Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 108
Þéttur og gegndræpur klaki myndaðist í jarðvegi með mismunandi þekju: Þar sem
heildarþekja gróðurs var strjál (melurinn á Hálsi), alveg samfelld (graslendið í
Hafnarskógi), og þar sem gróðurþekja var samfelld en þekja háplantna mjög lítil
(grenireiturinn í Gunnarsholti). Aftur á móti myndaðist slíkur jarðvegsklaki aðeins þar
sem snjóþekja var þunn (<11 cm). Áhrif gróðursins á myndun jarðvegsklaka virðist því
felast í áhrifum gróðurs á snjóþekju. í graslendinu í Hafnarskógi eru grös allsráðandi, en
grös og blómplöntur í melnum á Hálsi þar sem gróður er á annað borð. Lágvaxinn
gróðurinn safnar því ekki í sig snjó og landið er opið fyrir vindum og geislum sólar.
Þunn snjóþekja í grenireitnum í Gunnarsholti má aftur á móti rekja til þess að snjór sem
sest á greinar og nálar grenisins nær ekki niður á skógarbotnin (e. interception) heldur
gufar upp af greinunum.
ísigshraði að sumri var hár (28-369 mm klst'1) eins og þekkt er í eldfjallajarðvegi
(Forsythe, 1975). Isig var nokkru meira í Gunnarsholti og á Hálsi þar sem jarðvegur er
sendinn, en í jarðveginum í Hafnarskógi. í Gunnarsholti var ísig marktækt hærra í
birkiskógi en í öðrum gróðurgerðum. Uppgræðsla sem lýtur að því að koma upp
birkiskógi virðist því hafa jákvæðari áhrif á vatnsferli vistkerfísins samanborið við hin
uppgræddu gróðurlendin sem mælt var í. Þó verður að hafa í huga að ísig fyrir
uppgræðsluaðgerðimar er óþekkt og að aldur uppgræðslanna er mismunandi.
Breytileiki í ísigi að sumri, innan hvers gróðurlendis, var óvemlegur nema í graslendinu í
Hafnarskógi, þar sem þrefaldur munur var á ísigi sumarið 1999 og vorið 2000
samanborið við sumarið 2000. Graslendið var nýtt til hrossabeitar, en síðla sumars 1999
var mælireitur í graslendinu girtur af og hafði því verið friðað í eitt ár þegar ísig var mælt
sumarið 2000. Gróður innan girðingarinnar varð mun þróttmeiri en utan hennar sumarið
2000. Við álítum að friðunin hafi aukið rótarvöxt sem hafí bætt byggingu jarðvegsins
eftir að beit og traðk hrossana hætti. Frost-þíðu ferli hafa hugsanlega losað um þjappaðan
jarðveg og stuðlað að myndun samkoma ásamt auknum rótarþrótti, og þannig aukið
holurými jarðvegsins. Þetta tvennt hafi valdið auknu ísigi sumarið 2000.
Alyktanir
Hár ísigshraði í þíðum eldfjallajarðvegi bendir til þess að yfirborðsafrennsli og vatnsrof
sé ólíklegt þar sem gróðurþekja er samfelld. Aftur á móti getur lágur ísigshraði vegna
ógegndræps eða lítt gegndræps jarðvegsklaka skapað aðstæður fyrir jarðvegsrof í
hlýjindaköflum að vetri og vori. Slíkur jarðvegsklaki myndaðist á opnu landi, þar sem
kjarr- og runnagróður var enginn og snjóþekja var lítil. Slíkar landgerðir hafa aukist til
muna frá landnámi (Ása L. Aradóttir & Olafur Arnalds, 2001). Lítt gegndræpur
jarðvegsklaki myndaðist einnig í grenilundinum þrátt fyrir mikla snjóþekju þennan vetur.
Þetta bendir til þess að myndun slíks jarðvegsklaka í sígrænu skóglendi, sem em
tiltölulega ný gróðurlendi á Islandi (Jón Geir Pétursson, 1999), sé algeng. Hafa ber í
huga að grenilundurinn þar sem ísigið var mælt er ekki dæmigerður fyrir nytjaskóg þar
sem hann hefur aldrei verið grisjaður og er því óvenju þéttur.
í birkiskógum myndaðist aðeins gljúpur jarðvegsklaki en hann veldur ekki lækkun á
ísigshraða. Birkiskógar og kjarr safna í sig snjó og því em minni líkur á myndun lítt
gegndræps eða ógegndræps jarðvegsklaka í þeim. Hafa verður í huga að rannsóknin stóð
aðeins í einn vetur og var snjóþekja óvenju mikil. Utbreiðsla og gerð jarðvegsklaka gæti
því reynst nokkuð frábmgðin þegar vetur eru umhleypingasamir. Samt sem áður bendir
106