Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 113
iðufylgniaðferð yfir ungum lerkiskógi á Fljótsdalshéraði sem hafði svipað laufflatarmál
og asparskógurinn í Gunnarsholti hafði 1995. Þær niðurstöður voru notaðar ásamt beinum
mælingum á raungufun sumarsins 1995 yfir asparskóginum (Strachan 1999) til að áætla
árlega vatnshringrás í asparskóginum í Gunnarsholti það ár (4. mynd). Myndin sýnir að í
svo ungum skógi, þar sem laufþakið var enn opið (LAI < 1,0), var afgufunin aðeins um
2% af ársúrkomu, útgufun tijánna um 9% og uppgufun frá skógarbomi um 20%. Það
þýðir að rétt tæplega 70% af ársúrkomunni mynduðu grunnvatnsrennsli út frá
asparskóginum það ár (4. mynd).
Þegar íslensku niðurstöðumar vom bornar saman við mælingar á vatnshringrás
greniskóga sem unnar hafa verið á Norðurlöndum og Þýskalandi (4. mynd), þá kom í ljós
að þéttleiki skógarins virtist ráða mestu um áhrif skógræktar á vatnshringrásina. Þéttleiki
var mældur sem laufflatarmálsstuðull (LAI); LAI = 1 þýðir að samanlagt flatarmál
laufs/barrs yfir 1 m2 af jörðu er 1 m2. í þéttustu greniskógunum í Svíþjóð og Þýskalandi
bámst aðeins rúmlega 30% ársúrkomu niður í grunnvatn og það var einkum aukin
afgufun sem olli þessari minnkun. Þó að trén notuðu meira vatn til útgufunar eftir því sem
skógur varð hærri og þéttari, minnkaði uppgufun frá jarðvegi nánast samsvarandi vegna
aukinnar skuggunar (4. mynd). Þetta þýðir að hafa má mikil áhrif (stjóm) á vatnshringrás
skóga með tegundavali og skógammhirðu sem dregur úr afgufun (þéttleika laufkrónu),
svo sem upphafsþéttleika, kjarrsögun, grisjun og uppkvistun.
Frekari rannsóknir
Nýjustu rannsóknir hérlendis á vatnshringrás skóga sem höfundi er kunnugt um em
mælingar á vatnsleiðni í jarðvegi birkiskóga og grenilundar sem Berglind Orradóttir
(2006) vann (sjá aðra grein í þessu riti). Mikilvægt er að auka þekkingu okkar á áhrifum
skógræktar og skógammhirðu á vatnshag (rennsli ofan í grunnvatn). Einnig er mjög brýnt
að vinna frekari rannsóknir á áhrifum skóga og skógræktar á vatnsgæði og lífríki
vatnavistkerfa sem skóginum tengjast. Til dæmis hafa nýlega komið fram kenningar um
að auka mætti þéttleika laxfiskategunda í ýmsum íslenskum vatnsföllum ef
fmmframleiðni landvistkerfa á vatnasviði þeirra væri aukin markvisst með skógrækt
og/eða landgræðslu (Gísli Már Gíslason, munnlegar upplýsingar).
Heimildir
Berglind Orradóttir (2006). ísig vatns í jarðveg: Áhrif gróðurs og frosts. Rit Fræðaþings landbúnaðarins
2006: 102-107.
Bjami D. Sigurdsson (2001). Environmental control of carbon uptake and growth in a Populus trichocarpa
plantation in Iceland. Doktorsritgerð við Dept. for Production Ecology, Skógfræðideild sænska
iandbúnaðarháskólans í Uppsölum, Svíþjóð. Acta Universitatis Agriculturae Sueciae. Silvestria 174. 64 bls.
Bjami Diðrik Sigurðsson (2003). Tilraunaskógurinn í Gunnarsholti I. Einn mest rannsakaði skógur
landsins. Skógræktarritið 2003 (1): 67-73.
Bjami D. Sigurðsson og Brynhildur Bjamadóttir (2004). Beinar mælingar á kolefnisbindingu
skógræktarsvæða. Rit Fræðaþings landbúnaðarins 2004: 269-272.
Bjami D. Sigurðsson, Brynhildur Bjamadóttir, Ian B. Strachan & Friðrik Pálmason. 2004.
Tilraunaskógurinn í Gunnarsholti II. Vatnið í skóginum. Skógræktarritið 2004 (1): 51-60.
Bjami D. Sigurðsson. 2004. Hafa skal það sem sannara reynist - viðbót við greinina Tilraunaskógurinn í
Gunnarsholti II. Vatnið í skóginum. Skógræktarritið 2004 (2): 123.
111