Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Síða 105
Á íslandi virðast kjöraðstæður til myndunar þétts jarðvegsklaka. Hér hefur skógareyðing
verið mikil, eldtjallajörðin getur haldið ógrynni af vatni og umhleypingar í veðurfari er
regla frekar en undantekning. Árin 1999 til 2000 var þetta samspil gróðurs, ísigs og
jarðvegsklaka kannað í íslenskum gróðurlendum. Hér verður þeirri rannsókn lýst í
stórum dráttum og sagt frá helstu niðurstöðum.
Rannsóknarsvæði og aðferðir
Rannsóknin var gerð í átta mismunandi gróðurlendum á þremur svæðum: í birkiskógi,
grenireit, graslendi, lúpínubreiðu og sjálfgræddu landi í Gunnarsholti á Rangárvöllum; í
birkiskógi og graslendi í Hafnarskógi í Borgarfírði; og í lítt grónum mel á Hálsi í Kjós.
Þessi svæði voru valin til að fá sem gleggsta mynd af breytileika ísigs eftir ástandi lands
og landnotkun. Gróðurlendin í Gunnarsholti eru á uppgræddu landi en gróðurlendin í
Hafnarskógi og á Hálsi hafa verið nýtt til beitar um langan aldur og bera þess merki. Á
hverju rannsóknarsvæði voru mælingar endurteknar innan gróðurlendanna. Því er ekki
um raunverulegar endurtekningar á gróðurlendum að ræða innan hvers svæðis, en við
gefum okkur, við túlkun niðurstaðna, að þær séu einkennandi íyrir viðkomandi
gróðurlendi. Þá forsendu þyrfti að endurskoða síðar þegar frekari gagna hefur verið
aflað.
Heildarþekja gróðurs (háplöntur, mosar, fléttur og sina) var 7% í melnum á Hálsi, 67% í
sjálfgrædda landinu í Gunnarsholti og meiri en 90% í hinum gróðurlendunumm. Þekja
háplantna var mjög mismunandi í gróðurlendunum: Háplöntuþekjan var lægst og
sambærileg í grenireitnum (2%) í Gunnarsholti og í melnum á Hálsi (3,5%); hærri í
lúpínubreiðunni (19%); en hæst og sambærileg (45-68%) í öðrum gróðurlendum. Sina
(barmálar) var stærstur hluti þekjunar (94%) í grenireitnum en steinar (54%) í mel á
Hálsi.
Isig var mælt fimm sinnum yfír rannsóknatímabilið: Sumarið 1999, í janúar, apríl, maí og
sumarið 2000. ísig var mælt í 40 cm löngum rörum sem komið var fyrir í yfirborði
jarðvegs þannig að um 10 cm stóðu uppúr; sex rör í hverju gróðurlendi. Isigið er mælt
þannig að vatni er hellt ofan í rörin og vatnið sem sígur niður er mælt á 5 mín fresti í eina
klukkustund. Isigið er svo reiknað sem meðaltal seinustu þriggja mælinganna. Snjóþekja
var mæld í janúar og apríl 2000, og dýpi og gerð jarðvegsklaka metin við hvert rör.
Niðurstöður
Meðalísig mældist lægst 3 mm klsf1 í graslendinu í Hafnarskógi í janúar og hæst 369 mm
klsf1 í birkiskóginum í Gunnarsholti sumarið 2000 (1. mynd). Mikill breytileiki í ísigi
var áberandi. Þannig var 25 faldur munur á ísigi milli mælidaga í grenireitnum og
tvöfaldur munur í graslendinu í Gunnarsholti, og í graslendinu í Hafnarskógi var 37
faldur munur milli sumars 1999 og janúar 2000 og þrefaldur milli sumars 1999 og 2000.
í öðrum gróðurlendum var breytileiki milli mælidaga minni (1. mynd). Isig var hæst í
sumarmælingum í öllum gróðurlendum nema graslendinu í Gunnarsholti (1. mynd). Um
veturinn (janúar og apríl) var ísig marktækt hærra í birkiskóginum en í hinum
gróðurlendunum bæði í Gunnarsholti (p<0,001) og í Hafnarskógi (janúar: p<0,001; apríl:
p=0,067). I Gunnarsholti var ísig einnig marktækt (p<0,001) hærra í birkiskóginum
103