skipt landi i heimalönd og afrétti. Heimalönd skiptast svo í úthaga og tún
eða akra o.s.ffv. Land sem ekki er ræktað höfum við einnig flokkað frekar eftir
yfirborðsgerð, sem einnig hefúr ákveðna tilvísun í nýtingu eða nýtanleika. Við tölum
þannig um mýrar og flóa, skóga, velli, holt, móa, mela, sanda o.s.frv.
Hér hefur hins vegar lítil sem engin opinber skráning verið á landnýtingu. Þó má eflaust
fínna ýmsar upplýsingar í gömlum máldögum og jarðalýsingum. Með auknu erlendu
samstarfi hefur verið vaxandi krafa um að við flokkum landnýtingu með sambærilegum
hætti og gert er í nágrannalöndum okkar. Dæmi um slíka landnýtingarflokkun eru
CORINE flokkunin, sem er samevrópsk flokkun á landnotkun (Umhverfísstofnun Evrópu
2000) og landnýtingarflokkun lofitlagssamnings Sameinuðu þjóðanna (IPCC 2003).
Þörfín fyrir samræmda skráningu á landnotkun hérlendis er ört vaxandi, m.a. alþjóðlegs
samstarfs og kolefnisbókhalds o.fl.
Áhrif nýtingar
Hér verða rakin nokkur dæmi um áhrif landnýtingar á vatnsbúskap.
Framrœsla: Líta má á framræslu sem aðgerð sem breytir votlendi í graslendi. Sú
umbreyting getur verið mjög lengi að koma fram að fullu. Við framræslu verða verulegar
breytingar á vatnsbúskap viðkomandi svæða. Vatnsstaðan lækkar og heildarvatnsforði
jarðvegs minnkar. Afrennslishraði framræstra svæða margfaldast einnig með tilkomu
skurðakerfisins. Vatnsforði sem hægt er að miðla úr í ár og læki minnkar og sveiflur í
rennsli þeirra aukast. Hugsanlega dregur úr skammtíma sveiflum vegna þessa að rými í
jarðvegi hefur verið tæmt og því getur hann tímabundið tekið við meira vatni. Hversu
lengi þessi dempun varir fer eftir ísigshraða jarðvegsins og vatnsleiðni. Það skiptir því
miklu yfír hvaða tímabil áhrif nýtingar eru metin. Skurðakerfín margfalda hættu á
stórflóðum í leysingum þegar jörð er frosin, sem getur haft mikil áhrif á nýtingu vatns í
vistkerfum á vatnasviðinu. I könnun á lífrænum efnum í affennsli framræstrar og
óframræstrar mýrar á Vesturlandi kom fram að styrkur lífrænna efna sem berast með
svifaur var ávallt meiri í affennsli framræstu mýrarinnar. Hins vegar var ekki munur á
styrk uppleystra lífrænna efnasambanda (Hlynur Óskarsson og Skarphéðinn Halldórsson
2006). í þessari könnun var ekki lagt mat á heildarmagn uppleystra eða agnborinna
lífrænna efna, en breytingar í afrennsli geta verið miklar og þurfa ekki að vera samstíga
milli framræstra og óframræstra svæða. Aukning verður oft á púlsum í vatnsrennsli við
framræslu og er algengt að lækir sem flytja vatn frá ffamræstum svæðum grafi sig niður.
Einnig em dæmi um að lækir fýllist af möl og framburði í kjölfar framræslu. Skýring þess
kann að vera að rof á vatnasviði þeirra hafi aukist einnig getur verið að dregið hafi úr
71