Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 136
Einnig var skoðuð ræktunarsaga íslenska kúastofnsins. Var það m.a. gert með því að skoða
hvaða ættfeður eiga stærstu erfðahlutdeild í íslenska kúastofninum í dag. í fyrsta lagi er það
áhugavert að kanna hvaða ættfeður þetta eru en einnig að sjá hvort um fáa ættfeður sé að ræða
sem eigi mjög stóra erfðahlutdeild á kostnað annarra. Það hefúr einmitt verið sýnt fram á að
þegar fáir ættfeður eiga mjög stóra erfðahlutdeild þá getur það hraðað mjög aukningu í
skyldleikarækt (Woolliams og Thompson, 1994). Auk þessa var skoðað hvemig skyldleiki
gripa innan og milli ákveðinna sveita/héraða hefur þróast í gegnum árin. En það segir til um
gang ræktunarstarfsins og dreifmgu erfðaefnis um stofninn.
í framhaldi af þessu er hugmyndin að skoða aðferðir sem beita megi í ræktunarstarfínu til þess
að halda aftur af of mikilli skyldleikaaukningu í íslenska kúastofninum. En mikilvægt er að
fínna hagkvæmasta erfðaframlag hvers grips með tilliti til skyldleikaaukningar, jafnt sem
erfðaframfara. Er það næsta skref nú þegar ofangreindar upplýsingar liggja fyrir.
Efniviður og aðferðir
Þegar skyldleikaræktarstuðlar vom metnir í rannsókn þessari voru notuð öll fyrirliggjandi
ættemisgögn nautgriparæktarinnar en þau vom fengin frá Bændasamtökum Islands. Þessi
gögn innihalda upplýsingar um ættir 217 591 grips en í þeim er elsti gripurinn fæddur árið
1911 og sá yngsti er fæddur árið 2004.
Þar sem það er mikilvægt að hafa ítarleg gögn um ætterni gripanna þegar metin er
skyldleikaræktarstuðull einstaklinga og þróun í skyldleikaræktun (Sigurðsson og
Jónmundsson, 1995) þá var þéttleiki ættemisgagnanna metinn. Var það gert með því að reikna
út svokallaðan PEC (Pedigree completeness) stuðul fyrir hvem grip. Til þess var notuð aðferð
MacCluer et al. (1983). Hún metur hlutfall þekktra forfeðra í hverri kynslóð og gengur út frá
því að til þess að hægt sé að fanga hugsanlega skyldleikarækt, þá þurfi báðir foreldrar
einstaklingsins að vera þekktir og að minnsta kosti einn afi/amma (PEC-stuðull sem
samsvarar 0,24). PEC-stuðull einstaklings er því núll ef báðir og/eða annar foreldri
einstaklingsins er óþekktur sama hversu ítarleg ætternisgögn em til um hitt foreldrið. PEC-
stuðlar vom reiknaðir fýrir hvern einstakling þar sem teknar vora fyrir 5, 10 og 15 kynslóðir
aftur.
Þegar kannað var hvaða forfeður eiga stærstu erfðahlutdeild í íslenska kúastofninum í dag,
jafnt sem innan einstakra sveita og héraða þá var forritið EVA notað (Berg, 2004).
Þegar skyldleikaræktarstuðull hvers einstaklings var metin í rannsókn þessari var aðferð
Meuwissen og Luo (1992) notuð. Skyldleikaræktarstuðlar vora metnir á tvennan hátt. Annars
vegar vora þeir metnir með því að nota ættemisgögnin eins og þau koma fyrir. Hins vegar
voru þeir metnir með því að fjarlægja úr gögnunum alla gripi sem vora fæddir fyrir 1965. Þá
var grannhópurinn i gögnunum stilltur sem sá hópur gripa sem var fæddur árið 1965. Var
þetta gert til þess að kanna hvað væri í raun gömul skyldleikarækt í stofninum og hvað væri
ný, eða hversu vel hefði tekist til hin síðari ár að halda aftur af aukningu í skyldleikarækt. Við
alla ofangreinda útreikninga var forritið EVA notað (Berg, 2004).
Virk stofnstærð í íslenska kúastofninum var metin samkvæmt forskrift sem byggð er á
Falconer og Mackay (1996):
Ne = 1/ (2(AFár*L))
þar sem virk stofnstærð, Ne, er metin út frá aukningu í skyldleikarækt yfír eitt ættliðabil, L.
Gert var ráð fyrir 6,2 ára ættliðabili (Agúst Sigurðsson, 2003) og árleg aukning í
skyldleikaræktun, AFár, margfölduð með ættliðabilinu.
134