Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 139
Helstu œttfeður/mœður
Tafla 3 gefur yfírlit yfír erfðahlutdeild áhrifamestu einstaklinganna að baki gripa í íslenska
kúastofninum sem fæddir voru árið 2000. Þegar slíkar niðurstöður eru skoðaðar á mismunandi
tíma koma þar fram áhrifamestu einstaklingamir í ræktunarstarfínu, þeir sem erfðaefnið rekur
sig til og er einnig á meðal þeirra gripir sem skjótast inn í ættimar tímabundið. I árganginu frá
2000 er það þó aðeins Þistill 84013 sem þar birtist sem slíkur “tímabundinn” einstaklingur og
þá eðlilega um leið langyngsti gripurinn sem kemur fram í töflunni. Þetta er vegna þess að
nokkur mikið notuð reynd naut sem eiga stóra afkvæmahópa í þessum árgangi vora synir hans
og einnig var fjöldi dætrasona hans í afkvæmarannsókn á þessum tíma.
Allir hinir gripimir eru þekktir eldri gripir úr ræktunarsögunni. Astæða er að benda á að verið
er að leita uppi í þessum útreikningum að stóram hluta sömu erfðavísana hjá mörgum af
þessum einstaklingum sem þar birtast vegna náins skyldleika þeirra á milli. Þannig er Huppa
12 móðir Mána og Repp er dóttursonur Mána og raunar Huppu einnig. Þá er Fylkir náinn
afkomandi bæði Mána og Repps og Sokki er sonur hans og bæði Fáfnir og Almur eru
dætrasynir Sokka. Þá er Dreyri faðir Bakka og Almur sonur hans og Dálkur er sonarsonur
Bakka. Á sínum tíma var notkun og þar með afkvæmaljöldi þessara gripa mjög breytilegur.
Sokki var meira notaður en nokkurt annað íslenskt naut fyrr eða síðar og átti þannig fleiri
afkvæmi en á hinum endanum er Bakki sem aðeins voru til úr rúmlega hundrað
sæðisskammtar þegar hann fékk afkvæmadóm en þeir voru notaðir til að framleiða naut fyrir
Nautastöð BÍ með jafh góðum árangri og niðurstöður töflunnar eru vísbending um.
Áhrif Huppu 12 á Kluftum eru ótrúleg og að líkindum nær einstök í sögu búfjárræktar. Um
hana og dreifingu Kluftastofnsins hefur verið fjallað ítarlega í bókunum íslenska mjólkurkýrin
(Jón Torfason og Jón Viðar Jónmundsson, 2001) og Nautgriparæktarfélag Hrunamanna 100
ára (Páll Lýðsson, 2003). Þessi mikla ættmóðir íslenska kúastofnsins kemur fram löngu áður
en stórfelld dreifíng erfðaefnis með sæðingum hefst. Undan henni voru alin sjö naut sem öll
fengu talsverða notkun, en hefur Máni orðið þeirra lang áhrifamestur samkvæmt niðurstöðum
hér og tvær dætra hennar urðu þekktar nautsmæður og er Repp dóttursonur hennar.
Tafla 3. Helstu ættfeður/mæður íslenska kúastofnsins árið 2000.
Ættfaðir/móðir Fæðingarnúmer Erfðahlutdeild, %
Sokki 59018 7,16
Huppa 26012 7,11
Máni 36001 6,07
Fylkir 54049 5,48
Þistill 84013 5,14
Bakki 69002 4,99
Dreyri 58037 4,55
Áimur 76003 4,02
Repp 40001 3,94
Tvistur 81026 3,92
Dálkur 80014 3,83
Fáfnir 69003 3,37
137