Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 93
Kostnaður vegna slátrunar, umbúða- og flutningskostnaðar gæti verið á milli 60-80
kr/kg. Þar af leiðir að skilaverð til framleiðanda verður að vera hærra en 300-360
kr/kg til þess að eldið skili hagnaði. Það verð sem framleiðendur hafa verið að fá er
vel yfir þessu marki og því getur bleikjueldi talist átlitlegur kostur. Það væri hins
vegar þarft rannsóknarefni að kanna nánar framleiðslukostnað í mismunandi
bleikjueldisstöðvum á Islandi til þess að hægt sé að skilgreina betur forsendur þess að
bleikjueldi geti þrifist.
Aðrar eldistegundir
Fjölmargar tegundir fiska eru aldar í fersku vatni. Flestar þessar tegundir eru mjög
ódýrar og framleiddar með litlum tilkostnaði, mest í Kína7. Jarðvarminn skapar mjög
sérstakar aðstæður til fiskeldis á Islandi, sem ekki eru fyrir hendi í
nágrannalöndunum. Með jarðvarma má hita upp eldisvatn og halda eldishita
stöðugum við kjörhita mismunandi tegunda. Hér geta því verið góðar aðstæður til
eldis á tegundum sem þrífast best við fremur háan hita.
Eins og áður er komið fram þarf mikið af heitu vatni þess að hita upp eldisvatn. Því er
ljóst að eldi við 20-25 °C getur einungis verið hagkvæmt ef notuð eru
vatnsendumýtingarkerfi. I þessum kerfum er vatnið hreinsað í s.k. lífhreinsum þar
sem bakteríur fjarlægja ammóníak úr eldisvatninu. Einnig þarf að lofta koltvísýring úr
vatninu, sía frá gmgg og bæta basa í vatnið, sem yfirleitt er í formi leskjaðs kalks eða
vítissóda. Með þessu móti er hægt að halda uppi háum eldishita (20-25 °C) með
minna vatni, bæði heitu og köldu, en yfirleitt er notað í bleikjueldi á íslandi. Á móti
kemur að stofnkostnaður við stöðvamar er hærri en í bleikjueldi. Einnig er rekstrar-
og viðhaldskostnaður eldistöðva með endumýtingarkerfí hærri en almennt gerist í
bleikjueldi hér á landi. Þær tegundir sem gæti komið til greina að ala í þessum
stöðvum em t.d. leirgeddur (catfísh), beitarfiskur (tilapia) og áll. Allar þessar tegundir
vaxa best í fersku vatni við um 25 °C hita.
Það er stór markaður fyrir leirgeddur í Bandaríkjunum og sala á leirgeddu í Evrópu fer
einnig vaxandi. Nokkrar mismunandi tegundir af leirgeddu em framleiddar í eldi.
Stærstu framleiðendur leirgeddu eru BNA (283 þús. tonn á ári)8. Talsver er fíutt út af
frystum leirgedduflökum frá Víetnam til BNA og Evrópu. Lítið eitt er framleitt af
leirgeddu í Evrópu9. Leirgeddur em aðallega aldar í eldistjömum. Hægt er að hafa
fískinn við mikinn þéttleika og leirgeddur geta nýtt súrefni úr andrúmslofti.
Meðalverð á leirgeddum til framleiðenda í BNA var um 95 kr/kg árið 200410 og
meðalverð til framleiðana í Hollandi á sama tíma var um 70 kr/kg.
Eldi á beitarfiski fer ört vaxandi og hefur innflutningur til BNA vaxið um 226% frá
2000 til 2005. Um er að ræða nokkrar mismunandi tegundir sem allar era mjög
hraðvaxta. Búist er við því að innflutningur á beitarfíski til BNA verði um 130 þús.
tonn árið 2005. Beitarfiskurinn er aðallega fluttur frosinn til BNA frá Kína og Tævan,
ýmist heill eða flakaður. Mest er flutt inn af ferskum beitarfíski frá Mið-Ameríku.
Beitarfískur keppir þegar við þorsk um hvítfiskmarkaði og sú samkeppni mun fara
vaxandi á næstu ámm. Verð á beitarfiski er nokkuð breytilegt og fer meðal annars
7 Vefur FAO www.fao.org
8 Terry Hanson, 2005. NWAC News 7, bls. 10-15
9 Federation of European Aquaculture Producers www.feap.info
10 Terry Hanson, 2005. NWAC News 7, bls. 10-15
91